Erlent

Lögregluþjónninn sem skaut Brooks ákærður fyrir morð

Sylvía Hall skrifar
Rayshard Brooks sofnaði í röðinni í bílalúgu á veitingastaðnum Wendy's. Lögreglan var kölluð til með þeim afleiðingum að Brooks var skotinn til bana.
Rayshard Brooks sofnaði í röðinni í bílalúgu á veitingastaðnum Wendy's. Lögreglan var kölluð til með þeim afleiðingum að Brooks var skotinn til bana. EPA/ JOHN AMIS/ STEWART TRIAL ATTORNEYS HANDOUT

Garrett Rolfe, löregluþjónninn sem skaut hinn 27 ára gamla Rayshard Brooks til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum á föstudag, hefur verið ákærður fyrir morð. Brooks hafði sofnað í bíl sínum við bílalúgu veitingastaðar og var skotinn til bana eftir afskipti lögreglu.

Fjörutíu mínútna myndbandsupptaka sýnir Brooks fylgja fyrirmælum lögreglu, samþykkja vopnaleit og veita þeim þær upplýsingar sem þeir báðu um.

Í kjölfarið hófust mótmæli í Atlanta á ný en mótmælaalda hefur riðið yfir Bandaríkin og hefur kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi verið mótmælt. Mótmælin hófust fyrst í kjölfar dauða George Floyd, svarts Bandaríkjamanns sem lést í haldi lögreglu.

Rolfe var rekinn í vikunni en lögreglustjórinn Erika Sheilds lét af störfum vegna málsins. Hún skilaði uppsagnarbréfi sínu fyrr í vikunni en hún hafði gegnt stöðu lögreglustjóra borgarinnar frá því í desember 2016. Hún hafði starfað í lögreglunni í tuttugu ár en mun áfram starfa innan lögreglunnar.

Ef fundinn sekur gæti Rolfe átt yfir höfði sér dauðarefsingu vegna málsins að því er fram kemur á vef BBC. Þá hefur annar lögreglumaður verið ákærður í tengslum við málið en hann stóð á öxl Brooks þegar hann lá í jörðinni.

Lögreglumaðurinn sem var einnig ákærður í málinu hefur boðist til þess að bera vitni við réttarhöldin. Saksóknarinn Paul Howard segist halda að það sé í fyrsta sinn sem lögregluþjónn býðst til þess að bera vitni gegn samstarfsmanni sínum.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×