Ætlar að skrifa undir forsetatilskipun um samfélagsmiðla Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2020 06:36 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Búist er við því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, muni í dag skrifa undir forsetatilskipun sem koma á niður á fyrirtækjum sem reka samfélagsmiðla. Fyrirtækjum eins og Twitter, Facebook og Alphabet, móðurfélag Google. Samkvæmt fjölmiðlum ytra felur tilskipunin í sér endurskoðun á lögum sem koma í veg fyrir að fyrirtækin séu ábyrg fyrir það sem notendur setja á samfélagsmiðlana. Í gær hótaði Trump því að loka Twitter og Facebook og sakaði hann fyrirtækin um að þagga niður í röddum íhaldsmanna. Tilefni þeirrar hótunar var að Twitter hafði sett fyrirvara við tíst forsetans, þar sem hann sagði ósannindi um meint kosningasvik. Forsetinn og stuðningsmenn hans brugðust reiðir við þessu og saka forsvarsmenn Twitter um að hafa ritskoðað forsetann. Í frétt Reuters segir að samkvæmt tilskipuninni eigi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna að mynda starfshóp sem fara eigi yfir lög einstakra ríkja varðandi starfsemi samfélagsmiðla og athuga hvort þeim sé framfylgt. Þar að auki á Hvíta húsið að stofna starfshóp sem þróa á tól til að auðvelda borgurum að kvarta yfir „ritskoðun“ á internetinu. Tilskipun Trump er einnig sögð fela í sér að Federal Trade Commision, nokkurs konar viðskiptaeftirlit Bandaríkjanna, á að kanna hvort ritstjórnarstefnur samfélagsmiðlanna sé í samræmi við yfirlýsingar fyrirtækjanna um hlutleysi. Samkvæmt Washington Post mun tilskipunin einnig þvinga forsvarsmenn ríkisstofnana til að endurskoða hve miklu er varið í auglýsingar á samfélagsmiðlum. Tilskipunin er ekki fullkláruð og gæti tekið breytingum en eins og áður segir er búist við því að Trump muni skrifa undir hana í dag. Í gærkvöldi tísti forsetinn og sakaði samfélagsmiðlafyrirtæki um að hafa reynt að koma í veg fyrir kjör hans árið 2016. Svipað væri upp á teningnum núna. Big Tech is doing everything in their very considerable power to CENSOR in advance of the 2020 Election. If that happens, we no longer have our freedom. I will never let it happen! They tried hard in 2016, and lost. Now they are going absolutely CRAZY. Stay Tuned!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 28, 2020 Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Samfélagsmiðlar Facebook Twitter Google Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira
Búist er við því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, muni í dag skrifa undir forsetatilskipun sem koma á niður á fyrirtækjum sem reka samfélagsmiðla. Fyrirtækjum eins og Twitter, Facebook og Alphabet, móðurfélag Google. Samkvæmt fjölmiðlum ytra felur tilskipunin í sér endurskoðun á lögum sem koma í veg fyrir að fyrirtækin séu ábyrg fyrir það sem notendur setja á samfélagsmiðlana. Í gær hótaði Trump því að loka Twitter og Facebook og sakaði hann fyrirtækin um að þagga niður í röddum íhaldsmanna. Tilefni þeirrar hótunar var að Twitter hafði sett fyrirvara við tíst forsetans, þar sem hann sagði ósannindi um meint kosningasvik. Forsetinn og stuðningsmenn hans brugðust reiðir við þessu og saka forsvarsmenn Twitter um að hafa ritskoðað forsetann. Í frétt Reuters segir að samkvæmt tilskipuninni eigi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna að mynda starfshóp sem fara eigi yfir lög einstakra ríkja varðandi starfsemi samfélagsmiðla og athuga hvort þeim sé framfylgt. Þar að auki á Hvíta húsið að stofna starfshóp sem þróa á tól til að auðvelda borgurum að kvarta yfir „ritskoðun“ á internetinu. Tilskipun Trump er einnig sögð fela í sér að Federal Trade Commision, nokkurs konar viðskiptaeftirlit Bandaríkjanna, á að kanna hvort ritstjórnarstefnur samfélagsmiðlanna sé í samræmi við yfirlýsingar fyrirtækjanna um hlutleysi. Samkvæmt Washington Post mun tilskipunin einnig þvinga forsvarsmenn ríkisstofnana til að endurskoða hve miklu er varið í auglýsingar á samfélagsmiðlum. Tilskipunin er ekki fullkláruð og gæti tekið breytingum en eins og áður segir er búist við því að Trump muni skrifa undir hana í dag. Í gærkvöldi tísti forsetinn og sakaði samfélagsmiðlafyrirtæki um að hafa reynt að koma í veg fyrir kjör hans árið 2016. Svipað væri upp á teningnum núna. Big Tech is doing everything in their very considerable power to CENSOR in advance of the 2020 Election. If that happens, we no longer have our freedom. I will never let it happen! They tried hard in 2016, and lost. Now they are going absolutely CRAZY. Stay Tuned!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 28, 2020
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Samfélagsmiðlar Facebook Twitter Google Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira