Arnar: Það vantaði svolítið leiðtoga inn á Anton Ingi Leifsson skrifar 15. júní 2020 20:33 Arnar Gunnlaugsson var ánægður með stigin þrjú vísir/daníel þór Þjálfari Víkings var að vonum svekktari af þjálfurunum eftir úrslit leiksins fyrr í kvöld þegar Víkingur og Fjölnir mættust í Víkinni. Leikar enduðu 1-1 en heimamenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleik en Fjölnismenn ákveðnari í þeim seinni og var hann spurður að því hvort þetta hefðu ekki bara verið sanngjörn úrslit þegar upp var staðið. „Já já, Fjölnir voru mjög flottir og voru grimmari en við í öllum návígjum og jafnteflið var bara sanngjarnt. Við vorum bara heppnir að tapa ekki í dag því við vorum eiginlega hrikalega off í öllum okkar aðgerðum þannig að ég er bara gríðarlega sáttur við þetta stig.“ Arnar talaði um það fyrir leik að lið þyrftu jafnvel 1-2 umferðir til að komast í taktinn eftir Covid-19 pásuna og var hann sömu skoðunar eftir leik og að jafnvel þyrfti fleiri umferðir til að ná sér á strik. „Ég ætla að breyta því í 3-4 umferðir,“ sagði Arnar og hló og hélt svo áfram: „Við vorum rosalega þungir einhvernveginn og lítill taktur í okkur. Menn koma bara misvel undan þessu ævintýri síðustu tveggja eða þriggja mánaða og það er ósköp eðlilegt. Við verðum bara að sýna þolinmæði og gefa þeim tíma. Hafandi sagt það þá að á meðan þú ert að spila illa þá verður þú að safna stigum með því að nota hausinn. Við eigum að vera með næginlega mikla reynslu til að sigla svona leikjum heim þó svo að við séum að ströggla og það er augljóst að við erum að ströggla.“ „Við verðum samt bara að slaka á. Maður hefur lært það að maður á ekkert að vera að gaspra eftir svona leiki. Vonbrigðin eru bara svo mikil, menn voru líka yfirspenntir og þegar það gerist þá spilar maður gegn sjálfum sér. Reyndari menn verða þá að draga vagninn fyrir okkur og þessa yngri leikmenn. Við vorum bara hrikalega svekktir með sjálfa okkur, við vorum daprir þannig að leiðin hlýtur að liggja upp.“ Arnar var þá spurður út í það hvort það vantaði upp á að þessir reyndari menn væru að draga vagninn fyrir þá. „Já það vantaði svolítið leiðtoga inn á til að hafa hausinn í lagi. Sérstaklega þegar líða fór á leikinn þá ætluðum við að skora 10 mörk í hverri einustu sókn í staðinn fyrir að stilla okkur aðeins af og fara back to basics og gera það sem við höfum verið að gera vel síðustu 10 mánuði. Við misstum aðeins hausinn og þurftum aðeins að róa okkur niður. Eftirvæntingin var samt mikil, ég hef verið áður í þessum sporum sem leikmaður þannig að þeim er fyrirgefið. Við þurfum að vera fljótir að koma okkur niður og gíra okkur upp fyrir næsta leik.“ Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
Þjálfari Víkings var að vonum svekktari af þjálfurunum eftir úrslit leiksins fyrr í kvöld þegar Víkingur og Fjölnir mættust í Víkinni. Leikar enduðu 1-1 en heimamenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleik en Fjölnismenn ákveðnari í þeim seinni og var hann spurður að því hvort þetta hefðu ekki bara verið sanngjörn úrslit þegar upp var staðið. „Já já, Fjölnir voru mjög flottir og voru grimmari en við í öllum návígjum og jafnteflið var bara sanngjarnt. Við vorum bara heppnir að tapa ekki í dag því við vorum eiginlega hrikalega off í öllum okkar aðgerðum þannig að ég er bara gríðarlega sáttur við þetta stig.“ Arnar talaði um það fyrir leik að lið þyrftu jafnvel 1-2 umferðir til að komast í taktinn eftir Covid-19 pásuna og var hann sömu skoðunar eftir leik og að jafnvel þyrfti fleiri umferðir til að ná sér á strik. „Ég ætla að breyta því í 3-4 umferðir,“ sagði Arnar og hló og hélt svo áfram: „Við vorum rosalega þungir einhvernveginn og lítill taktur í okkur. Menn koma bara misvel undan þessu ævintýri síðustu tveggja eða þriggja mánaða og það er ósköp eðlilegt. Við verðum bara að sýna þolinmæði og gefa þeim tíma. Hafandi sagt það þá að á meðan þú ert að spila illa þá verður þú að safna stigum með því að nota hausinn. Við eigum að vera með næginlega mikla reynslu til að sigla svona leikjum heim þó svo að við séum að ströggla og það er augljóst að við erum að ströggla.“ „Við verðum samt bara að slaka á. Maður hefur lært það að maður á ekkert að vera að gaspra eftir svona leiki. Vonbrigðin eru bara svo mikil, menn voru líka yfirspenntir og þegar það gerist þá spilar maður gegn sjálfum sér. Reyndari menn verða þá að draga vagninn fyrir okkur og þessa yngri leikmenn. Við vorum bara hrikalega svekktir með sjálfa okkur, við vorum daprir þannig að leiðin hlýtur að liggja upp.“ Arnar var þá spurður út í það hvort það vantaði upp á að þessir reyndari menn væru að draga vagninn fyrir þá. „Já það vantaði svolítið leiðtoga inn á til að hafa hausinn í lagi. Sérstaklega þegar líða fór á leikinn þá ætluðum við að skora 10 mörk í hverri einustu sókn í staðinn fyrir að stilla okkur aðeins af og fara back to basics og gera það sem við höfum verið að gera vel síðustu 10 mánuði. Við misstum aðeins hausinn og þurftum aðeins að róa okkur niður. Eftirvæntingin var samt mikil, ég hef verið áður í þessum sporum sem leikmaður þannig að þeim er fyrirgefið. Við þurfum að vera fljótir að koma okkur niður og gíra okkur upp fyrir næsta leik.“
Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira