Íslenski boltinn

Segir kvenna fótbolta „ekki það einfaldan og barnalegan að þú getur bara hlaupið og skorað“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhannes Karl í viðtalinu í gær.
Jóhannes Karl í viðtalinu í gær. vísir/s2s

Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, segir að kvennafótbolti sé ekki það einfaldur og barnalegur að það sé bara hægt að hlaupa og skora.

Þetta sagði Jóhannes Karl í viðtali við Stöð 2 Sport eftir annað tap KR í fyrstu tveimur leikjunum en KR tapaði í gær 3-1 fyrir Fylki á heimavelli.

Jóhannes Karl var spurður út í það hvort að það vantaði ekki hraða fram á við hjá KR.

„Ég er alls ekki sammála því. Thelma er einn af fljótari leikmönnum deildarinnar. Kvenna fótbolti er ekki alveg það einfaldur og barnalegur í dag að þú getir bara hlaupið hratt og skorað. Fylkir er bara með þétt og skipulagt lið sem að varðist vel,” sagði Jóhannes Karl.

Þetta var eitt þeirra umræðuefna sem rætt var um í Pepsi Max-mörkum kvenna í gærkvöldi en Helena Ólafsdóttir og spekingar hennar, Kristín Ýr Bjarnadóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, fóru yfir hraða KR-liðsins.

„Thelma Lóa er frekar hröð en ég held ekki að spyrjandinn hafi átt við það að kvennafótbolti væri það einfaldur að þú þyrftir bara sparka fram og hlaupa hratt. Ég er að engu síður Kalla að kvennafótbolti er aðeins flóknari en það og þetta var vel svarað hjá honum,“ sagði Kristín Ýr. Bára skilur þó spyrilinn.

„Ég skil hvað spyrilinn á við með hraðann. Thelma Lóa hefur ekki verið að „starta“ og hefur ekki verið að spila. Það hefur vantað hraða fram á við en ég held að það sem háir þeim mest sé að þær eru svo lengi að breyta úr vörn í sókn og sókn í vörn,“ sagði Bára.

Alla umræðuna um leik KR og Fylkis má sjá hér að neðan.

Klippa: Helena, Kristín og Bára ræða leik KR og Fylkis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×