Ætlar að skrifa undir forsetatilskipun um samfélagsmiðla Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2020 06:36 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Búist er við því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, muni í dag skrifa undir forsetatilskipun sem koma á niður á fyrirtækjum sem reka samfélagsmiðla. Fyrirtækjum eins og Twitter, Facebook og Alphabet, móðurfélag Google. Samkvæmt fjölmiðlum ytra felur tilskipunin í sér endurskoðun á lögum sem koma í veg fyrir að fyrirtækin séu ábyrg fyrir það sem notendur setja á samfélagsmiðlana. Í gær hótaði Trump því að loka Twitter og Facebook og sakaði hann fyrirtækin um að þagga niður í röddum íhaldsmanna. Tilefni þeirrar hótunar var að Twitter hafði sett fyrirvara við tíst forsetans, þar sem hann sagði ósannindi um meint kosningasvik. Forsetinn og stuðningsmenn hans brugðust reiðir við þessu og saka forsvarsmenn Twitter um að hafa ritskoðað forsetann. Í frétt Reuters segir að samkvæmt tilskipuninni eigi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna að mynda starfshóp sem fara eigi yfir lög einstakra ríkja varðandi starfsemi samfélagsmiðla og athuga hvort þeim sé framfylgt. Þar að auki á Hvíta húsið að stofna starfshóp sem þróa á tól til að auðvelda borgurum að kvarta yfir „ritskoðun“ á internetinu. Tilskipun Trump er einnig sögð fela í sér að Federal Trade Commision, nokkurs konar viðskiptaeftirlit Bandaríkjanna, á að kanna hvort ritstjórnarstefnur samfélagsmiðlanna sé í samræmi við yfirlýsingar fyrirtækjanna um hlutleysi. Samkvæmt Washington Post mun tilskipunin einnig þvinga forsvarsmenn ríkisstofnana til að endurskoða hve miklu er varið í auglýsingar á samfélagsmiðlum. Tilskipunin er ekki fullkláruð og gæti tekið breytingum en eins og áður segir er búist við því að Trump muni skrifa undir hana í dag. Í gærkvöldi tísti forsetinn og sakaði samfélagsmiðlafyrirtæki um að hafa reynt að koma í veg fyrir kjör hans árið 2016. Svipað væri upp á teningnum núna. Big Tech is doing everything in their very considerable power to CENSOR in advance of the 2020 Election. If that happens, we no longer have our freedom. I will never let it happen! They tried hard in 2016, and lost. Now they are going absolutely CRAZY. Stay Tuned!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 28, 2020 Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Samfélagsmiðlar Facebook Twitter Google Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Búist er við því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, muni í dag skrifa undir forsetatilskipun sem koma á niður á fyrirtækjum sem reka samfélagsmiðla. Fyrirtækjum eins og Twitter, Facebook og Alphabet, móðurfélag Google. Samkvæmt fjölmiðlum ytra felur tilskipunin í sér endurskoðun á lögum sem koma í veg fyrir að fyrirtækin séu ábyrg fyrir það sem notendur setja á samfélagsmiðlana. Í gær hótaði Trump því að loka Twitter og Facebook og sakaði hann fyrirtækin um að þagga niður í röddum íhaldsmanna. Tilefni þeirrar hótunar var að Twitter hafði sett fyrirvara við tíst forsetans, þar sem hann sagði ósannindi um meint kosningasvik. Forsetinn og stuðningsmenn hans brugðust reiðir við þessu og saka forsvarsmenn Twitter um að hafa ritskoðað forsetann. Í frétt Reuters segir að samkvæmt tilskipuninni eigi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna að mynda starfshóp sem fara eigi yfir lög einstakra ríkja varðandi starfsemi samfélagsmiðla og athuga hvort þeim sé framfylgt. Þar að auki á Hvíta húsið að stofna starfshóp sem þróa á tól til að auðvelda borgurum að kvarta yfir „ritskoðun“ á internetinu. Tilskipun Trump er einnig sögð fela í sér að Federal Trade Commision, nokkurs konar viðskiptaeftirlit Bandaríkjanna, á að kanna hvort ritstjórnarstefnur samfélagsmiðlanna sé í samræmi við yfirlýsingar fyrirtækjanna um hlutleysi. Samkvæmt Washington Post mun tilskipunin einnig þvinga forsvarsmenn ríkisstofnana til að endurskoða hve miklu er varið í auglýsingar á samfélagsmiðlum. Tilskipunin er ekki fullkláruð og gæti tekið breytingum en eins og áður segir er búist við því að Trump muni skrifa undir hana í dag. Í gærkvöldi tísti forsetinn og sakaði samfélagsmiðlafyrirtæki um að hafa reynt að koma í veg fyrir kjör hans árið 2016. Svipað væri upp á teningnum núna. Big Tech is doing everything in their very considerable power to CENSOR in advance of the 2020 Election. If that happens, we no longer have our freedom. I will never let it happen! They tried hard in 2016, and lost. Now they are going absolutely CRAZY. Stay Tuned!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 28, 2020
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Samfélagsmiðlar Facebook Twitter Google Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira