Erlent

Kín­verjar sam­þykkja um­deild öryggis­lög fyrir Hong Kong

Atli Ísleifsson skrifar
Tugþúsundir íbúa Hong Kong hafa mótmælt aðgerðunum kínverskra yfirvalda.
Tugþúsundir íbúa Hong Kong hafa mótmælt aðgerðunum kínverskra yfirvalda. EPA

Kínverska þingið hefur samþykkt ný öryggislög fyrir Hong Kong – lög sem munu hafa víðtæk áhrif á íbúa héraðsins og gera það refsivert að grafa undir yfirráðum Kína þar.

Markmið laganna er sagt vera að koma í veg fyrir glæpsamlegt athæfi og hryðjuverkastarfsemi. Mannréttindasamtök hafa hins vegar gagnrýnt lögin og segja þau herða mjög að tjáningarfrelsi í héraðinu. Þannig megi til að mynda ekki vanvirða kínverska þjóðsönginn og þá geta Kínverjar nú komið upp starfsstöðvum fyrir öryggisstofnanir í Hong Kong.

Bandarísk stjórnvöld hafa nú þegar tilkynnt að ekki verði lengur litið á Hong Kong sem sjálfstjórnarhérað í Kína, en slíkt kann að hafa mjög slæm áhrif á efnahag Hong Kong.

Íbúar á Hong Kong hafa mótmælt aðgerðunum en piparkúlum var skotið á mótmælendum og öðrum vegfarendum fyrir utan þinghúsið í gær. Mörg hundruð manns hafa verið handtekin.

Bretar afhentu kom Hong Kong í hendur Kínverja árið 1997 gegn því loforði að grunnfrelsi íbúa eyjunnar yrði áfram tryggt með aðferðinni „eitt land, tvö kerfi“.


Tengdar fréttir

Ætla að keyra öryggislög áfram í Hong Kong

Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni.

Ætla að keyra öryggislög áfram í Hong Kong

Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni.

Beittu táragasi gegn andstæðingum nýrra öryggislaga

Þúsundir andstæðinga nýrra öryggislaga um Hong Kong sem Kínverjar hafa sett mótmæltu setningu laganna á götum Hong Kong í dag. Lögreglan beitti táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.