„Hlægilegt“ að tala um of há laun í kvennaboltanum Sindri Sverrisson skrifar 29. maí 2020 07:00 Helena Ólafsdóttir hefur stýrt Pepsi Max-mörkum kvenna síðan 2016. vísir/anton Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og stjórnandi Pepsi Max-marka kvenna, segir laun kvenna í fótbolta ekki komast nálægt því sem að karlarnir fái og að hlægilegt sé að heyra talað um að knattspyrnukona á Íslandi fái „of há laun“. Helena var spurð út í umræðu um launamál knattspyrnukvenna í Sportinu í dag. Segja má að sú umræða hafi farið af stað með fullyrðingum Mikaels Nikulássonar í hlaðvarpsþættinum Dr. Football um að Anna Björk Kristjánsdóttir fengi hærri laun hjá sínu nýja félagi Selfoss en flestir leikmenn í efstu deild karla. „Ég fagna því að stelpur fái laun og að einhver sjái sér hag í að borga kvenmanni eða karlmanni laun fyrir það sem þau eru að gera. Það má ekki gleymast í umræðunni að við konur eyðum alveg jafnmiklum tíma í íþróttina eins og aðrir, hvort sem það er þjálfari eða leikmaður. Þetta er bara frábær þróun, sem ég hefði viljað sjá mikið fyrr,“ sagði Helena, og bætti við: „Auðvitað á að auðvelda leikmönnum í bestu liðunum það að geta æft eins og atvinnumenn. Það hlýtur að gera deildina okkar betri og leikmenn vilja þá vera hérna. En eins og þetta hefur verið í gegnum tíðina þá eru leikmenn að vinna eða í námi.“ En Helena gaf lítið fyrir orð fyrrnefnds Mikaels þess efnis að Anna Björk fengi hærri laun en knattspyrnukona á Íslandi ætti að fá. „Þetta eru aldrei of há laun. Mér fannst það hlægileg umræða. Ég veit líka alveg hvað há laun eru karla megin, bæði hjá þjálfurum og leikmönnum, og við erum ekki nálægt því.“ Klippa: Sportið í dag - Helena um launaumræðu í kvennaboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild kvenna Sportið í dag Kjaramál Tengdar fréttir Mikael svarar fyrir sig: Ég er ekki að gera lítið úr konunum þó að þær vilji meina það Mikael Nikulásson nýtti Dr. Football þáttinn í dag til að ræða það hversu ósáttar íslenskar landsliðskonur í knattspyrnu og fleiri voru með ummæli hans á dögunum. 22. maí 2020 12:53 Eiður Smári skaut fast á sparkspeking Dr. Football en eyddi svo færslunni Eiður Smári Guðjohnsen gagnrýndi ummæli sparkspekings Dr. Football sem hann lét falla á dögunum um íslenska landsliðskonu í knattspyrnu. Eiður ákvað síðan að taka færslu sína út. 22. maí 2020 09:30 Landsliðskonur ósáttar vegna ummæla um laun Önnu Bjarkar Landsliðskonum í knattspyrnu og fleirum er verulega brugðið vegna ummæla sem féllu í hlaðvarpsþætti á mánudaginn. Þar kom fram sú skoðun að Anna Björk Kristjánsdóttir, sem samdi við Selfoss um helgina, væri á hærri launum en konur ættu skilið að fá. 20. maí 2020 11:50 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Fleiri fréttir Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Sjá meira
Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og stjórnandi Pepsi Max-marka kvenna, segir laun kvenna í fótbolta ekki komast nálægt því sem að karlarnir fái og að hlægilegt sé að heyra talað um að knattspyrnukona á Íslandi fái „of há laun“. Helena var spurð út í umræðu um launamál knattspyrnukvenna í Sportinu í dag. Segja má að sú umræða hafi farið af stað með fullyrðingum Mikaels Nikulássonar í hlaðvarpsþættinum Dr. Football um að Anna Björk Kristjánsdóttir fengi hærri laun hjá sínu nýja félagi Selfoss en flestir leikmenn í efstu deild karla. „Ég fagna því að stelpur fái laun og að einhver sjái sér hag í að borga kvenmanni eða karlmanni laun fyrir það sem þau eru að gera. Það má ekki gleymast í umræðunni að við konur eyðum alveg jafnmiklum tíma í íþróttina eins og aðrir, hvort sem það er þjálfari eða leikmaður. Þetta er bara frábær þróun, sem ég hefði viljað sjá mikið fyrr,“ sagði Helena, og bætti við: „Auðvitað á að auðvelda leikmönnum í bestu liðunum það að geta æft eins og atvinnumenn. Það hlýtur að gera deildina okkar betri og leikmenn vilja þá vera hérna. En eins og þetta hefur verið í gegnum tíðina þá eru leikmenn að vinna eða í námi.“ En Helena gaf lítið fyrir orð fyrrnefnds Mikaels þess efnis að Anna Björk fengi hærri laun en knattspyrnukona á Íslandi ætti að fá. „Þetta eru aldrei of há laun. Mér fannst það hlægileg umræða. Ég veit líka alveg hvað há laun eru karla megin, bæði hjá þjálfurum og leikmönnum, og við erum ekki nálægt því.“ Klippa: Sportið í dag - Helena um launaumræðu í kvennaboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild kvenna Sportið í dag Kjaramál Tengdar fréttir Mikael svarar fyrir sig: Ég er ekki að gera lítið úr konunum þó að þær vilji meina það Mikael Nikulásson nýtti Dr. Football þáttinn í dag til að ræða það hversu ósáttar íslenskar landsliðskonur í knattspyrnu og fleiri voru með ummæli hans á dögunum. 22. maí 2020 12:53 Eiður Smári skaut fast á sparkspeking Dr. Football en eyddi svo færslunni Eiður Smári Guðjohnsen gagnrýndi ummæli sparkspekings Dr. Football sem hann lét falla á dögunum um íslenska landsliðskonu í knattspyrnu. Eiður ákvað síðan að taka færslu sína út. 22. maí 2020 09:30 Landsliðskonur ósáttar vegna ummæla um laun Önnu Bjarkar Landsliðskonum í knattspyrnu og fleirum er verulega brugðið vegna ummæla sem féllu í hlaðvarpsþætti á mánudaginn. Þar kom fram sú skoðun að Anna Björk Kristjánsdóttir, sem samdi við Selfoss um helgina, væri á hærri launum en konur ættu skilið að fá. 20. maí 2020 11:50 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Fleiri fréttir Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Sjá meira
Mikael svarar fyrir sig: Ég er ekki að gera lítið úr konunum þó að þær vilji meina það Mikael Nikulásson nýtti Dr. Football þáttinn í dag til að ræða það hversu ósáttar íslenskar landsliðskonur í knattspyrnu og fleiri voru með ummæli hans á dögunum. 22. maí 2020 12:53
Eiður Smári skaut fast á sparkspeking Dr. Football en eyddi svo færslunni Eiður Smári Guðjohnsen gagnrýndi ummæli sparkspekings Dr. Football sem hann lét falla á dögunum um íslenska landsliðskonu í knattspyrnu. Eiður ákvað síðan að taka færslu sína út. 22. maí 2020 09:30
Landsliðskonur ósáttar vegna ummæla um laun Önnu Bjarkar Landsliðskonum í knattspyrnu og fleirum er verulega brugðið vegna ummæla sem féllu í hlaðvarpsþætti á mánudaginn. Þar kom fram sú skoðun að Anna Björk Kristjánsdóttir, sem samdi við Selfoss um helgina, væri á hærri launum en konur ættu skilið að fá. 20. maí 2020 11:50