Ætla að keyra öryggislög áfram í Hong Kong Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2020 07:21 Frá mótmælunum í Hong Kong í gær. EPA/JEROME FAVRE Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni. Lögunum er ætlað að banna alls konar aðgerðir sem beinast gegn ríkinu. Lögin myndu takmarka alla andstöðu gegn yfirvöldum í Peking og auðvelda öryggissveitum að brjóta mótmæli á bak aftur. Gagnrýnendur þeirra segja að lögin muni ógna stöðu og sjálfstæði Hong Kong. Lögunum sé ætlað að þagga í öllum gagnrýnisröddum. Umfangsmikil mótmæli fóru fram í Hong Kong í gær í fyrsta sinn í marga mánuði. Minnst 180 mótmælendur voru handteknir. Mótmælendur kölluðu eftir sjálfstæði Hong Kong og sögðu það einu leiðina. Önnur ríki hafa lýst yfir áhyggjum af aðgerðum yfirvalda. Fyrrverandi ríkisstjóri Hong Kong, þegar Bretar stjórnuðu eyjunni, segir Kínverja hafa svikið íbúa þar og segir þá brjóta gegn samkomulagi Kína og Bretlands um Hong Kong sem gert var árið 1984. John Lee. öryggisráðherra Hong Kong líkti mótmælunum í gær við hryðjuverkastarfsemi í nótt og sagði hana færast í aukana. Þar að auki hefði ógnum gagnvart þjóðaröryggi Kína fjölgað og nefndi hann sérstaklega áköll eftir sjálfstæði Hong Kong í því samhengi. Lee sagði nýju lögin nauðsynleg til að tryggja hagsæld og stöðugleika í Hong Kong til lengri tíma. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Beittu táragasi gegn andstæðingum nýrra öryggislaga Þúsundir andstæðinga nýrra öryggislaga um Hong Kong sem Kínverjar hafa sett mótmæltu setningu laganna á götum Hong Kong í dag. Lögreglan beitti táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum. 24. maí 2020 11:32 Fyrrum ríkisstjóri segir Kína hafa svikið Hong Kong Chris Patten, sem gegndi embætti ríkisstjóra í Hong Kong á árunum 1992-1997, stýrði Hong Kong áður en að yfirráð voru færð yfir til kínverska yfirvalda eftir 150 ár af breskri stjórn, sagði í viðtali við the Times að Bretar hefðu skyldu til að standa við bakið á Hong Kong. 23. maí 2020 11:54 Kína leggur til lög sem myndu takmarka andstöðu Hong Kong Kínversk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp um ný öryggislög í Hong Kong sem myndu banna uppreisnaráróður, sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins og landráð. 21. maí 2020 14:50 Lögreglan sögð hafa fylgt reglum í Hong Kong Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. 15. maí 2020 15:58 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni. Lögunum er ætlað að banna alls konar aðgerðir sem beinast gegn ríkinu. Lögin myndu takmarka alla andstöðu gegn yfirvöldum í Peking og auðvelda öryggissveitum að brjóta mótmæli á bak aftur. Gagnrýnendur þeirra segja að lögin muni ógna stöðu og sjálfstæði Hong Kong. Lögunum sé ætlað að þagga í öllum gagnrýnisröddum. Umfangsmikil mótmæli fóru fram í Hong Kong í gær í fyrsta sinn í marga mánuði. Minnst 180 mótmælendur voru handteknir. Mótmælendur kölluðu eftir sjálfstæði Hong Kong og sögðu það einu leiðina. Önnur ríki hafa lýst yfir áhyggjum af aðgerðum yfirvalda. Fyrrverandi ríkisstjóri Hong Kong, þegar Bretar stjórnuðu eyjunni, segir Kínverja hafa svikið íbúa þar og segir þá brjóta gegn samkomulagi Kína og Bretlands um Hong Kong sem gert var árið 1984. John Lee. öryggisráðherra Hong Kong líkti mótmælunum í gær við hryðjuverkastarfsemi í nótt og sagði hana færast í aukana. Þar að auki hefði ógnum gagnvart þjóðaröryggi Kína fjölgað og nefndi hann sérstaklega áköll eftir sjálfstæði Hong Kong í því samhengi. Lee sagði nýju lögin nauðsynleg til að tryggja hagsæld og stöðugleika í Hong Kong til lengri tíma.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Beittu táragasi gegn andstæðingum nýrra öryggislaga Þúsundir andstæðinga nýrra öryggislaga um Hong Kong sem Kínverjar hafa sett mótmæltu setningu laganna á götum Hong Kong í dag. Lögreglan beitti táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum. 24. maí 2020 11:32 Fyrrum ríkisstjóri segir Kína hafa svikið Hong Kong Chris Patten, sem gegndi embætti ríkisstjóra í Hong Kong á árunum 1992-1997, stýrði Hong Kong áður en að yfirráð voru færð yfir til kínverska yfirvalda eftir 150 ár af breskri stjórn, sagði í viðtali við the Times að Bretar hefðu skyldu til að standa við bakið á Hong Kong. 23. maí 2020 11:54 Kína leggur til lög sem myndu takmarka andstöðu Hong Kong Kínversk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp um ný öryggislög í Hong Kong sem myndu banna uppreisnaráróður, sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins og landráð. 21. maí 2020 14:50 Lögreglan sögð hafa fylgt reglum í Hong Kong Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. 15. maí 2020 15:58 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Beittu táragasi gegn andstæðingum nýrra öryggislaga Þúsundir andstæðinga nýrra öryggislaga um Hong Kong sem Kínverjar hafa sett mótmæltu setningu laganna á götum Hong Kong í dag. Lögreglan beitti táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum. 24. maí 2020 11:32
Fyrrum ríkisstjóri segir Kína hafa svikið Hong Kong Chris Patten, sem gegndi embætti ríkisstjóra í Hong Kong á árunum 1992-1997, stýrði Hong Kong áður en að yfirráð voru færð yfir til kínverska yfirvalda eftir 150 ár af breskri stjórn, sagði í viðtali við the Times að Bretar hefðu skyldu til að standa við bakið á Hong Kong. 23. maí 2020 11:54
Kína leggur til lög sem myndu takmarka andstöðu Hong Kong Kínversk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp um ný öryggislög í Hong Kong sem myndu banna uppreisnaráróður, sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins og landráð. 21. maí 2020 14:50
Lögreglan sögð hafa fylgt reglum í Hong Kong Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. 15. maí 2020 15:58