Enski boltinn

Meiðsli Aguero setja strik í reikninginn varðandi markamet

Ísak Hallmundarson skrifar
Markavélin Sergio Aguero
Markavélin Sergio Aguero getty/Martin Rickett

Sergio Aguero, sóknarmaður Manchester City, er frá út tímabilið vegna meiðsla. Það mun ekki aðeins hafa áhrif á sóknarleik Manchester City heldur einnig persónuleg met Argentínumannsins.

Hann er með 16 mörk í 24 leikjum fyrir City á tímabilinu, en það þýðir að hann muni ekki vinna markakóngstitilinn í ár þar sem Jamie Vardy er kominn með 19 mörk. Þetta er einnig í fyrsta skipti síðan árið 2014 sem Aguero mun ekki ná að skora 20 mörk á tímabili, en það þýðir að hann muni ekki slá met Frakkans Thierry Henry að skora 20 mörk í röð meira en fimm tímabil í röð og deila þeir metinu því saman.

Aguero sló hinsvegar met Thierry Henry fyrr á leiktíðinni þegar hann varð sá erlendi leikmaður sem skorað hefur flest mörk í ensku úrvalsdeildinni, en hann er nú í 4. sæti yfir alla leikmenn með 180 mörk. Hann þarf því að bíða aðeins eftir því að ná fram úr Andy Cole sem er í 3. sæti með 187 mörk. Auk þess er orðið ólíklegt að hann nái að komast upp fyrir Wayne Rooney í 2. sætið, en er Rooney hefur skorað 208 mörk í deildinni.

Að lokum gera meiðsli Aguero það að verkum að það er nánast útilokað að hann verði valinn leikmaður tímabilsins í úrvalsdeildinni. 

Manchester City geta huggað sig við það að þeir eru svo gott sem búnir að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, það er að segja ef þeir verða ekki í banni frá Evrópukeppnum, en þeir eru 17 stigum á undan Manchester United sem sitja í 5. sæti. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×