Enski boltinn

Enski boltinn hefst aftur á Þjóðhátíðardaginn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sergio Agüero fagnar marki fyrir Manchester City í fyrri deildarleiknum gegn Arsenal á tímabilinu.
Sergio Agüero fagnar marki fyrir Manchester City í fyrri deildarleiknum gegn Arsenal á tímabilinu. getty/Nick Potts

Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst aftur 17. júní en tveir leikir verða á dagskrá á Þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga. Manchester City tekur á móti Arsenal og Sheffield United sækir Aston Villa heim í nýliðaslag.

Um er að ræða leiki sem þessi lið áttu inni. Þau hafa leikið 28 leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en hin sextán liðin hafa leikið 29 leiki hvert.

Helgina þar á eftir, 20.-21. júní, verður svo 30. umferð ensku úrvalsdeildarinnar leikin.

Ekki hefur verið leikið í ensku úrvalsdeildinni síðan 9. mars vegna kórónuveirufaraldursins. Alls eru 92 leikir eftir af tímabilinu 2019-20.

Stefnt er að því að spila leikina sem eftir eru í ensku úrvalsdeildinni á aðeins sex vikum. Vonast er til þess að hægt verði að klára deildina 2. ágúst.

Í gær var ákveðið að heimila aftur æfingar með snertingum. Sú tillaga var samþykkt einróma á fundi félaganna í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir

„Vonandi fær strákurinn þinn veiruna“

Troy Deeney, fyrirliði Watford, segist hafa orðið fyrir miklu aðkasti, bæði á netinu og í raunheimum, eftir að hann lýsti yfir áhyggjum af því að hefja ætti keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn geisaði enn.

Fjögur smit hjá ensku úrvalsdeildarliðunum

Fjórir af 1.008 einstaklingum greindust með kórónuveiruna í þriðju umferðinni af prófum hjá ensku úrvalsdeildarliðunum í fótbolta karla en prófað var í dag og í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.