Erlent

Brúðhjónum bannað að kyssast

Andri Eysteinsson skrifar
Frá brúðkaupi í Sri Lanka árið 2013.
Frá brúðkaupi í Sri Lanka árið 2013. Getty/Buddhika Weerasinghe

Yfirvöld í eyríkinu Sri Lanka hafa aflétt takmörkunum sem settar voru til að berjast gegn faraldri kórónuveirunnar, á meðal afléttinga verður leyft að halda brúðkaup, þó verður kossaflens brúðhjóna bannað í athöfnum. Guardian greinir frá.

Brúðkaupsveislur í Sri Lanka eru jafnan mikið sjónarspil með miklum fjölda gesta og nokkurra daga veisluhöldum. Núgildandi reglur gera þó ráð fyrir því að athafnir og veislur verði í töluvert smærra sniði. „Gestir mega ekki, faðmast, kyssast eða heilsast með snertingum,“ segir í nýjum reglum heilbrigðisyfirvalda. Ekki fleiri en 100 gestir mega heiðra brúðhjónin með nærveru sinni en þeir verða að viðhalda eins metra bili á milli og skulu klæðast andlitsgrímum.

Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar greindist í Sri Lanka í lok janúar en 1.055 tilfelli og níu andlát hafa verið staðfest. Útgöngubann hefur verið í gildi í stærstu borg landsins, Colombo, í þrjá mánuði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.