Erlent

Fyrsti fjöldafundur Trump síðan að faraldurinn hófst

Andri Eysteinsson skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Patrick Semansky

Fyrsti fjöldafundur Donald Trump frá því í mars er hafinn í borginni Tulsa í Oklahoma. Heilbrigðisyfirvöld í Oklahomaríki hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að fundurinn væri haldinn þar sem að tilfellum kórónuveirunnar fjölgar enn hratt í ríkinu.

Kæra var lögð fram í vikunni í von um að stöðva fundinn vegna áhyggna um að fundurinn myndi auka líkur á frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Hæstiréttur Oklahoma ákvarðaði í gær að fjöldafundur Bandaríkjaforseta megi fara fram.

Röð byrjaði að myndast fyrir utan Bank of Oklahoma Center, staðinn þar sem fundurinn verður haldinn, fyrr í þessari viku. Um nítján þúsund manns komast inn í salinn sem fundurinn mun fara fram í.

Talsmenn kosningabaráttu Trumps lýstu því yfir að meira en milljón hafi óskað eftir miðum á fundinn um helgina.

Greint hefur verið frá því að sex starfsmenn sem komu að skipulagningu fundarins í Tulsa hafi greinst jákvæðir fyrir kórónuveirunni. Allir þeir sem mæta á fundinn þurfa að ganga í gegnum hitamælinu og mun andlitsgrímum verða dreift til gesta kjósi þeir það.

Áður en Donald Trump steig á svið ávarpaði Mike Pence varaforseti aðdáendaskarann.

Talaði hann þar vel um forsetann og aðgerðir hans sem varða faraldur kórónuveirunnar og í kringum mótmælin eftir andlát George Floyd. Sagði hann þar að ekki væri hægt að afsaka það sem kom fyrir Floyd en ekki heldur væri hægt að afsaka óeirðirnar sem hófust eftir dauða Floyd.

Þá talaði Pence um kosningarnar sem fram undan eru og talaði niður mótframbjóðanda Trump, Joe Biden og sagði það ljóst að í nóvember myndu Trump og Pence bera sigurorð af Biden og Demókrataflokknum.

Sjá má fjöldafund Trump í beinni útsendingu hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×