Erlent

Þrjár stunguárásir, nauðgun og andlát á ólöglegum samkomum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan áætlar að um sex þúsund manns hafi sótt samkomurnar tvær. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Lögreglan áætlar að um sex þúsund manns hafi sótt samkomurnar tvær. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint. Stringer/EPA

Tvítugur maður lést, einni konu var nauðgað og minnst þrír hafa lent í stunguárás á tveimur ólöglegum samkomum á stór-Manchester svæðinu í Englandi. Alls sóttu sex þúsund manns samkomurnar, sem fram fóru í gær.

Um er að ræða tónlistarböll (e. rave) sem blásið var til þrátt fyrir tilmæli til almennings í Bretlandi um að koma ekki saman til þess að forða frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Böllin fóru fram í Daisy Nook County-garðinum annars vegar og Carrington hins vegar.

Í Daisy Nook lést tvítugur maður meðan á samkomunni þar stóð, en hann er talinn hafa innbyrt of stóran skammt fíkniefna. Í Carrington urðu síðan þrjár stunguárásir, auk þess sem 18 ára konu var nauðgað, að sögn lögreglunnar á svæðinu. Fórnarlamb einnar stunguárásarinnar er í lífshættu.

Myndir frá vettvangi má meðal annars sjá á vef breska ríkisútvarpsins BBC, þar sem fjallað er um málið. Sjá má straum ungs fólks á leiðinni á ball. Á einum stað mátti sjá stóran borða sem á stóð „Sóttkvíarball“ (e. Quarantine Rave).Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.