Enski boltinn

Enska úrvalsdeildin mun fara fram þó leikmannahópar liðanna verði þunnskipaðir

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lið munu spila þó mikið verði um meiðsli.
Lið munu spila þó mikið verði um meiðsli. EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY

Eftir að enska úrvalsdeildin fer aftur af stað er ljóst að lítið má út af bregða til að öll lið nái að klára sína leiki á tilsettum tíma. The Guardian greinir frá að á fundi stjórnarmanna fyrir helgi hafi verið rætt hvað gera skal ef leikmannahópar liðsins verði orðnir þunnskipaðir vegna meiðsla.

Það verður spilað.

Karren Brady, varaformaður West Ham United, staðfesti í samtali við The Guardian að fjölgun meiðsla hefði verið rætt eftir að leikmenn í þýsku úrvalsdeildinni væru að meiðast í hrönnum. Þá er ljóst að ef leikmenn greinast með kórónuveiruna þurfa þeir að fara samstundis í einangrun og geta þar af leiðandi ekki spilað.

Því er ljóst að leikmannahópar ensku úrvalsdeildarfélaganna, sem flestir eru nægilega stórir til að ráða við langt og strembið tímabil, gætu orðið heldur þunnskaðir heldur fljótt.

„Það hafa verið áhyggjur uppi varðandi hvað gerist ef ekki er hægt að spila hefðbundnu eða sterkasta byrjunarliðinu. Ef það eru fimmtán leikfærir leikmenn, þar af markvörður úr aðal- eða U23 liði félaganna þá munu leikirnir fara fram,“ sagði Brady meðal annars við The Guardian.

Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað þann 17. júní og þremur dögum síðar hefst enska B-deildin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.