Lampard vill stokka upp í leikmannahópi Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júní 2020 23:00 Lampard stefnir á miklar breytingar á leikmannahópi Chelsea í sumar. EPA-EFE/WILL OLIVER Frank Lampard, núverandi þjálfari og fyrrum leikmaður enska knattspyrnufélagsins Chelsea, hefur fengið grænt ljós frá eiganda liðsins, rússneska auðjöfrinum Roman Abramovich, til að styrkja liðið til muna þegar félagaskiptaglugginn opnar á nýjan leik í sumar. Chelsea hefur eytt litlu í leikmenn undanfarin ár ásamt því að félaginu var bannað að kaupa leikmenn eftir að hafa brotið félagaskiptareglur Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Þá var landvistarleyfi Abramovich ekki endurnýjað fyrir tveimur árum og var talið að áhugi Rússans færi dvínandi. Íþróttamiðillinn The Athletic greinir frá en samkvæmt heimildum þeirra er Ben Chilwell, vinstri bakvörður Leicester City, helsta skotmark Chelsea í sumar. Að því sögðu þarf félagið þá að selja annan af tveimur vinstri bakvörðunum sem eru nú þegar hjá félaginu. Hinn ítalski Emerson hefur verið orðaður við Ítalíumeistara Juventus og þá er óljóst hvort Marcos Alonso hafi áhuga að vera hjá félaginu ef hann ætti ekki fast sæti í byrjunarliðinu. Juventus ku einnig vera á höttunum á eftir miðjumanninum Jorginho og þá hefur framtíð markvarðarins Kepa Arrizabalaga verið til umræðu en Lampard virðist ekki hafa mikla trú á Spánverjanum sem kostaði rúmlega 70 milljónir punda fyrir aðeins tveimur árum. Chelsea situr sem stendur í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en hún fer aftur af stað eftir rétt rúmar tvær vikur eða þann 17. júní. Mikilvægt er fyrir félagið að ná Meistaradeildarsæti til að geta fengið til sín þá leikmenn sem Lampard vill fá. Ljóst er að Lampard getur dýft sér í digra sjóði félagsins en það fjármagn sem kom inn fyrir Eden Hazard og Alvaro Morata síðasta sumar – ríflega 140 milljónir punda – mun að mestu fara í nýja leikmenn. Tveir af launahærri leikmönnum liðsins, vængmennirnir Willian og Pedro, renna út á samning í sumar og virðist sem þeir fái ekki nýja samninga á Stamford Bridge. Félagið hefur nú þegar staðfest komu Hakim Ziyech frá Ajax en hann mun ganga til liðs við Chelsea í sumar. Það er ljóst að leikmannahópur Chelsea mun taka stakkaskiptum í sumar en félagið er orðað við leikmenn á borð við Kai Havertz [Bayer Leverkusen], Jadon Sancho [Borussia Dortmund], Moussa Dembele [Lyon] og Timo Werner [RB Leipzig] ásamt Ben Chilwell. Allir þessir leikmenn eru ungir að árum og virðist sem Lampard sé að reyna minnka meðalaldur leikmannahóps síns. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mainz bað Klopp um að kaupa Werner strax Twitter-síða þýska úrvalsdeildarliðið Mainz sló á létta strengi eftir að Timo Werner skoraði þrjú mörk gegn þeim um helgina en þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem Werner gerði Mainz lífið leitt. 26. maí 2020 10:30 Kante æfði ekki með Chelsea í dag af ótta við veiruna Það var enginn N’Golo Kante sjáanlegur á æfingu Chelsea í dag og Matt Law, blaðamaður á The Telegraph, segir að það eigi sér eðlilega skýringu. Hann hafi fengið frí frá æfingu dagsins og óvíst hvenær hann æfir aftur með liðinu. 20. maí 2020 20:14 Kallaði Hudson-Odoi fífl og vill setja hann í bann eftir handtökuna Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan vandaði Callum Hudson-Odoi ekki kveðjurnar á Twitter í gær en vængmaður Chelsea var handtekinn á sunnudagskvöldið eftir að fyrirsæta sem hafði komið í heimsókn var flutt burt í sjúkrabíl. 19. maí 2020 07:00 Chelsea og Juventus mögulega að fara að gera eins og þeir gera í NBA Viðræður Chelsea og Juventus eru sagðar snúast um möguleg leikmannaskipti eins og þekkist í bandarísku íþróttalífi. 14. maí 2020 14:30 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Frank Lampard, núverandi þjálfari og fyrrum leikmaður enska knattspyrnufélagsins Chelsea, hefur fengið grænt ljós frá eiganda liðsins, rússneska auðjöfrinum Roman Abramovich, til að styrkja liðið til muna þegar félagaskiptaglugginn opnar á nýjan leik í sumar. Chelsea hefur eytt litlu í leikmenn undanfarin ár ásamt því að félaginu var bannað að kaupa leikmenn eftir að hafa brotið félagaskiptareglur Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Þá var landvistarleyfi Abramovich ekki endurnýjað fyrir tveimur árum og var talið að áhugi Rússans færi dvínandi. Íþróttamiðillinn The Athletic greinir frá en samkvæmt heimildum þeirra er Ben Chilwell, vinstri bakvörður Leicester City, helsta skotmark Chelsea í sumar. Að því sögðu þarf félagið þá að selja annan af tveimur vinstri bakvörðunum sem eru nú þegar hjá félaginu. Hinn ítalski Emerson hefur verið orðaður við Ítalíumeistara Juventus og þá er óljóst hvort Marcos Alonso hafi áhuga að vera hjá félaginu ef hann ætti ekki fast sæti í byrjunarliðinu. Juventus ku einnig vera á höttunum á eftir miðjumanninum Jorginho og þá hefur framtíð markvarðarins Kepa Arrizabalaga verið til umræðu en Lampard virðist ekki hafa mikla trú á Spánverjanum sem kostaði rúmlega 70 milljónir punda fyrir aðeins tveimur árum. Chelsea situr sem stendur í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en hún fer aftur af stað eftir rétt rúmar tvær vikur eða þann 17. júní. Mikilvægt er fyrir félagið að ná Meistaradeildarsæti til að geta fengið til sín þá leikmenn sem Lampard vill fá. Ljóst er að Lampard getur dýft sér í digra sjóði félagsins en það fjármagn sem kom inn fyrir Eden Hazard og Alvaro Morata síðasta sumar – ríflega 140 milljónir punda – mun að mestu fara í nýja leikmenn. Tveir af launahærri leikmönnum liðsins, vængmennirnir Willian og Pedro, renna út á samning í sumar og virðist sem þeir fái ekki nýja samninga á Stamford Bridge. Félagið hefur nú þegar staðfest komu Hakim Ziyech frá Ajax en hann mun ganga til liðs við Chelsea í sumar. Það er ljóst að leikmannahópur Chelsea mun taka stakkaskiptum í sumar en félagið er orðað við leikmenn á borð við Kai Havertz [Bayer Leverkusen], Jadon Sancho [Borussia Dortmund], Moussa Dembele [Lyon] og Timo Werner [RB Leipzig] ásamt Ben Chilwell. Allir þessir leikmenn eru ungir að árum og virðist sem Lampard sé að reyna minnka meðalaldur leikmannahóps síns.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mainz bað Klopp um að kaupa Werner strax Twitter-síða þýska úrvalsdeildarliðið Mainz sló á létta strengi eftir að Timo Werner skoraði þrjú mörk gegn þeim um helgina en þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem Werner gerði Mainz lífið leitt. 26. maí 2020 10:30 Kante æfði ekki með Chelsea í dag af ótta við veiruna Það var enginn N’Golo Kante sjáanlegur á æfingu Chelsea í dag og Matt Law, blaðamaður á The Telegraph, segir að það eigi sér eðlilega skýringu. Hann hafi fengið frí frá æfingu dagsins og óvíst hvenær hann æfir aftur með liðinu. 20. maí 2020 20:14 Kallaði Hudson-Odoi fífl og vill setja hann í bann eftir handtökuna Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan vandaði Callum Hudson-Odoi ekki kveðjurnar á Twitter í gær en vængmaður Chelsea var handtekinn á sunnudagskvöldið eftir að fyrirsæta sem hafði komið í heimsókn var flutt burt í sjúkrabíl. 19. maí 2020 07:00 Chelsea og Juventus mögulega að fara að gera eins og þeir gera í NBA Viðræður Chelsea og Juventus eru sagðar snúast um möguleg leikmannaskipti eins og þekkist í bandarísku íþróttalífi. 14. maí 2020 14:30 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Mainz bað Klopp um að kaupa Werner strax Twitter-síða þýska úrvalsdeildarliðið Mainz sló á létta strengi eftir að Timo Werner skoraði þrjú mörk gegn þeim um helgina en þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem Werner gerði Mainz lífið leitt. 26. maí 2020 10:30
Kante æfði ekki með Chelsea í dag af ótta við veiruna Það var enginn N’Golo Kante sjáanlegur á æfingu Chelsea í dag og Matt Law, blaðamaður á The Telegraph, segir að það eigi sér eðlilega skýringu. Hann hafi fengið frí frá æfingu dagsins og óvíst hvenær hann æfir aftur með liðinu. 20. maí 2020 20:14
Kallaði Hudson-Odoi fífl og vill setja hann í bann eftir handtökuna Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan vandaði Callum Hudson-Odoi ekki kveðjurnar á Twitter í gær en vængmaður Chelsea var handtekinn á sunnudagskvöldið eftir að fyrirsæta sem hafði komið í heimsókn var flutt burt í sjúkrabíl. 19. maí 2020 07:00
Chelsea og Juventus mögulega að fara að gera eins og þeir gera í NBA Viðræður Chelsea og Juventus eru sagðar snúast um möguleg leikmannaskipti eins og þekkist í bandarísku íþróttalífi. 14. maí 2020 14:30