Veður

Líklegt að fyrstu 20 stig 2020 mælist í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Það verður þungbúið sunnan- og vestanlands með viðloðandi súld og rigningu. Hiti 8 til 13 stig. Á Norður- og Austurlandi verður hins vegar bjart veður og hiti 14 til 20 stig.
Það verður þungbúið sunnan- og vestanlands með viðloðandi súld og rigningu. Hiti 8 til 13 stig. Á Norður- og Austurlandi verður hins vegar bjart veður og hiti 14 til 20 stig. Veðurstofan

Líklegt er að hiti muni ná 20 stigum í fyrsta skipti á landinu á þessu ári í dag. Spár Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hitinn gæti farið í 21 stig í Ásbyrgi.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að í dag sé útlit fyrir suðlægan strekking, víða 10 til 15 metrum á sekúndu.

„Það verður þungbúið sunnan- og vestanlands með viðloðandi súld og rigningu. Hiti 8 til 13 stig. Á Norður- og Austurlandi verður hins vegar bjart veður og hiti 14 til 20 stig. Það er sem sagt líklegt að fyrstu 20 stig ársins mælist í dag. Ef við leyfum okkur að spá nákvæmar, þá má skjóta á að hæsti hiti dagsins á landinu verði 21 stig á veðurstöðinni í Ásbyrgi.

Á morgun gefur sunnanáttin eftir og verður yfirleitt á bilinu 5-10 m/s (gola eða kaldi). Á sunnan- og vestanverðu landinu má búast við dálitlum skúrum. Mögulega sést aðeins til sólar milli skúranna. Norðaustantil er áfram útlit fyrir þurrt og bjart veður, en hitinn nær væntanlega ekki eins hátt og í dag og gæti orðið kringum 18 stig þegar best lætur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Sunnan 5-10 m/s, dálitlir skúrir og hiti 8 til 13 stig. Bjartviðri norðaustantil á landinu með hita að 18 stigum.

Á sunnudag (hvítasunnudagur): Suðvestan 5-10 og skúrir, en þurrt og bjart á austanverðu landinu. Hiti 7 til 15 stig, mildast á Austurlandi.

Á mánudag (annar í hvítasunnu): Suðvestan 3-8, skýjað með köflum og sums staðar lítilsháttar skúrir, en þurrt austanlands. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag: Vestlæg átt, skýjað og svolítil væta, en þurrt á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast suðaustantil.

Á miðvikudag og fimmtudag: Norðlæg átt með dálítilli rigningu og svölu veðri norðaustantil á landinu, en yfirleitt léttskýjað sunnan- og vestanlands og milt að deginum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.