Veður

Hiti gæti farið yfir 20 stig

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Einhvern veginn svona verður veðrið um hádegisbil í dag.
Einhvern veginn svona verður veðrið um hádegisbil í dag. Veðurstofa Íslands/Skjáskot

Í dag má búast við suðlægri átt og fremur hægum vindi, en þó strekkingi vestanlands fram yfir hádegi. Léttskýjað verður á Norðaustur- og Austurlandi, og hitinn þar gæti jafnvel farið yfir 20 stig. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Föstudagur:

Sunnan 5-13 m/s. Bjartviðri NA- og A-lands, en rigning eða súld V-til. Hiti 10 til 15 stig, en 15 til 22 á NA-verðu landinu.

Laugardagur:

Suðvestan 3-8 og skýjað en úrkomulítið. Hiti 7 til 15 stig, mildast A-lands.

Sunnudagur:

Suðlæg átt, 8-13 og rigning með köflum um landið V-vert, en hægari og léttskýjað á NA- og A-landi. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast NA-lands.

Mánudagur:

Suðvestanátt og smáskúrir, en bjartviðri A-lands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á A-landi.

Þriðjudagur og miðvikudagur (lýðveldisdagurinn):

Breytileg átt og víða skúrir, einkum síðdegis. Hiti 8 til 14 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.