Mikael svarar fyrir sig: Ég er ekki að gera lítið úr konunum þó að þær vilji meina það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2020 12:53 Anna Björk Kristjánsdóttir var kynnt sem nýr leikmaður Selfossliðsins á dögunum. Hér er hún með Selfoss trefilinn á bökkum Ölfusár. Mynd/Selfoss Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur og sparksérfræðingur í Dr. Football, svaraði í dag þeirri hörðu gagnrýni sem hann varð fyrir ummæli sína um íslensku landsliðskonuna Önnu Björk Kristjánsdóttur. „Kannski henti ég þessu vitlaust frá mér eins og ég væri að gera lítið úr kvenmönnum í fótbolta eða annað. Ég sé það ekki alveg. Ef það hefur verið þá biðst ég afsökunar á því," sagði Mikael Nikulásson í Dr. Football, í dag. Mikael talaði um í Dr. Football hlaðvarpsþættinum um að Anna Björk Kristjánsdóttir, varnarmaður Selfyssinga, væri að fá of há laun en hún gekk til liðs við Selfoss í síðustu viku. Mikael Nikulásson vildi meina að Anna Björk væri á launum sem enginn leikmaður í Pepsi Max-deild kvenna ætti að vera á vegna þess að hún fengi hærri laun en margir í karladeildinni. Samkvæmt okkar heimildum er verið að reyna troða þessum díl með Herði yfir línuna, Pepsi Max karla mögulega seinkað um tvo daga? Mike fer yfir lífið í skotlínunnihttps://t.co/pblwPogW4o— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 22, 2020 „Í kvennaboltanum er 80% minni mæting en í karlaboltanum. Ég er ekki að gera lítið úr konunum þó að þær vilji meina það. Það eru miklu minni tekjur að koma inn. Af hverju er 80% minni mæting? Það er af því að það er minni áhugi. Ef það er minni áhugi þá er eðlilegt að það séu lægri laun. Mér finnst laun alltof há í karlaboltanum en ég veit ekki hvernig það er í kvennaboltanum," sagði Mikael í þættinum í dag. „Ég heyrði að Anna væri að fá mjög vel borgað. Hún er landsliðskona og mun styrkja Selfoss sem er gott mál. Ég sagði aldrei neina tölu því ég veit ekki einu sinni töluna. Kannski var það bara kjaftæði. Við erum hérna með þátt sem fólk hlustar á og það er allt í lagi að henda fram hlutum. Menn þurfa alls ekki að vera sammála mér en menn þurfa ekki að vera með dónaskap og leiðinlegir ef þeir eru ekki sammála mér. Ég sé engan mun á því að mér finnist hún vera að fá of há laun eða einhver leikmaður í efstu eða fyrstu deild karla sé að fá of há laun," sagði Mikael. Landsliðskonur eru afar ósáttar við ummæli sem féllu í hlaðvarpinu Dr. Football.https://t.co/eqG7rLiPCq— Sportið á Vísi (@VisirSport) May 20, 2020 „Ef að Selfoss borgar henni þessi laun þá er það í góðu lagi og mjög fínt. Þá fær hún sín laun. Ég veit ekki hvernig aðrar stelpur í liðinu taka þessu. Þær eru væntanlega á miklu lægri launum. Það er eins og í öllum liðum. Bullið og ruglið sem kom út úr þessu fyrir ekki meira en þetta....kannski kom ég þessu vitlaust frá mér en þetta er alls staðar svona í heiminum. Það er talað um laun alls staðar. Af hverju má ekki tala um laun í kvennaboltanum? Ef menn vilja halda að þetta hafi verið gert til að gera lítið úr stelpunum þá var þetta ekki þannig," sagði Mikael í Dr. Football í dag en það má nálgast þáttinn hér. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sjá meira
Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur og sparksérfræðingur í Dr. Football, svaraði í dag þeirri hörðu gagnrýni sem hann varð fyrir ummæli sína um íslensku landsliðskonuna Önnu Björk Kristjánsdóttur. „Kannski henti ég þessu vitlaust frá mér eins og ég væri að gera lítið úr kvenmönnum í fótbolta eða annað. Ég sé það ekki alveg. Ef það hefur verið þá biðst ég afsökunar á því," sagði Mikael Nikulásson í Dr. Football, í dag. Mikael talaði um í Dr. Football hlaðvarpsþættinum um að Anna Björk Kristjánsdóttir, varnarmaður Selfyssinga, væri að fá of há laun en hún gekk til liðs við Selfoss í síðustu viku. Mikael Nikulásson vildi meina að Anna Björk væri á launum sem enginn leikmaður í Pepsi Max-deild kvenna ætti að vera á vegna þess að hún fengi hærri laun en margir í karladeildinni. Samkvæmt okkar heimildum er verið að reyna troða þessum díl með Herði yfir línuna, Pepsi Max karla mögulega seinkað um tvo daga? Mike fer yfir lífið í skotlínunnihttps://t.co/pblwPogW4o— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 22, 2020 „Í kvennaboltanum er 80% minni mæting en í karlaboltanum. Ég er ekki að gera lítið úr konunum þó að þær vilji meina það. Það eru miklu minni tekjur að koma inn. Af hverju er 80% minni mæting? Það er af því að það er minni áhugi. Ef það er minni áhugi þá er eðlilegt að það séu lægri laun. Mér finnst laun alltof há í karlaboltanum en ég veit ekki hvernig það er í kvennaboltanum," sagði Mikael í þættinum í dag. „Ég heyrði að Anna væri að fá mjög vel borgað. Hún er landsliðskona og mun styrkja Selfoss sem er gott mál. Ég sagði aldrei neina tölu því ég veit ekki einu sinni töluna. Kannski var það bara kjaftæði. Við erum hérna með þátt sem fólk hlustar á og það er allt í lagi að henda fram hlutum. Menn þurfa alls ekki að vera sammála mér en menn þurfa ekki að vera með dónaskap og leiðinlegir ef þeir eru ekki sammála mér. Ég sé engan mun á því að mér finnist hún vera að fá of há laun eða einhver leikmaður í efstu eða fyrstu deild karla sé að fá of há laun," sagði Mikael. Landsliðskonur eru afar ósáttar við ummæli sem féllu í hlaðvarpinu Dr. Football.https://t.co/eqG7rLiPCq— Sportið á Vísi (@VisirSport) May 20, 2020 „Ef að Selfoss borgar henni þessi laun þá er það í góðu lagi og mjög fínt. Þá fær hún sín laun. Ég veit ekki hvernig aðrar stelpur í liðinu taka þessu. Þær eru væntanlega á miklu lægri launum. Það er eins og í öllum liðum. Bullið og ruglið sem kom út úr þessu fyrir ekki meira en þetta....kannski kom ég þessu vitlaust frá mér en þetta er alls staðar svona í heiminum. Það er talað um laun alls staðar. Af hverju má ekki tala um laun í kvennaboltanum? Ef menn vilja halda að þetta hafi verið gert til að gera lítið úr stelpunum þá var þetta ekki þannig," sagði Mikael í Dr. Football í dag en það má nálgast þáttinn hér.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sjá meira