Trump krefur CNN um afsökunarbeiðni vegna könnunar sem sýndi Biden með forskot Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2020 19:05 Trump forseti hefur lengi haft horn í síðu CNN-fréttastöðvarinnar sem hann þreytist ekki á að saka um að flytja „falsfréttir“. Nú vill hann að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem var honum ekki í vil, þrátt fyrir að niðurstöður könnunarinnar væru í takti við aðrar sem voru gerðar um svipað leyti. Vísir/Getty Forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot á Trump og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. Könnun sem SSRS gerði fyrir CNN benti til þess að Biden, fyrrverandi varaforseti, væri með fjórtán prósentustiga forskot á Trump á meðal skráðra kjósenda. Vinsældir Trump mældust jafnframt um 38%, þær minnstu frá því að hann leyfði rekstri alríkisstofnana að stöðvast í mánuð til að knýja fram fjárveitingar fyrir landamæramúr í janúar árið 2019. Trump brást argur við könnuninni og tísti um að hann hefði ráðið könnunarfyrirtækið McLaughlin og félaga, sem vinnur kannanir fyrir Repúblikanaflokkinn, til þess að „greina“ könnun CNN og fleiri. Kannanir McLaughlin eru á meðal þeirra ónákvæmustu að mati vefsíðunnar Five Thirty Eight sem metur könnunarfyrirtæki og heldur utan um meðaltal skoðanakannana. „Fölsk könnun“ Bréf framboðsins til CNN er sagt byggjast að miklu leyti á téðri greiningu McLaughlin sem CNN segir að sé fullt af röngum og misvísandi fullyrðingum. Í því er haldið fram að könnunni hafi verið ætlað að „afvegaleiða bandaríska kjósendur með hlutdrægum spurningalista og skökku úrtaki“. „Þetta er bragð og fölsk könnun til þess að bæla kjörsókn, stöðva meðbyr og áhuga fyrir forsetanum og leggja fram falska sýn almennt af núverandi stuðningi við forsetann um öll Bandaríkin,“ segir í bréfinu sem Jenna Ellis, aðallögfræðiráðgjafi framboðsins, og Michael Glassner, rekstrarstjóri þess, skrifa undir. Könnun CNN sem fór svo fyrir brjóstið á Trump og framboði hins skar sig þó ekki úr öðrum skoðanakönnunum sem voru gerðar um svipað leyti. Fjöldi kannanna hefur þannig sýnt Biden með verulegt forskot á Trump undanfarnar vikur, í sumum tilfellum með meira en tíu prósentustigum. Ýmsir þættir skýra hvers vegna hallað hefur undan fæti hjá Trump undanfarið. Honum hefur ekki þótt takast vel til með kórónuveirufaraldurinn og þá hafa viðbrögð hans við mótmælum í kjölfar dauða George Floyd í haldi lögreglunnar í Minneapolis sætt harðri gagnrýni. Mótlætið hefur farið illa í forsetann sem hefur brugðist við á óútreiknanlegan hátt. Á öðrum degi hvítasunnu hótaði hann að beita hernum gegn mótmælendum. Í vikunni tísti hann samsæriskenningu um að maður á áttræðisaldri sem slasaðist alvarlega þegar lögreglumenn í Buffalo hrintu honum væri öfgavinstrisinnaður „útsendari“ og að atvikið hefði mögulega verið sett á svið. Vinsældir Trump hafa sveiflast tiltölulega lítið í gegnum forsetatíð hans og hafa að jafnaði um 41-44% sagst ánægð með störf hans. Meðaltal Five Thirty Eight bendir til þess að vinsældir Trump hafi sigið nokkuð frá því um mánaðamótin mars-apríl og þær séu nú rétt um 41%. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sjá sig sem fanga í Trump-lestinni Kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins telja sig vera fanga í Trump-lestinni og þeir geti ekki hoppað frá borði án þess að missa stöður þeirra á þingi og innan flokksins. 10. júní 2020 15:07 Höfðu ekki lesið og vildu ekki lesa tíst Trump Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa nú í nokkur forðast það af mikilli færni að tjá sig um umdeild tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 10. júní 2020 09:13 „Hann féll hraðar en honum var hrint“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur mögulegt að 75 ára gamall maður sem slasaðist alvarlega þegar lögregluþjónar hrintu honum í jörðina í Buffaloborg sé útsendari Antifa og að um sviðsetningu hafi verið að ræða. 9. júní 2020 14:26 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Sjá meira
Forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot á Trump og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. Könnun sem SSRS gerði fyrir CNN benti til þess að Biden, fyrrverandi varaforseti, væri með fjórtán prósentustiga forskot á Trump á meðal skráðra kjósenda. Vinsældir Trump mældust jafnframt um 38%, þær minnstu frá því að hann leyfði rekstri alríkisstofnana að stöðvast í mánuð til að knýja fram fjárveitingar fyrir landamæramúr í janúar árið 2019. Trump brást argur við könnuninni og tísti um að hann hefði ráðið könnunarfyrirtækið McLaughlin og félaga, sem vinnur kannanir fyrir Repúblikanaflokkinn, til þess að „greina“ könnun CNN og fleiri. Kannanir McLaughlin eru á meðal þeirra ónákvæmustu að mati vefsíðunnar Five Thirty Eight sem metur könnunarfyrirtæki og heldur utan um meðaltal skoðanakannana. „Fölsk könnun“ Bréf framboðsins til CNN er sagt byggjast að miklu leyti á téðri greiningu McLaughlin sem CNN segir að sé fullt af röngum og misvísandi fullyrðingum. Í því er haldið fram að könnunni hafi verið ætlað að „afvegaleiða bandaríska kjósendur með hlutdrægum spurningalista og skökku úrtaki“. „Þetta er bragð og fölsk könnun til þess að bæla kjörsókn, stöðva meðbyr og áhuga fyrir forsetanum og leggja fram falska sýn almennt af núverandi stuðningi við forsetann um öll Bandaríkin,“ segir í bréfinu sem Jenna Ellis, aðallögfræðiráðgjafi framboðsins, og Michael Glassner, rekstrarstjóri þess, skrifa undir. Könnun CNN sem fór svo fyrir brjóstið á Trump og framboði hins skar sig þó ekki úr öðrum skoðanakönnunum sem voru gerðar um svipað leyti. Fjöldi kannanna hefur þannig sýnt Biden með verulegt forskot á Trump undanfarnar vikur, í sumum tilfellum með meira en tíu prósentustigum. Ýmsir þættir skýra hvers vegna hallað hefur undan fæti hjá Trump undanfarið. Honum hefur ekki þótt takast vel til með kórónuveirufaraldurinn og þá hafa viðbrögð hans við mótmælum í kjölfar dauða George Floyd í haldi lögreglunnar í Minneapolis sætt harðri gagnrýni. Mótlætið hefur farið illa í forsetann sem hefur brugðist við á óútreiknanlegan hátt. Á öðrum degi hvítasunnu hótaði hann að beita hernum gegn mótmælendum. Í vikunni tísti hann samsæriskenningu um að maður á áttræðisaldri sem slasaðist alvarlega þegar lögreglumenn í Buffalo hrintu honum væri öfgavinstrisinnaður „útsendari“ og að atvikið hefði mögulega verið sett á svið. Vinsældir Trump hafa sveiflast tiltölulega lítið í gegnum forsetatíð hans og hafa að jafnaði um 41-44% sagst ánægð með störf hans. Meðaltal Five Thirty Eight bendir til þess að vinsældir Trump hafi sigið nokkuð frá því um mánaðamótin mars-apríl og þær séu nú rétt um 41%.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sjá sig sem fanga í Trump-lestinni Kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins telja sig vera fanga í Trump-lestinni og þeir geti ekki hoppað frá borði án þess að missa stöður þeirra á þingi og innan flokksins. 10. júní 2020 15:07 Höfðu ekki lesið og vildu ekki lesa tíst Trump Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa nú í nokkur forðast það af mikilli færni að tjá sig um umdeild tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 10. júní 2020 09:13 „Hann féll hraðar en honum var hrint“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur mögulegt að 75 ára gamall maður sem slasaðist alvarlega þegar lögregluþjónar hrintu honum í jörðina í Buffaloborg sé útsendari Antifa og að um sviðsetningu hafi verið að ræða. 9. júní 2020 14:26 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Sjá meira
Sjá sig sem fanga í Trump-lestinni Kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins telja sig vera fanga í Trump-lestinni og þeir geti ekki hoppað frá borði án þess að missa stöður þeirra á þingi og innan flokksins. 10. júní 2020 15:07
Höfðu ekki lesið og vildu ekki lesa tíst Trump Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa nú í nokkur forðast það af mikilli færni að tjá sig um umdeild tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 10. júní 2020 09:13
„Hann féll hraðar en honum var hrint“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur mögulegt að 75 ára gamall maður sem slasaðist alvarlega þegar lögregluþjónar hrintu honum í jörðina í Buffaloborg sé útsendari Antifa og að um sviðsetningu hafi verið að ræða. 9. júní 2020 14:26