Rasmus með höfuðverk í sólarhring eftir leikinn við KR: „Vissi alveg að það væru ekki tveir boltar“ Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2020 14:30 Rasmus Christiansen og Tobias Thomsen skullu illa saman í leiknum á laugardag. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Mér líður betur í dag en í gær. Ég var með hausverk út kvöldið, og allan daginn í gær,“ segir Rasmus Christiansen, miðvörður Vals, sem varð að fara af velli vegna höfuðmeiðsla í leiknum við KR þegar keppni í Pepsi Max-deildinni hófst á laugardaginn. Rasmus skall með höfuðið saman við Tobias Thomsen í skallaeinvígi í fyrri hálfleik, en hélt áfram leik um stund áður en hann bað um skiptingu. „Þegar þetta gerðist í leiknum þá varð sjónin svolítið trufluð. Maður gæti sagt að ég hafi séð tvöfalt. Ég vissi alveg að það væru ekki tveir boltar inni á vellinum en ég sá hlutina ekki alveg skýrt. Svona var þetta í 10-15 mínútur og varð til þess að ég settist niður, og svo kom höfuðverkurinn. Sjónin er allt í lagi núna og ég er með mikinn minni hausverk. Ég held því að þetta hafi ekki verið neitt meira en högg,“ sagði Rasmus við Vísi í morgun. Höggið sem hann fékk má sjá hér að neðan. Klippa: Rasmus fékk höfuðhögg gegn KR Hann stefnir á að taka þátt í næstu æfingu Vals, á morgun, og mun æfa einn í dag til að meta ástandið betur. „Ég fer kannski ekki beint í einhverjar skallaæfingar strax,“ sagði Rasmus og hló. „Sjúkraþjálfarinn okkar er búinn að fara yfir þetta með mér, gera einhver próf, og við fyrstu skoðun virðist þetta „bara“ vera kúla. Það sé kúlan sem valdi verknum, og þetta sé ekki beint heilahristingur. Ég fann enn mikinn verk í gær en núna finn ég bara verk ef ég ýti á kúluna.“ Rasmus Christiansen varð Íslandsmeistari með Val 2018 en lék svo sem lánsmaður hjá Fjölni í fyrra og átti stóran þátt í að koma liðinu upp í efstu deild.VÍSIR/BÁRA Valsmenn byrja tímabilið án Andra Adolphssonar sem hefur verið frá keppni síðan í lok febrúar eftir höfuðhögg sem hann fékk í leik við ÍBV. Í samtali við Fótbolta.net á dögunum kvaðst Andri vonast til að geta tekið þátt í seinni hluta tímabilsins. Alvarleiki meiðsla hans eru Rasmusi og öðrum víti til varnaðar, þó að Rasmus hafi reynt að harka af sér í korter eftir höfuðhöggið: „Ég var ekki beint að spá í að þetta væri erfitt, maður er svo einbeittur á leikinn, en það var alltaf eitthvað að trufla. Á endanum fannst mér að ég væri ekki að gera mikið gagn með því að vera inni á. Í ljósi þess að Andri Adolphsson er að glíma við höfuðmeiðsli núna, ekki það að maður hugsi beint um það í hita leiksins, þá er maður líka meðvitaður um hvað þetta er hættulegt.“ Klippa: Sigurmark KR á Hlíðarenda Rasmus og Orri Sigurður Ómarsson mynduðu miðvarðapar Vals gegn KR, í leiknum sem KR vann 1-0, en Eiður Aron Sigurbjörnsson varð að gera sér sæti á varamannabekknum. Eiður leysti svo Rasmus af hólmi og samkeppnin er augljóslega mikil um sæti í liðinu: „Það er auðvitað alltaf skemmtilegra að byrja fótboltaleiki en ekki, en ég geri mér alveg grein fyrir því að við erum með hörkulið bæði í varnarstöðunum og sóknarstöðunum. Maður tekur þá leiki sem maður fær, en svo er alveg líklegt að Heimir og Túfa [þjálfarar Vals] breyti til yfir leiktíðina, til að nýta þessa góðu breidd sem við erum með. Ég veit því ekki hvort ég spila alla leiki en það var gaman að byrja fyrsta leik.“ Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Rúnar Kristins með 16-4 tak á Heimi Guðjóns Rúnar Kristinsson hefur fagnað sigri tvöfalt oftar en Heimir Guðjónsson í innbyrðis leikjum liða þeirra í úrvalsdeild. 15. júní 2020 12:30 Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína með 1-0 sigri á Val að Hlíðarenda. 15. júní 2020 08:00 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 0-1 | Meistararnir halda áfram þar sem frá var horfið Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 23:00 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira
„Mér líður betur í dag en í gær. Ég var með hausverk út kvöldið, og allan daginn í gær,“ segir Rasmus Christiansen, miðvörður Vals, sem varð að fara af velli vegna höfuðmeiðsla í leiknum við KR þegar keppni í Pepsi Max-deildinni hófst á laugardaginn. Rasmus skall með höfuðið saman við Tobias Thomsen í skallaeinvígi í fyrri hálfleik, en hélt áfram leik um stund áður en hann bað um skiptingu. „Þegar þetta gerðist í leiknum þá varð sjónin svolítið trufluð. Maður gæti sagt að ég hafi séð tvöfalt. Ég vissi alveg að það væru ekki tveir boltar inni á vellinum en ég sá hlutina ekki alveg skýrt. Svona var þetta í 10-15 mínútur og varð til þess að ég settist niður, og svo kom höfuðverkurinn. Sjónin er allt í lagi núna og ég er með mikinn minni hausverk. Ég held því að þetta hafi ekki verið neitt meira en högg,“ sagði Rasmus við Vísi í morgun. Höggið sem hann fékk má sjá hér að neðan. Klippa: Rasmus fékk höfuðhögg gegn KR Hann stefnir á að taka þátt í næstu æfingu Vals, á morgun, og mun æfa einn í dag til að meta ástandið betur. „Ég fer kannski ekki beint í einhverjar skallaæfingar strax,“ sagði Rasmus og hló. „Sjúkraþjálfarinn okkar er búinn að fara yfir þetta með mér, gera einhver próf, og við fyrstu skoðun virðist þetta „bara“ vera kúla. Það sé kúlan sem valdi verknum, og þetta sé ekki beint heilahristingur. Ég fann enn mikinn verk í gær en núna finn ég bara verk ef ég ýti á kúluna.“ Rasmus Christiansen varð Íslandsmeistari með Val 2018 en lék svo sem lánsmaður hjá Fjölni í fyrra og átti stóran þátt í að koma liðinu upp í efstu deild.VÍSIR/BÁRA Valsmenn byrja tímabilið án Andra Adolphssonar sem hefur verið frá keppni síðan í lok febrúar eftir höfuðhögg sem hann fékk í leik við ÍBV. Í samtali við Fótbolta.net á dögunum kvaðst Andri vonast til að geta tekið þátt í seinni hluta tímabilsins. Alvarleiki meiðsla hans eru Rasmusi og öðrum víti til varnaðar, þó að Rasmus hafi reynt að harka af sér í korter eftir höfuðhöggið: „Ég var ekki beint að spá í að þetta væri erfitt, maður er svo einbeittur á leikinn, en það var alltaf eitthvað að trufla. Á endanum fannst mér að ég væri ekki að gera mikið gagn með því að vera inni á. Í ljósi þess að Andri Adolphsson er að glíma við höfuðmeiðsli núna, ekki það að maður hugsi beint um það í hita leiksins, þá er maður líka meðvitaður um hvað þetta er hættulegt.“ Klippa: Sigurmark KR á Hlíðarenda Rasmus og Orri Sigurður Ómarsson mynduðu miðvarðapar Vals gegn KR, í leiknum sem KR vann 1-0, en Eiður Aron Sigurbjörnsson varð að gera sér sæti á varamannabekknum. Eiður leysti svo Rasmus af hólmi og samkeppnin er augljóslega mikil um sæti í liðinu: „Það er auðvitað alltaf skemmtilegra að byrja fótboltaleiki en ekki, en ég geri mér alveg grein fyrir því að við erum með hörkulið bæði í varnarstöðunum og sóknarstöðunum. Maður tekur þá leiki sem maður fær, en svo er alveg líklegt að Heimir og Túfa [þjálfarar Vals] breyti til yfir leiktíðina, til að nýta þessa góðu breidd sem við erum með. Ég veit því ekki hvort ég spila alla leiki en það var gaman að byrja fyrsta leik.“
Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Rúnar Kristins með 16-4 tak á Heimi Guðjóns Rúnar Kristinsson hefur fagnað sigri tvöfalt oftar en Heimir Guðjónsson í innbyrðis leikjum liða þeirra í úrvalsdeild. 15. júní 2020 12:30 Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína með 1-0 sigri á Val að Hlíðarenda. 15. júní 2020 08:00 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 0-1 | Meistararnir halda áfram þar sem frá var horfið Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 23:00 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira
Rúnar Kristins með 16-4 tak á Heimi Guðjóns Rúnar Kristinsson hefur fagnað sigri tvöfalt oftar en Heimir Guðjónsson í innbyrðis leikjum liða þeirra í úrvalsdeild. 15. júní 2020 12:30
Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína með 1-0 sigri á Val að Hlíðarenda. 15. júní 2020 08:00
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 0-1 | Meistararnir halda áfram þar sem frá var horfið Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 23:00