Enski boltinn

Liverpool fljótast en líka lengur en nokkuð lið að vinna titilinn

Sindri Sverrisson skrifar
Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu titlinum fyrir utan Anfield í gærkvöld.
Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu titlinum fyrir utan Anfield í gærkvöld. VÍSIR/GETTY

Liverpool setti nýtt met í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með því að verða Englandsmeistari í gær þó að enn séu sjö umferðir eftir af tímabilinu.

Liverpool bætti þar með met Manchester-liðanna tveggja. Manchester United átti fimm leiki eftir þegar liðið varð meistari árið 2001 og fyrir tveimur árum varð City meistari með fimm leiki til góða.

Kórónuveirufaraldurinn, sem um tíma olli óvissu um hvort tímabilið í ár yrði hreinlega klárað, leiddi hins vegar til þess að Liverpool landaði titlinum síðar á árinu en nokkuð lið hefur gert. Tímabilið klárast venjulega í maí og því hefur titlinum aldrei verið landað síðar en 16. maí.

Sadio Mané, Mohamed Salah og félagar þeirra í liði Liverpool unnu einstakt afrek á leiktíðinni.VÍSIR/GETTY

Tengdar fréttir

„Ótrúlegt afrek hjá leikmönnum mínum“

„Þetta er ótrúlegt,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri nýkrýndra Englandsmeistara Liverpool í fótbolta, eftir að titillinn var í höfn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×