Segja framferði Trump „verstu martröð“ stofnenda Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2020 07:52 Búast má við darraðardans á Bandaríkjaþingi í vikunni þegar réttarhöld yfir Trump forseta hefjast. Vísir/EPA Umsjónarmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings með kærunni á hendur Donald Trump forseta fyrir embættisbrot segja að framferði Trump hafi verið „versta martröð“ stofnenda Bandaríkjanna. Lögfræðingar Hvíta hússins fullyrða á móti að kærurnar séu „ólöglegar“ og „árás á lýðræðið“. Öldungadeild Bandaríkjaþings ætlar að hefja réttarhöld yfir Trump vegna mögulegra embættisbrota á þriðjudag. Fulltrúadeildin kærði Trump fyrir að misnota vald sitt í samskiptum sínum við úkraínsk stjórnvöld og að hindra rannsókn þingsins á því. Í greinargerð sem fulltrúadeildarþingmenn demókrata lögðu fram í gær sökuðu þeir Trump um að hafa brugðist trausti almennings. Hann hafi notað vald sitt sem forseti til að þrýsta á erlenda ríkisstjórn að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum og það hafi hann gert í eiginhagsmunaskyni. Trump hafi svo reynt að hylma yfir það með því að leggja stein í götu rannsóknar þingsins. Trump og samverkamenn hans þrýstu á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótherja Trump í forsetakosningum í haust, og stoðlausa samsæriskenningu um forsetakosningarnar árið 2016. Embættismenn sem báru vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar töldu að í því skyni hafi Trump meðal annars látið stöðva hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu tímabundið. Segja kæruna reyna að snúa við úrslitum kosninga Lögfræðingar Hvíta hússins brugðust hart við kærunni fyrir embættisbrot í þeirra eigin greinargerð. Trump forseti neiti „afdráttarlaust og tvímælalaust“ sök. Kæran væri „hættuleg árás á rétt bandarísku þjóðarinnar til að velja sér eigin forseta frjáls“. „Þetta er óforskömmuð og ólögleg tilraun til að snúa við úrslitum kosninganna árið 2016 og til afskipta af kosningunum 2020 sem nú eru aðeins nokkrir mánuðir í,“ sagði í greinargerð Trump. Búist er við því að Trump leggi fram nýja og ítarlegri greinargerð á morgun og að fulltrúadeildin svari hennar á þriðjudag. Fram að þessu hafa Trump og Hvíta húsið ekki gefið út eigin lýsingu á atburðunum sem leiddu til þess að forsetinn var kærður fyrir embættisbrot. Þess í stöð hafa þau lagt áherslu á að kæruferlið bryti gegn stjórnarskrá og rannsóknin væri hlutdræg gegn forsetanum. Repúblikanar, sem fara með meirihluta í öldungadeildinni, og demókratar hafa deilt um hvort vitni verði kölluð fyrir í réttarhöldunum. Demókratar krefjast þess meðal annars að embættismenn sem Trump forseti kom í veg fyrir að bæru vitni í rannsókninni komi fyrir þingið en repúblikanar eru taldir vilja sýkna Trump og ljúka réttarhöldunum fljótt. Tilkynnt var í gær að Kenneth Starr, saksóknarinn sem rannsakaði Bill Clinton, fyrrverandi forseta, áður en hann var kærður fyrir embættisbrot, og Alan Dershowitz, lögmaður Jeffrey Epstein og OJ Simpson, yrðu hluti af lögfræðiteymi Trump í réttarhöldunum. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðgjafi Epstein og saksóknari gegn Clinton í lögfræðiteymi Trump Lögfræðingarnir tveir taka þátt í málsvörn Bandaríkjaforseta þegar öldungadeildin réttar yfir honum vegna meintra embættisbrota. 17. janúar 2020 16:45 Þingmenn sóru eið sem kviðdómur Donalds Trump Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna lét þingmenn sverja að þeir myndu framfylgja réttlætinu af hlutlægni. 17. janúar 2020 09:41 Sendi ákærur á hendur Trump formlega til meðferðar hjá öldungadeildinni Nú kemur til kasta öldungadeildarinnar, sem stjórnað er af Repúblikönum, að ákveða hvort forsetinn verði sakfelldur og honum vikið úr embætti. 16. janúar 2020 07:04 Samverkamaður Giuliani bendlar Trump beint við Úkraínubraskið Lev Parnas, skjólstæðingur Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að forsetinn hafi vitað allt um þrýstingsherferð Giuliani í Úkraínu. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Umsjónarmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings með kærunni á hendur Donald Trump forseta fyrir embættisbrot segja að framferði Trump hafi verið „versta martröð“ stofnenda Bandaríkjanna. Lögfræðingar Hvíta hússins fullyrða á móti að kærurnar séu „ólöglegar“ og „árás á lýðræðið“. Öldungadeild Bandaríkjaþings ætlar að hefja réttarhöld yfir Trump vegna mögulegra embættisbrota á þriðjudag. Fulltrúadeildin kærði Trump fyrir að misnota vald sitt í samskiptum sínum við úkraínsk stjórnvöld og að hindra rannsókn þingsins á því. Í greinargerð sem fulltrúadeildarþingmenn demókrata lögðu fram í gær sökuðu þeir Trump um að hafa brugðist trausti almennings. Hann hafi notað vald sitt sem forseti til að þrýsta á erlenda ríkisstjórn að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum og það hafi hann gert í eiginhagsmunaskyni. Trump hafi svo reynt að hylma yfir það með því að leggja stein í götu rannsóknar þingsins. Trump og samverkamenn hans þrýstu á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótherja Trump í forsetakosningum í haust, og stoðlausa samsæriskenningu um forsetakosningarnar árið 2016. Embættismenn sem báru vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar töldu að í því skyni hafi Trump meðal annars látið stöðva hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu tímabundið. Segja kæruna reyna að snúa við úrslitum kosninga Lögfræðingar Hvíta hússins brugðust hart við kærunni fyrir embættisbrot í þeirra eigin greinargerð. Trump forseti neiti „afdráttarlaust og tvímælalaust“ sök. Kæran væri „hættuleg árás á rétt bandarísku þjóðarinnar til að velja sér eigin forseta frjáls“. „Þetta er óforskömmuð og ólögleg tilraun til að snúa við úrslitum kosninganna árið 2016 og til afskipta af kosningunum 2020 sem nú eru aðeins nokkrir mánuðir í,“ sagði í greinargerð Trump. Búist er við því að Trump leggi fram nýja og ítarlegri greinargerð á morgun og að fulltrúadeildin svari hennar á þriðjudag. Fram að þessu hafa Trump og Hvíta húsið ekki gefið út eigin lýsingu á atburðunum sem leiddu til þess að forsetinn var kærður fyrir embættisbrot. Þess í stöð hafa þau lagt áherslu á að kæruferlið bryti gegn stjórnarskrá og rannsóknin væri hlutdræg gegn forsetanum. Repúblikanar, sem fara með meirihluta í öldungadeildinni, og demókratar hafa deilt um hvort vitni verði kölluð fyrir í réttarhöldunum. Demókratar krefjast þess meðal annars að embættismenn sem Trump forseti kom í veg fyrir að bæru vitni í rannsókninni komi fyrir þingið en repúblikanar eru taldir vilja sýkna Trump og ljúka réttarhöldunum fljótt. Tilkynnt var í gær að Kenneth Starr, saksóknarinn sem rannsakaði Bill Clinton, fyrrverandi forseta, áður en hann var kærður fyrir embættisbrot, og Alan Dershowitz, lögmaður Jeffrey Epstein og OJ Simpson, yrðu hluti af lögfræðiteymi Trump í réttarhöldunum.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðgjafi Epstein og saksóknari gegn Clinton í lögfræðiteymi Trump Lögfræðingarnir tveir taka þátt í málsvörn Bandaríkjaforseta þegar öldungadeildin réttar yfir honum vegna meintra embættisbrota. 17. janúar 2020 16:45 Þingmenn sóru eið sem kviðdómur Donalds Trump Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna lét þingmenn sverja að þeir myndu framfylgja réttlætinu af hlutlægni. 17. janúar 2020 09:41 Sendi ákærur á hendur Trump formlega til meðferðar hjá öldungadeildinni Nú kemur til kasta öldungadeildarinnar, sem stjórnað er af Repúblikönum, að ákveða hvort forsetinn verði sakfelldur og honum vikið úr embætti. 16. janúar 2020 07:04 Samverkamaður Giuliani bendlar Trump beint við Úkraínubraskið Lev Parnas, skjólstæðingur Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að forsetinn hafi vitað allt um þrýstingsherferð Giuliani í Úkraínu. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Ráðgjafi Epstein og saksóknari gegn Clinton í lögfræðiteymi Trump Lögfræðingarnir tveir taka þátt í málsvörn Bandaríkjaforseta þegar öldungadeildin réttar yfir honum vegna meintra embættisbrota. 17. janúar 2020 16:45
Þingmenn sóru eið sem kviðdómur Donalds Trump Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna lét þingmenn sverja að þeir myndu framfylgja réttlætinu af hlutlægni. 17. janúar 2020 09:41
Sendi ákærur á hendur Trump formlega til meðferðar hjá öldungadeildinni Nú kemur til kasta öldungadeildarinnar, sem stjórnað er af Repúblikönum, að ákveða hvort forsetinn verði sakfelldur og honum vikið úr embætti. 16. janúar 2020 07:04
Samverkamaður Giuliani bendlar Trump beint við Úkraínubraskið Lev Parnas, skjólstæðingur Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að forsetinn hafi vitað allt um þrýstingsherferð Giuliani í Úkraínu. 16. janúar 2020 10:30