Lætur af störfum eftir að lögregla skaut svartan mann til bana í Atlanta Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2020 07:45 Erika Shields hafði gegnt stöðu lögreglustjóra Atlanta frá desember 2016 og starfað þar í rúm tuttugu ár. AP Lögreglustjóri Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum hefur látið af störfum eftir að lögreglumaður skaut svartan mann til bana í borginni á föstudagsskvöldið. Hinn 27 ára Rayshard Brooks hafði sofnað í bíl sínum við bílalúgu veitingastaðar og var skotinn eftir átök við lögregu. Keisha Lance Bottoms, borgarstjóri Atlanta, sagði að lögreglustjórinn Erika Shields hafi skilað inn uppsagnarbréfi sínu í gær. Mikil mótmæli voru í borginni um helgina þar sem aðgerða var krafist í kjölfar dauða Brooks. Eldur var borinn að Wendy's staðnum í nótt.AP Kveiktu í Wendy's-staðnum Mótmælendur komu fyrir vegartálmum í borginni á fjölförnum þjóðvegi í gær, þjóðvegi númer 75. Þá var kveikt í Wendy‘s veitingastaðnum þar sem Brooks dó. Mótmæli hafa verið áberandi víðs vegar um Bandaríkin síðustu þrjár vikurnar vegna dauða George Floyd. Hann dó eftir að lögreglumaður hafi haldið Floyd í götunni með því að þrýsta hnénu að hálsi Floyd í tæpar níu mínútur. Floyd dó af völdum köfnunar. Shields hefur gegnt stöðu lögreglustjóra borgarinnar frá desember 2016 og starfa þar í rúm tuttugu ár. Hún mun áfram starfa innan lögreglunnar, sagði Bottoms borgarstjóri. Umræddur Wendy's staður í Atlanta.EPA Átök við lögreglu Rannsókn á dauða Brooks hefur leitt í ljós að lögregla hafi verið kölluð að Wendy‘s staðnum eftir að tilkynnt hafi verið um mann sofandi í bíl sínum og stíflað röðina í bílalúguna. Að sögn lögreglu fór Brooks ekki að fyrirmælum þegar hann var handtekinn í kjölfar þess að hann hafa mælst með of magn áfengis í blástursmæli. Á myndbandi sjónarvotts sést til Brooks þar sem hann er á jörðinni fyrir utan veitingastaðinn í átökum við tvo lögreglumenn. Hann hrifsar rafbyssu af öðrum lögreglumannanna og hleypur svo í burtu. Hinn lögreglumaðurinn beitir rafbyssu sinni og hlaupa þeir svo á eftir Brooks og út úr ramma myndbandsins. Þá heyrast skothljóð og loks sést Brooks liggjandi á jörðinni. Annar lögreglumannanna sem kom þarna við sögu hefur verið látinn fara og hinn er kominn í leyfi frá störfum. Sá fyrrnefndi hafði starfað í sex ár innan lögreglunnar en hinn í tvö ár. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Lögreglustjóri Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum hefur látið af störfum eftir að lögreglumaður skaut svartan mann til bana í borginni á föstudagsskvöldið. Hinn 27 ára Rayshard Brooks hafði sofnað í bíl sínum við bílalúgu veitingastaðar og var skotinn eftir átök við lögregu. Keisha Lance Bottoms, borgarstjóri Atlanta, sagði að lögreglustjórinn Erika Shields hafi skilað inn uppsagnarbréfi sínu í gær. Mikil mótmæli voru í borginni um helgina þar sem aðgerða var krafist í kjölfar dauða Brooks. Eldur var borinn að Wendy's staðnum í nótt.AP Kveiktu í Wendy's-staðnum Mótmælendur komu fyrir vegartálmum í borginni á fjölförnum þjóðvegi í gær, þjóðvegi númer 75. Þá var kveikt í Wendy‘s veitingastaðnum þar sem Brooks dó. Mótmæli hafa verið áberandi víðs vegar um Bandaríkin síðustu þrjár vikurnar vegna dauða George Floyd. Hann dó eftir að lögreglumaður hafi haldið Floyd í götunni með því að þrýsta hnénu að hálsi Floyd í tæpar níu mínútur. Floyd dó af völdum köfnunar. Shields hefur gegnt stöðu lögreglustjóra borgarinnar frá desember 2016 og starfa þar í rúm tuttugu ár. Hún mun áfram starfa innan lögreglunnar, sagði Bottoms borgarstjóri. Umræddur Wendy's staður í Atlanta.EPA Átök við lögreglu Rannsókn á dauða Brooks hefur leitt í ljós að lögregla hafi verið kölluð að Wendy‘s staðnum eftir að tilkynnt hafi verið um mann sofandi í bíl sínum og stíflað röðina í bílalúguna. Að sögn lögreglu fór Brooks ekki að fyrirmælum þegar hann var handtekinn í kjölfar þess að hann hafa mælst með of magn áfengis í blástursmæli. Á myndbandi sjónarvotts sést til Brooks þar sem hann er á jörðinni fyrir utan veitingastaðinn í átökum við tvo lögreglumenn. Hann hrifsar rafbyssu af öðrum lögreglumannanna og hleypur svo í burtu. Hinn lögreglumaðurinn beitir rafbyssu sinni og hlaupa þeir svo á eftir Brooks og út úr ramma myndbandsins. Þá heyrast skothljóð og loks sést Brooks liggjandi á jörðinni. Annar lögreglumannanna sem kom þarna við sögu hefur verið látinn fara og hinn er kominn í leyfi frá störfum. Sá fyrrnefndi hafði starfað í sex ár innan lögreglunnar en hinn í tvö ár.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira