Ætlar að skrifa undir forsetatilskipun um samfélagsmiðla Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2020 06:36 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Búist er við því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, muni í dag skrifa undir forsetatilskipun sem koma á niður á fyrirtækjum sem reka samfélagsmiðla. Fyrirtækjum eins og Twitter, Facebook og Alphabet, móðurfélag Google. Samkvæmt fjölmiðlum ytra felur tilskipunin í sér endurskoðun á lögum sem koma í veg fyrir að fyrirtækin séu ábyrg fyrir það sem notendur setja á samfélagsmiðlana. Í gær hótaði Trump því að loka Twitter og Facebook og sakaði hann fyrirtækin um að þagga niður í röddum íhaldsmanna. Tilefni þeirrar hótunar var að Twitter hafði sett fyrirvara við tíst forsetans, þar sem hann sagði ósannindi um meint kosningasvik. Forsetinn og stuðningsmenn hans brugðust reiðir við þessu og saka forsvarsmenn Twitter um að hafa ritskoðað forsetann. Í frétt Reuters segir að samkvæmt tilskipuninni eigi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna að mynda starfshóp sem fara eigi yfir lög einstakra ríkja varðandi starfsemi samfélagsmiðla og athuga hvort þeim sé framfylgt. Þar að auki á Hvíta húsið að stofna starfshóp sem þróa á tól til að auðvelda borgurum að kvarta yfir „ritskoðun“ á internetinu. Tilskipun Trump er einnig sögð fela í sér að Federal Trade Commision, nokkurs konar viðskiptaeftirlit Bandaríkjanna, á að kanna hvort ritstjórnarstefnur samfélagsmiðlanna sé í samræmi við yfirlýsingar fyrirtækjanna um hlutleysi. Samkvæmt Washington Post mun tilskipunin einnig þvinga forsvarsmenn ríkisstofnana til að endurskoða hve miklu er varið í auglýsingar á samfélagsmiðlum. Tilskipunin er ekki fullkláruð og gæti tekið breytingum en eins og áður segir er búist við því að Trump muni skrifa undir hana í dag. Í gærkvöldi tísti forsetinn og sakaði samfélagsmiðlafyrirtæki um að hafa reynt að koma í veg fyrir kjör hans árið 2016. Svipað væri upp á teningnum núna. Big Tech is doing everything in their very considerable power to CENSOR in advance of the 2020 Election. If that happens, we no longer have our freedom. I will never let it happen! They tried hard in 2016, and lost. Now they are going absolutely CRAZY. Stay Tuned!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 28, 2020 Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Samfélagsmiðlar Facebook Twitter Google Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Búist er við því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, muni í dag skrifa undir forsetatilskipun sem koma á niður á fyrirtækjum sem reka samfélagsmiðla. Fyrirtækjum eins og Twitter, Facebook og Alphabet, móðurfélag Google. Samkvæmt fjölmiðlum ytra felur tilskipunin í sér endurskoðun á lögum sem koma í veg fyrir að fyrirtækin séu ábyrg fyrir það sem notendur setja á samfélagsmiðlana. Í gær hótaði Trump því að loka Twitter og Facebook og sakaði hann fyrirtækin um að þagga niður í röddum íhaldsmanna. Tilefni þeirrar hótunar var að Twitter hafði sett fyrirvara við tíst forsetans, þar sem hann sagði ósannindi um meint kosningasvik. Forsetinn og stuðningsmenn hans brugðust reiðir við þessu og saka forsvarsmenn Twitter um að hafa ritskoðað forsetann. Í frétt Reuters segir að samkvæmt tilskipuninni eigi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna að mynda starfshóp sem fara eigi yfir lög einstakra ríkja varðandi starfsemi samfélagsmiðla og athuga hvort þeim sé framfylgt. Þar að auki á Hvíta húsið að stofna starfshóp sem þróa á tól til að auðvelda borgurum að kvarta yfir „ritskoðun“ á internetinu. Tilskipun Trump er einnig sögð fela í sér að Federal Trade Commision, nokkurs konar viðskiptaeftirlit Bandaríkjanna, á að kanna hvort ritstjórnarstefnur samfélagsmiðlanna sé í samræmi við yfirlýsingar fyrirtækjanna um hlutleysi. Samkvæmt Washington Post mun tilskipunin einnig þvinga forsvarsmenn ríkisstofnana til að endurskoða hve miklu er varið í auglýsingar á samfélagsmiðlum. Tilskipunin er ekki fullkláruð og gæti tekið breytingum en eins og áður segir er búist við því að Trump muni skrifa undir hana í dag. Í gærkvöldi tísti forsetinn og sakaði samfélagsmiðlafyrirtæki um að hafa reynt að koma í veg fyrir kjör hans árið 2016. Svipað væri upp á teningnum núna. Big Tech is doing everything in their very considerable power to CENSOR in advance of the 2020 Election. If that happens, we no longer have our freedom. I will never let it happen! They tried hard in 2016, and lost. Now they are going absolutely CRAZY. Stay Tuned!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 28, 2020
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Samfélagsmiðlar Facebook Twitter Google Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira