Tugum milljóna veðjað á 1. umferð bikarsins Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2020 23:00 Leikur Álftaness og Fram var meðal þeirra sem veðjað var á um helgina en þar fóru Framarar með sigur af hólmi. VÍSIR/HAG Getspakir, og minna getspakir, fótboltaáhugamenn veðjuðu samtals fyrir að minnsta kosti um 20 milljónir króna á leiki í 1. umferð Mjólkurbikarsins í fótbolta. Veðmálasíðan Coolbet greinir frá því á Twitter að heildarvelta vegna bikarleikjanna í 1. umferð, þegar einum leik var ólokið, hafi verið 18.132.000 krónur. Þá eru ótaldar þær krónur sem veðjað hefur verið á leikina á öðrum erlendum veðmálasíðum á borð við Bwin og William Hill, og ljóst að minnsta kosti að um tugi milljóna er að ræða. Hjá Coolbet var mestu veðjað á leik Selfoss og Snæfells, þar sem í boði var bæði að veðja á úrslit sem og markafjölda í leiknum og úrslit með forgjöf. Tipparar græddu hins vegar samtals mest á leik Mídasar og KM. Mjólkurbikarinn 1.umferð Heildarvelta: 18.132.000 ISK Mest veðjað á: Selfoss - SnæfellMest veðjað á í beinni: Léttir - Reynir S.Við greiddum mest til baka á: Mídas - KMVið greiddum minnst til baka á: Dalvík/Reynir - KF pic.twitter.com/eROCMYwgCY— Coolbet Ísland (@CoolbetIsland) June 8, 2020 Kallað hefur verið eftir því að erlend veðmálafyrirtæki, sem hagnast á leikjum íslenskra liða án þess að króna skili sér í íslenska íþróttahagkerfið, fái að auglýsa á Íslandi. Ljóst er að fyrirtækin hafa mikinn áhuga á því en Jóhann Már Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Vals, sagði í Sportinu í dag í apríl að tvö veðmálafyrirtæki hefðu til að mynda viljað kaupa nafnið á heimavelli Vals fyrir nokkrum árum. Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, sagði við Vísi í síðasta mánuði að samtökin myndu fagna því að geta sótt styrki til erlendra veðmálafyrirtækja en minnti á að Íslensk getspá skilaði umtalsverðum fjármunum til íslenskra íþróttafélaga. „Þessi umræða hefur komið upp áður en það er regluverk á Íslandi sem tekur á þessum hlutum. Öll félög á Íslandi fá umtalsverða fjármuni frá Íslenskri getspá en ef þessi fyrirtæki mættu auglýsa myndi það bara fjölga þeim fyrirtækjum sem félög geta sótt sér styrki til. Þetta er í öllum nágrannalöndum, þar eru þessi fyrirtæki mjög áberandi styrkaraðilar íþróttafélaga,“ sagði Birgir. Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Fjárhættuspil Tengdar fréttir Búbót fyrir félögin ef áfengis- og veðmálaauglýsingar yrðu leyfðar á íþróttaviðburðum Möguleikum íslenskra íþróttafélaga til að sækja sér styrki myndi fjölga ef áfengis- og veðmálaauglýsingar yrðu heimilar á íslenskum íþróttaviðburðum. 1. maí 2020 10:57 Veðmálafyrirtæki vildu kaupa nafnið á Valsvellinum Þegar Valur var að leita að styrktaraðila til að kaupa nafnið á heimavelli félagsins bönkuðu tvö veðmálafyrirtæki upp á. Slíkum fyrirtækjum er óheimilt að auglýsa á íþróttaviðburðum á Íslandi. 28. apríl 2020 16:15 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Sjá meira
Getspakir, og minna getspakir, fótboltaáhugamenn veðjuðu samtals fyrir að minnsta kosti um 20 milljónir króna á leiki í 1. umferð Mjólkurbikarsins í fótbolta. Veðmálasíðan Coolbet greinir frá því á Twitter að heildarvelta vegna bikarleikjanna í 1. umferð, þegar einum leik var ólokið, hafi verið 18.132.000 krónur. Þá eru ótaldar þær krónur sem veðjað hefur verið á leikina á öðrum erlendum veðmálasíðum á borð við Bwin og William Hill, og ljóst að minnsta kosti að um tugi milljóna er að ræða. Hjá Coolbet var mestu veðjað á leik Selfoss og Snæfells, þar sem í boði var bæði að veðja á úrslit sem og markafjölda í leiknum og úrslit með forgjöf. Tipparar græddu hins vegar samtals mest á leik Mídasar og KM. Mjólkurbikarinn 1.umferð Heildarvelta: 18.132.000 ISK Mest veðjað á: Selfoss - SnæfellMest veðjað á í beinni: Léttir - Reynir S.Við greiddum mest til baka á: Mídas - KMVið greiddum minnst til baka á: Dalvík/Reynir - KF pic.twitter.com/eROCMYwgCY— Coolbet Ísland (@CoolbetIsland) June 8, 2020 Kallað hefur verið eftir því að erlend veðmálafyrirtæki, sem hagnast á leikjum íslenskra liða án þess að króna skili sér í íslenska íþróttahagkerfið, fái að auglýsa á Íslandi. Ljóst er að fyrirtækin hafa mikinn áhuga á því en Jóhann Már Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Vals, sagði í Sportinu í dag í apríl að tvö veðmálafyrirtæki hefðu til að mynda viljað kaupa nafnið á heimavelli Vals fyrir nokkrum árum. Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, sagði við Vísi í síðasta mánuði að samtökin myndu fagna því að geta sótt styrki til erlendra veðmálafyrirtækja en minnti á að Íslensk getspá skilaði umtalsverðum fjármunum til íslenskra íþróttafélaga. „Þessi umræða hefur komið upp áður en það er regluverk á Íslandi sem tekur á þessum hlutum. Öll félög á Íslandi fá umtalsverða fjármuni frá Íslenskri getspá en ef þessi fyrirtæki mættu auglýsa myndi það bara fjölga þeim fyrirtækjum sem félög geta sótt sér styrki til. Þetta er í öllum nágrannalöndum, þar eru þessi fyrirtæki mjög áberandi styrkaraðilar íþróttafélaga,“ sagði Birgir.
Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Fjárhættuspil Tengdar fréttir Búbót fyrir félögin ef áfengis- og veðmálaauglýsingar yrðu leyfðar á íþróttaviðburðum Möguleikum íslenskra íþróttafélaga til að sækja sér styrki myndi fjölga ef áfengis- og veðmálaauglýsingar yrðu heimilar á íslenskum íþróttaviðburðum. 1. maí 2020 10:57 Veðmálafyrirtæki vildu kaupa nafnið á Valsvellinum Þegar Valur var að leita að styrktaraðila til að kaupa nafnið á heimavelli félagsins bönkuðu tvö veðmálafyrirtæki upp á. Slíkum fyrirtækjum er óheimilt að auglýsa á íþróttaviðburðum á Íslandi. 28. apríl 2020 16:15 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Sjá meira
Búbót fyrir félögin ef áfengis- og veðmálaauglýsingar yrðu leyfðar á íþróttaviðburðum Möguleikum íslenskra íþróttafélaga til að sækja sér styrki myndi fjölga ef áfengis- og veðmálaauglýsingar yrðu heimilar á íslenskum íþróttaviðburðum. 1. maí 2020 10:57
Veðmálafyrirtæki vildu kaupa nafnið á Valsvellinum Þegar Valur var að leita að styrktaraðila til að kaupa nafnið á heimavelli félagsins bönkuðu tvö veðmálafyrirtæki upp á. Slíkum fyrirtækjum er óheimilt að auglýsa á íþróttaviðburðum á Íslandi. 28. apríl 2020 16:15