Réttarmeinafræðingur segir dauða Brooks hafa verið manndráp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júní 2020 08:41 Rayshard Brooks sofnaði í röðinni í bílalúgu á veitingastaðnum Wendy's. Lögreglan var kölluð til með þeim afleiðingum að Brooks var skotinn til bana. EPA/ JOHN AMIS/ STEWART TRIAL ATTORNEYS HANDOUT Dauði Rayshard Brooks, svarts manns sem var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum á föstudag, var manndráp. Þetta segir í niðurstöðu réttarmeinafræðings Fulton County sem birt var á sunnudag. Í kjölfarið hófust mótmæli í Atlanta á ný en mótmælaalda hefur riðið yfir Bandaríkin og hefur kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi verið mótmælt. Mótmælin hófust fyrst í kjölfar dauða George Floyd, svarts Bandaríkjamanns sem lést í haldi lögreglu. Við krufningu sem gerð var á sunnudag kom í ljós að Brooks, sem var 27 ára gamall, hafi látist vegna blóðláts og líffæraskemmda sem orsökuðust af tveimur skotsárum. Þetta sagði réttarmeinafræðingur í yfirlýsingu. Þá sé dauði hans flokkaður sem manndráp. Brooks hafði sofnað í bíl sínum við bílalúgu veitingastaðarins Wendy‘s og var skotinn í bakið eftir átök við lögreglu. Lögreglustjórinn í Atlanta hefur látið af störfum eftir atvikið. Átök við lögreglu Rannsókn á dauða Brooks hefur leitt það í ljós að lögregla hafi verið kölluð að Wendy‘s staðnum eftir að tilkynnt hafi verið um mann sofandi í bíl sínum og stíflað röðina í bílalúguna. Að sögn lögreglu fór Brooks ekki að fyrirmælum þegar hann var handtekinn í kjölfar þess að hafa mælst með of hátt magn áfengis í blástursmæli. Myndbönd sem náðust af atvikinu sýna að samskipti lögreglunnar og Brooks hafi verið nokkuð vinaleg fyrst, Brooks talaði um afmæli dóttur sinnar. Þegar lögreglumaðurinn ætlaði að handtaka Brooks brutust út átök við lögreglumennina tvo sem voru á staðnum. Brooks náði að losa sig og hrifsaði rafbyssu af öðrum lögreglumannanna og hleypur svo í burtu yfir bílastæðið. Þá sést í öryggismyndavél veitingastaðarins að Brooks sneri sér við og virtist ætla að skjóta af rafmagnsbyssunni þegar annar lögreglumannanna dregur fram skammbyssu sína og skýtur af henni með þeim afleiðingum að Brooks fellur til jarðar. Lögreglumaðurinn sem er grunaður um morðið á Brooks hefur verið rekinn og hinn lögreglumaðurinn sem var á staðnum, einnig hvítur, hefur verið settur í leyfi frá störfum. Sá fyrrnefndi hafði starfað í sex ár innan lögreglunnar en hinn í tvö ár. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að dauði Brooks hafi verið morð en það hefur síðan verið leiðrétt. Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Bandaríkin Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Dauði Rayshard Brooks, svarts manns sem var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum á föstudag, var manndráp. Þetta segir í niðurstöðu réttarmeinafræðings Fulton County sem birt var á sunnudag. Í kjölfarið hófust mótmæli í Atlanta á ný en mótmælaalda hefur riðið yfir Bandaríkin og hefur kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi verið mótmælt. Mótmælin hófust fyrst í kjölfar dauða George Floyd, svarts Bandaríkjamanns sem lést í haldi lögreglu. Við krufningu sem gerð var á sunnudag kom í ljós að Brooks, sem var 27 ára gamall, hafi látist vegna blóðláts og líffæraskemmda sem orsökuðust af tveimur skotsárum. Þetta sagði réttarmeinafræðingur í yfirlýsingu. Þá sé dauði hans flokkaður sem manndráp. Brooks hafði sofnað í bíl sínum við bílalúgu veitingastaðarins Wendy‘s og var skotinn í bakið eftir átök við lögreglu. Lögreglustjórinn í Atlanta hefur látið af störfum eftir atvikið. Átök við lögreglu Rannsókn á dauða Brooks hefur leitt það í ljós að lögregla hafi verið kölluð að Wendy‘s staðnum eftir að tilkynnt hafi verið um mann sofandi í bíl sínum og stíflað röðina í bílalúguna. Að sögn lögreglu fór Brooks ekki að fyrirmælum þegar hann var handtekinn í kjölfar þess að hafa mælst með of hátt magn áfengis í blástursmæli. Myndbönd sem náðust af atvikinu sýna að samskipti lögreglunnar og Brooks hafi verið nokkuð vinaleg fyrst, Brooks talaði um afmæli dóttur sinnar. Þegar lögreglumaðurinn ætlaði að handtaka Brooks brutust út átök við lögreglumennina tvo sem voru á staðnum. Brooks náði að losa sig og hrifsaði rafbyssu af öðrum lögreglumannanna og hleypur svo í burtu yfir bílastæðið. Þá sést í öryggismyndavél veitingastaðarins að Brooks sneri sér við og virtist ætla að skjóta af rafmagnsbyssunni þegar annar lögreglumannanna dregur fram skammbyssu sína og skýtur af henni með þeim afleiðingum að Brooks fellur til jarðar. Lögreglumaðurinn sem er grunaður um morðið á Brooks hefur verið rekinn og hinn lögreglumaðurinn sem var á staðnum, einnig hvítur, hefur verið settur í leyfi frá störfum. Sá fyrrnefndi hafði starfað í sex ár innan lögreglunnar en hinn í tvö ár. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að dauði Brooks hafi verið morð en það hefur síðan verið leiðrétt.
Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Bandaríkin Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira