Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2020 19:49 Vopnaðir mótmælendur við ríkisþinghúsið í Lansing í Michigan. Í bakgrunni stendur mótmælandi með skilti þar sem ríkisstjóranum Gretchen Whitmer er líkt við nasistaforingjanna Adolf Hitler vegna sóttvarnaaðgerðanna. AP/Paul Sancya Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. Fjöldi ríkja í Bandaríkjunum hafa skipað íbúum að halda sig heima til að takmarka útbreiðslu faraldursins. Sumir hópar íhaldsmanna hafa verið ósáttir við þau fyrirmæli og boðuðu mótmæli í þremur ríkjum í dag, í trássi við tilmæli yfirvalda. Þeir krefjast þess að takmörkunum verði aflétt strax. Trump virtist lýsa yfir stuðningi við þau mótmæli þegar hann tísti „FRELSIÐ MINNESOTA“, „FRELSIÐ MICHIGAN“ og „FRELSIÐ VIRGINÍU“ í dag. Ríkin þrjú eiga það sameiginlegt að ríkisstjórar þeirra eru demókratar. LIBERATE MINNESOTA!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 17, 2020 Kröfur mótmælendanna sem Trump virðist styðja stangast þó á við ráðleggingar alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir. Starfshópur Hvíta hússins kynnti leiðbeiningar um að ríkin ættu að aflétta takmörkunum vegna faraldursins hægt í gær. Washington Post segir að tístin frá Trump hafi komið rétt eftir að sjónvarpsstöðin Fox News sendi út umfjöllun um hóp sem kallar sig „Frelsum Minnesota“ og skipulagði mótmæli fyrir utan ríkisstjórasetrið þar í dag. Trump ver löngum stundum í að horfa á Fox News. Mótmælendur stöðvuðu umferð við ríkisþinghúsið í Lansing í Michigan á miðvikudag. Þeir eru ósáttir við að ríkisstjórinni skipi áfram fyrir að íbúar haldi sig heima og fyrirtæki verði lokuð vegna faraldursins.Vísir/EPA Slær úr og í um hlutverk ríkisstjóranna Mótmæli gegn sóttvarnaráðstöfunum í Michigan í gær trufluðu umferð í miðborg ríkishöfuðborgarinnar Lansing. Þar kom hópur fólks með rauður derhúfur með slagorði Trump forseta áletruðu saman og kyrjaði meðal annars „Læsið hana inni!“ um ríkisstjórann Gretchen Whitmer sem Trump hefur ítrekað gagnrýnt undanfarna daga. Whitmer sagði að mótmælin ykju hættuna á að framlengja þyrfti tilmæli um að fólk héldi sig heima með því að gera stóran hóp fólks útsettan fyrir smiti. Skilaboð Trump um sóttvarnaaðgerðirnar hafa sveiflast verulega dag frá degi. Fyrr í vikunni sagðist hann hafa „algert vald“ um hvenær aðgerðum yrði aflétt í einstökum ríkjum þrátt fyrir að hann hafi það ekki. Í gær varpaði hann allri ábyrgð á aðgerðunum á ríkisstjóra einstakra ríkja. Í dag reyndi hann svo að hvetja til mótmæla gegn aðgerðum ríkjanna. Ríkisstjórar úr báðum flokkum hafa sagst ætla að fara varlega í að aflétta takmörkunum í dag. Texas varð fyrsta ríkið til að kynna hvernig byrjað yrði að slaka á sóttvarnaraðgerðunum. Sum ríkin hafa þó áhyggjur af því að til að hægt sé að koma þjóðlífinu aftur í hefðbundið horf þurfi meiriháttar skimum fyrir veirunni að fara fram. Það sé ekki hægt án aðstoðar alríkisstjórnar Trump. Sjálfur hefur Trump vísað á ríkisstjórana sjálfa um skimun fyrir veirunni líkt og hann hefur einnig gert um nauðsynlegan búnað eins og öndunarvélar og hlífðarbúnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Trump líkir sér við skipstjórann á Bounty í deilum við ríkisstjóra Deilur Donalds Trump Bandaríkjaforseta við ríkisstjóra sem hafa tekið upp samráð um viðbrögð við kórónuveirufaraldurinn héldu áfram í dag. Líkti forsetinn sér meðal annars við skipstjórann á bresku skútunni Bounty sem var settur af í uppreisn skipverja. 14. apríl 2020 22:45 Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. 14. apríl 2020 06:49 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. Fjöldi ríkja í Bandaríkjunum hafa skipað íbúum að halda sig heima til að takmarka útbreiðslu faraldursins. Sumir hópar íhaldsmanna hafa verið ósáttir við þau fyrirmæli og boðuðu mótmæli í þremur ríkjum í dag, í trássi við tilmæli yfirvalda. Þeir krefjast þess að takmörkunum verði aflétt strax. Trump virtist lýsa yfir stuðningi við þau mótmæli þegar hann tísti „FRELSIÐ MINNESOTA“, „FRELSIÐ MICHIGAN“ og „FRELSIÐ VIRGINÍU“ í dag. Ríkin þrjú eiga það sameiginlegt að ríkisstjórar þeirra eru demókratar. LIBERATE MINNESOTA!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 17, 2020 Kröfur mótmælendanna sem Trump virðist styðja stangast þó á við ráðleggingar alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir. Starfshópur Hvíta hússins kynnti leiðbeiningar um að ríkin ættu að aflétta takmörkunum vegna faraldursins hægt í gær. Washington Post segir að tístin frá Trump hafi komið rétt eftir að sjónvarpsstöðin Fox News sendi út umfjöllun um hóp sem kallar sig „Frelsum Minnesota“ og skipulagði mótmæli fyrir utan ríkisstjórasetrið þar í dag. Trump ver löngum stundum í að horfa á Fox News. Mótmælendur stöðvuðu umferð við ríkisþinghúsið í Lansing í Michigan á miðvikudag. Þeir eru ósáttir við að ríkisstjórinni skipi áfram fyrir að íbúar haldi sig heima og fyrirtæki verði lokuð vegna faraldursins.Vísir/EPA Slær úr og í um hlutverk ríkisstjóranna Mótmæli gegn sóttvarnaráðstöfunum í Michigan í gær trufluðu umferð í miðborg ríkishöfuðborgarinnar Lansing. Þar kom hópur fólks með rauður derhúfur með slagorði Trump forseta áletruðu saman og kyrjaði meðal annars „Læsið hana inni!“ um ríkisstjórann Gretchen Whitmer sem Trump hefur ítrekað gagnrýnt undanfarna daga. Whitmer sagði að mótmælin ykju hættuna á að framlengja þyrfti tilmæli um að fólk héldi sig heima með því að gera stóran hóp fólks útsettan fyrir smiti. Skilaboð Trump um sóttvarnaaðgerðirnar hafa sveiflast verulega dag frá degi. Fyrr í vikunni sagðist hann hafa „algert vald“ um hvenær aðgerðum yrði aflétt í einstökum ríkjum þrátt fyrir að hann hafi það ekki. Í gær varpaði hann allri ábyrgð á aðgerðunum á ríkisstjóra einstakra ríkja. Í dag reyndi hann svo að hvetja til mótmæla gegn aðgerðum ríkjanna. Ríkisstjórar úr báðum flokkum hafa sagst ætla að fara varlega í að aflétta takmörkunum í dag. Texas varð fyrsta ríkið til að kynna hvernig byrjað yrði að slaka á sóttvarnaraðgerðunum. Sum ríkin hafa þó áhyggjur af því að til að hægt sé að koma þjóðlífinu aftur í hefðbundið horf þurfi meiriháttar skimum fyrir veirunni að fara fram. Það sé ekki hægt án aðstoðar alríkisstjórnar Trump. Sjálfur hefur Trump vísað á ríkisstjórana sjálfa um skimun fyrir veirunni líkt og hann hefur einnig gert um nauðsynlegan búnað eins og öndunarvélar og hlífðarbúnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk.
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Trump líkir sér við skipstjórann á Bounty í deilum við ríkisstjóra Deilur Donalds Trump Bandaríkjaforseta við ríkisstjóra sem hafa tekið upp samráð um viðbrögð við kórónuveirufaraldurinn héldu áfram í dag. Líkti forsetinn sér meðal annars við skipstjórann á bresku skútunni Bounty sem var settur af í uppreisn skipverja. 14. apríl 2020 22:45 Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. 14. apríl 2020 06:49 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00
Trump líkir sér við skipstjórann á Bounty í deilum við ríkisstjóra Deilur Donalds Trump Bandaríkjaforseta við ríkisstjóra sem hafa tekið upp samráð um viðbrögð við kórónuveirufaraldurinn héldu áfram í dag. Líkti forsetinn sér meðal annars við skipstjórann á bresku skútunni Bounty sem var settur af í uppreisn skipverja. 14. apríl 2020 22:45
Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. 14. apríl 2020 06:49
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent