Haukur Páll telur að tímabilið í ár verði ólíkt því sem við sáum í fyrra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2020 18:15 Haukur Páll segir Valsliðið klárt í að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Mynd/Stöð 2 Sport Valsmenn ullu miklum vonbrigðum á síðustu leiktíð þegar liðið endaði í sjötta sæti deildarinnar og náðu ekki að tryggja sér Evrópusæti. Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, segir félagið stefna á að vera í toppbaráttu í sumar en hann ræddi við Gaupa fyrir Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið við Hauk sem og alla frétt Gaupa má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Það voru vonbrigði, síðasta tímabil. Við erum búnir að æfa vel vel og teljum okkur vera tilbúna. Núna nýtum við þessa daga í að fínpússa hluti sem hafa ekki verið í lagi í leikjunum. Þannig að við ætlum okkur að vera 100 prósent klárir,“ sagði Haukur Páll, fyrirliði Vals, þegar Gaupi ræddi við hann fyrr í dag. „Við erum búnir að æfa vel, höfum svo sem gert það undanfarin ár líka en þetta er búið að vera skrítið undirbúningstímabil. Erum búnir að vera æfa mikið sjálfir og mikið af hlaupum sem tíðkast kannski ekki mikið í dag. Hér áður fyrr var mikið um útihlaup en þau eru svo gott sem horfin í dag,“ sagði Haukur kíminn en útihlaupin hlutu endurnýjun lífdaga á meðan liðin gátu ekki æft sökum kórónufaraldursins. Valur stefnir á að vera í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í haust en nóg af liðum stefna á þann stóra í ár. „Miðað við hvernig menn eru að spá verða mörg lið að berjast um titilinn og við ætlum að vera eitt af þeim. Maður hefur lítið séð af liðunum í vetur en þetta verður vonandi jafnt og skemmtilegt mót. Þetta verður öðruvísi mót en í fyrra þar sem KR stakk af,“ sagði Haukur spakur um mögulega toppbaráttu Valsmanna í sumar. Valur heimsótti Breiðablik í gær þar sem leikar fóru 3-3. Haukur Páll þurfti því miður að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla en hann segir heilsuna góða. „Hún [heilsan] er þokkaleg, þetta var aðallega smá vesen á hælnum á mér en ég verð töluvert meira inn á vellinum þetta sumar vonandi,“ sagði Haukur að lokum en hann hefur verið einkar óheppinn með meiðsli undanfarin ár. Valur fær erkifjendur sína úr Vesturbæ Reykjavíkur í heimsókn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla þann 13. júní. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Klippa: Haukur Páll er spenntur fyrir komandi tímabili Fótbolti Íslenski boltinn Valur Sportpakkinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin í fjörugu jafntefli Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli Pepsi Max deildarlið Vals og Breiðabliks gerðu 3-3 jafntefli á Kópavogsvelli í gærkvöld. 1. júní 2020 10:45 Heimir segir leikmannahóp Vals tilbúinn fyrir sumarið Heimir Guðjónsson segir leikmannahóp Vals kláran fyrir sumarið. 31. maí 2020 23:00 Markasúpa er Breiðablik og Valur gerðu jafntefli Breiðablik og Valur gerðu jafntefli í hörkuleik á Kópavogsvelli í kvöld. 31. maí 2020 21:00 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Valsmenn ullu miklum vonbrigðum á síðustu leiktíð þegar liðið endaði í sjötta sæti deildarinnar og náðu ekki að tryggja sér Evrópusæti. Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, segir félagið stefna á að vera í toppbaráttu í sumar en hann ræddi við Gaupa fyrir Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið við Hauk sem og alla frétt Gaupa má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Það voru vonbrigði, síðasta tímabil. Við erum búnir að æfa vel vel og teljum okkur vera tilbúna. Núna nýtum við þessa daga í að fínpússa hluti sem hafa ekki verið í lagi í leikjunum. Þannig að við ætlum okkur að vera 100 prósent klárir,“ sagði Haukur Páll, fyrirliði Vals, þegar Gaupi ræddi við hann fyrr í dag. „Við erum búnir að æfa vel, höfum svo sem gert það undanfarin ár líka en þetta er búið að vera skrítið undirbúningstímabil. Erum búnir að vera æfa mikið sjálfir og mikið af hlaupum sem tíðkast kannski ekki mikið í dag. Hér áður fyrr var mikið um útihlaup en þau eru svo gott sem horfin í dag,“ sagði Haukur kíminn en útihlaupin hlutu endurnýjun lífdaga á meðan liðin gátu ekki æft sökum kórónufaraldursins. Valur stefnir á að vera í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í haust en nóg af liðum stefna á þann stóra í ár. „Miðað við hvernig menn eru að spá verða mörg lið að berjast um titilinn og við ætlum að vera eitt af þeim. Maður hefur lítið séð af liðunum í vetur en þetta verður vonandi jafnt og skemmtilegt mót. Þetta verður öðruvísi mót en í fyrra þar sem KR stakk af,“ sagði Haukur spakur um mögulega toppbaráttu Valsmanna í sumar. Valur heimsótti Breiðablik í gær þar sem leikar fóru 3-3. Haukur Páll þurfti því miður að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla en hann segir heilsuna góða. „Hún [heilsan] er þokkaleg, þetta var aðallega smá vesen á hælnum á mér en ég verð töluvert meira inn á vellinum þetta sumar vonandi,“ sagði Haukur að lokum en hann hefur verið einkar óheppinn með meiðsli undanfarin ár. Valur fær erkifjendur sína úr Vesturbæ Reykjavíkur í heimsókn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla þann 13. júní. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Klippa: Haukur Páll er spenntur fyrir komandi tímabili
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Sportpakkinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin í fjörugu jafntefli Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli Pepsi Max deildarlið Vals og Breiðabliks gerðu 3-3 jafntefli á Kópavogsvelli í gærkvöld. 1. júní 2020 10:45 Heimir segir leikmannahóp Vals tilbúinn fyrir sumarið Heimir Guðjónsson segir leikmannahóp Vals kláran fyrir sumarið. 31. maí 2020 23:00 Markasúpa er Breiðablik og Valur gerðu jafntefli Breiðablik og Valur gerðu jafntefli í hörkuleik á Kópavogsvelli í kvöld. 31. maí 2020 21:00 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Sjáðu mörkin í fjörugu jafntefli Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli Pepsi Max deildarlið Vals og Breiðabliks gerðu 3-3 jafntefli á Kópavogsvelli í gærkvöld. 1. júní 2020 10:45
Heimir segir leikmannahóp Vals tilbúinn fyrir sumarið Heimir Guðjónsson segir leikmannahóp Vals kláran fyrir sumarið. 31. maí 2020 23:00
Markasúpa er Breiðablik og Valur gerðu jafntefli Breiðablik og Valur gerðu jafntefli í hörkuleik á Kópavogsvelli í kvöld. 31. maí 2020 21:00