Enski boltinn

Ætla að klára tímabilið í ensku úrvalsdeildinni á sex vikum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. getty/Andrew Powell

Knattspyrnustjórum liðanna í ensku úrvalsdeildinni hefur verið tjáð að þeir leikir sem eftir eru af tímabilinu verði aðeins spilaðir á sex vikum.

Vonast er til að hægt verði að klára tímabilið í byrjun ágúst. Alls eiga 92 leikir eftir að fara fram í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2019-20.

Engir leikir hafa farið fram í ensku úrvalsdeildinni síðan 9. mars vegna kórónuveirufaraldursins.

Í gær var stigið stórt skref þegar félögin ákváðu einróma á fundi sínum að heimila æfingar með snertingum.

Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst í fyrsta lagi helgina 20.-21. júní. Ef það gengur eftir verður leikið um sjö helgar og tvisvar sinnum í miðri viku það sem eftir lifir tímabils.

Ef keppni getur ekki hafist fyrr en helgina 27.-28. júní verður leikið um sex helgar og þrisvar sinnum í miðri viku.

Vonir standa til að hægt verði að ljúka tímabilinu sunnudaginn 2. ágúst. Stefnt er að því að hafa úrslitaleik ensku bikarkeppninnar helgina þar á eftir.


Tengdar fréttir

Fjögur smit hjá ensku úrvalsdeildarliðunum

Fjórir af 1.008 einstaklingum greindust með kórónuveiruna í þriðju umferðinni af prófum hjá ensku úrvalsdeildarliðunum í fótbolta karla en prófað var í dag og í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.