Smituðum fjölgar í minnst 77 ríkjum heims Samúel Karl Ólason skrifar 18. júní 2020 22:03 Götusölumenn í Lima í peru hunsa tilmæli um félagsforðun. Smituðum hefur fjölgað hratt í Perú og mörgum öðrum ríkjum Suður-Ameríku. AP/Rodrigo Abd Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar er ekki í rénun og þvert á móti hefur útbreiðsla hans aukist víðast hvar. Smituðum hefur fjölgað í minnst 77 ríkjum heims á undanförnum tveimur vikum og en að mestu má rekja fjölgunina til Ameríku, Afríku og Asíu. Á þriðjudaginn tilkynntu ríki heimsins rúmlega 140 þúsund nýsmitaða og í gær voru þeir 166 þúsund. Þessi tveir dagar eru meðal þeirra þriggja verstu frá því að faraldurinn hófst. Samkvæmt frétt New York Times hefur smituðum fækkað í minnst 43 ríkjum á síðustu tveimur vikum. Í Afríku tók það um 100 daga að staðfesta hundrað þúsund smit. Næstu hundrað þúsund tóku einungis 19 daga. Líklegast má þó bæði rekja það til hraðari dreifingu Covid-19 og aukinnar skimunar. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum, þar sem fylgst er með opinberum tölum ríkja, hafa um það bil 8,4 milljónir smitast af veirunni og rúmlega 450 þúsund eru dánir. Útlit er þó fyrir að tala látinna sé víða mun lægri en hún á að vera. Blaðamenn víða um heim hafa verið að bera meðaltal látinna yfir nokkur ár við saman við fjölda látinna á undanförnum mánuðum til að reyna að fá betri yfirsýn yfir raunverulegan fjölda látinna. Sagan er víðast hvar sú sama. Fleiri eru dánir en yfirvöld segja og munar miklu sum staðar. Rannsókn BBC vísar til að mynda til þess að minnst 130 þúsund fleiri hafi dáið á heimsvísu en opinberar tölur segja til um. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í faraldrinum Sænska fánanum var flaggað í hálfa stöng fyrir framan Riksdag, sænska þingið, í dag þegar haldin var minningarathöfn um þau sem hafa látist í landinu af völdum Covid-19 sýkingarinnar sem kórónuveiran veldur. 17. júní 2020 16:45 Bretaprins finnur enn hvorki bragð né lykt Karl Bretaprins glímir enn við afleiðingar kórónuveirusýkingarinnar sem hrjáði hann í mars síðastliðinn en bragð- og þefskyn prinsins hefur ekki batnað. 16. júní 2020 22:40 Ástandið í Peking vegna kórónuveirunnar grafalvarlegt Yfirvöld í Peking segja nýjustu útbreiðslu kórónuveirufaraldursins mjög alvarlega. Tugir nýrra tilfella hafa komið upp á síðustu dögum og í kjölfarið hefur íþrótta- og viðburðastöðum verið lokað og ferðabann verið sett í gildi. 16. júní 2020 10:36 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar er ekki í rénun og þvert á móti hefur útbreiðsla hans aukist víðast hvar. Smituðum hefur fjölgað í minnst 77 ríkjum heims á undanförnum tveimur vikum og en að mestu má rekja fjölgunina til Ameríku, Afríku og Asíu. Á þriðjudaginn tilkynntu ríki heimsins rúmlega 140 þúsund nýsmitaða og í gær voru þeir 166 þúsund. Þessi tveir dagar eru meðal þeirra þriggja verstu frá því að faraldurinn hófst. Samkvæmt frétt New York Times hefur smituðum fækkað í minnst 43 ríkjum á síðustu tveimur vikum. Í Afríku tók það um 100 daga að staðfesta hundrað þúsund smit. Næstu hundrað þúsund tóku einungis 19 daga. Líklegast má þó bæði rekja það til hraðari dreifingu Covid-19 og aukinnar skimunar. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum, þar sem fylgst er með opinberum tölum ríkja, hafa um það bil 8,4 milljónir smitast af veirunni og rúmlega 450 þúsund eru dánir. Útlit er þó fyrir að tala látinna sé víða mun lægri en hún á að vera. Blaðamenn víða um heim hafa verið að bera meðaltal látinna yfir nokkur ár við saman við fjölda látinna á undanförnum mánuðum til að reyna að fá betri yfirsýn yfir raunverulegan fjölda látinna. Sagan er víðast hvar sú sama. Fleiri eru dánir en yfirvöld segja og munar miklu sum staðar. Rannsókn BBC vísar til að mynda til þess að minnst 130 þúsund fleiri hafi dáið á heimsvísu en opinberar tölur segja til um.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í faraldrinum Sænska fánanum var flaggað í hálfa stöng fyrir framan Riksdag, sænska þingið, í dag þegar haldin var minningarathöfn um þau sem hafa látist í landinu af völdum Covid-19 sýkingarinnar sem kórónuveiran veldur. 17. júní 2020 16:45 Bretaprins finnur enn hvorki bragð né lykt Karl Bretaprins glímir enn við afleiðingar kórónuveirusýkingarinnar sem hrjáði hann í mars síðastliðinn en bragð- og þefskyn prinsins hefur ekki batnað. 16. júní 2020 22:40 Ástandið í Peking vegna kórónuveirunnar grafalvarlegt Yfirvöld í Peking segja nýjustu útbreiðslu kórónuveirufaraldursins mjög alvarlega. Tugir nýrra tilfella hafa komið upp á síðustu dögum og í kjölfarið hefur íþrótta- og viðburðastöðum verið lokað og ferðabann verið sett í gildi. 16. júní 2020 10:36 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Minntust þeirra sem hafa látist í faraldrinum Sænska fánanum var flaggað í hálfa stöng fyrir framan Riksdag, sænska þingið, í dag þegar haldin var minningarathöfn um þau sem hafa látist í landinu af völdum Covid-19 sýkingarinnar sem kórónuveiran veldur. 17. júní 2020 16:45
Bretaprins finnur enn hvorki bragð né lykt Karl Bretaprins glímir enn við afleiðingar kórónuveirusýkingarinnar sem hrjáði hann í mars síðastliðinn en bragð- og þefskyn prinsins hefur ekki batnað. 16. júní 2020 22:40
Ástandið í Peking vegna kórónuveirunnar grafalvarlegt Yfirvöld í Peking segja nýjustu útbreiðslu kórónuveirufaraldursins mjög alvarlega. Tugir nýrra tilfella hafa komið upp á síðustu dögum og í kjölfarið hefur íþrótta- og viðburðastöðum verið lokað og ferðabann verið sett í gildi. 16. júní 2020 10:36