Markasúpa er Breiðablik og Valur gerðu jafntefli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2020 21:00 Patrick Pedersen skoraði tvívegis í dag og er sjóðandi heitur þegar tvær vikur eru í fyrsta leik Pepsi Max deildarinnar. Vísir/Daníel Breiðablik og Valur gerðu jafntefli í hörkuleik á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 3-3 en bæði lið eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir Pepsi Max deild karla sem hefst um miðbik júní mánaðar. Báðum liðum er spáð góðu gengi í sumar. Þá var vel mætt á leikinn en allur ágóði miðasölunnar rann til Píeta samtakanna. Leikurinn á Kópavogsvelli var mikil skemmtun og ljóst frá fyrstu mínútu að sóknarleikurinn væri í fyrirrúmi. Það tók gestina frá Hlíðarenda aðeins tíu mínútur að komast yfir en markið gerði varnarmaðurinn Orri Sigurður Ómarsson. Það tók danska refinn Thomas Mikkelsen aðeins fimm mínútur að jafna metin og á 25. mínútu komust heimamenn yfir. Mikkelsen skoraði þá af öryggi úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, braut klaufalega af sér. Áður en fyrri hálfleikur var úti höfðu Valsmenn hins vegar jafnað metin. Þar var að verki Patrick Pedersen, einnig úr vítaspyrnu, en brotið hafði þá verið á Sigurði Agli Lárussyni. Vítin voru keimlík en Danirnir sendu þau niðri í hægra hornið á meðan markverðir beggja liða fóru til vinstri. Fleiri urðu mörkin í fyrri hálfleik ekki og staðan 2-2 þegar Vilhjálmur Alvar Þórarinsson flautaði til hálfleiks. Þegar 20 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik kom Pedersen Val aftur yfir en það var í uppbótartíma leiksins sem varamaðurinn Kwame Quee skoraði þriðja mark Blika og síðasta mark leiksins. Lokatölur 3-3 í hörkuleik á Kópavogsvelli í kvöld. Valsmenn mæta KR-ingum í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla þann 13. janúar næstkomandi. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Breiðablik Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Breiðablik og Valur gerðu jafntefli í hörkuleik á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 3-3 en bæði lið eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir Pepsi Max deild karla sem hefst um miðbik júní mánaðar. Báðum liðum er spáð góðu gengi í sumar. Þá var vel mætt á leikinn en allur ágóði miðasölunnar rann til Píeta samtakanna. Leikurinn á Kópavogsvelli var mikil skemmtun og ljóst frá fyrstu mínútu að sóknarleikurinn væri í fyrirrúmi. Það tók gestina frá Hlíðarenda aðeins tíu mínútur að komast yfir en markið gerði varnarmaðurinn Orri Sigurður Ómarsson. Það tók danska refinn Thomas Mikkelsen aðeins fimm mínútur að jafna metin og á 25. mínútu komust heimamenn yfir. Mikkelsen skoraði þá af öryggi úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, braut klaufalega af sér. Áður en fyrri hálfleikur var úti höfðu Valsmenn hins vegar jafnað metin. Þar var að verki Patrick Pedersen, einnig úr vítaspyrnu, en brotið hafði þá verið á Sigurði Agli Lárussyni. Vítin voru keimlík en Danirnir sendu þau niðri í hægra hornið á meðan markverðir beggja liða fóru til vinstri. Fleiri urðu mörkin í fyrri hálfleik ekki og staðan 2-2 þegar Vilhjálmur Alvar Þórarinsson flautaði til hálfleiks. Þegar 20 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik kom Pedersen Val aftur yfir en það var í uppbótartíma leiksins sem varamaðurinn Kwame Quee skoraði þriðja mark Blika og síðasta mark leiksins. Lokatölur 3-3 í hörkuleik á Kópavogsvelli í kvöld. Valsmenn mæta KR-ingum í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla þann 13. janúar næstkomandi. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Breiðablik Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira