Enski boltinn

Enska úrvalsdeildin staðfestir fimm skiptingar og níu varamenn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Frank Lampard getur nú valið níu varamenn á bekkinn hjá Chelsea.
Frank Lampard getur nú valið níu varamenn á bekkinn hjá Chelsea. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar funduðu í dag. Þar var ákveðið að leyfa níu varamenn þegar deildin fer aftur af stað og að skipta megi fimm af þeim inn á.

Þetta kom fram í tilkynningu frá deildinni nú rétt í þessu.

Enska úrvalsdeildin í fótbolta fer aftur af stað á Þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga, 17. júní, eftir hartnær þriggja mánaða hlé vegna kórónufaraldursins. Líkt og í öðrum deildum verður regluverk deildarinnar öðruvísi til að koma til móts við félögin og þann stutta tíma sem þau hafa fengið til undirbúa sig.

Liðin munu leika þétt og ljóst að meiðslahætta verður mikil. Til að félögin geti stjórnað álagi leikmanna betur hefur verið ákveðið að leyfa níu varamenn og fimm skiptingar í hverjum leik. Sama fyrirkomulag verður í Pepsi Max deildum karla og kvenna þegar þær hefjast.

Liðin geta þó aðeins stöðvað leikinn þrisvar til að gera skiptingar. Svo ekki er hægt að stöðva leikinn fimm sinnum til að gera eina skiptingu í einu.

Alls voru sextán félög samþykkt reglubreytingunum í ensku úrvalsdeildinni en fjögur voru mótfallin. Ekki kemur fram hvað hvert félag kaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×