Srí Lanka

Fréttamynd

„Heyrðu, hún er fundin“

Fanney Ýr Gunnlaugsdóttir var ungabarn þegar hún var ættleidd frá Sri Lanka. Eftir að hafa horft á sjónvarpsþættina Leitin að upprunanum kviknaði hjá henni löngun; hún vildi finna blóðmóður sína. Hana grunaði hins vegar aldrei að það ættu einungis eftir að líða tvær vikur þar til að móðir hennar kæmi í leitirnar. Atburðarásin var að mörgu leyti lygileg.

Lífið
Fréttamynd

Rannsóknarskipi lagt upp að bryggju í umdeildri höfn

Kínversku rannsóknarskipi var í morgun lagt upp að bryggju í umdeildri höfn í Sri Lanka. Það var gert eftir að yfirvöld í landinu meinuðu áhöfn skipsins fyrst að koma að landi. Siglingar skipsins, sem er rekið af kínverska hernum, þykja líklegar til að valda indverskum ráðamönnum áhyggjum.

Erlent
Fréttamynd

Herinn á Sri Lanka að missa þolinmæðina

Mikil reiði er meðal almennings á Sri Lanka eftir að landflótta forseti landsins skipaði forsætisráðherra í embættið í sinn stað. Herinn hefur gefið leiðtogum stjórnmálaflokka frest til að setja fram áætlun um framtíð Sri Lanka.

Erlent
Fréttamynd

Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka

Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja.

Erlent
Fréttamynd

For­seti Srí Lanka hefur flúið land

Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo.

Erlent
Fréttamynd

Forseta Srí Lanka mistókst að flýja land

Gotabaya Rajapaksa, forseta Srí Lanka, hefur mistekist að flýja land. Flugvallarstarfsmenn eru sagðir hafa komið í veg fyrir að forsetinn gæti notað sérútgang til að komast í flug til Dubai.

Erlent
Fréttamynd

Mót­mælendur brutust inn á heimili for­seta Srí Lanka

Íbúar Srí Lanka hafa mótmælt stjórnvöldum harðlega undanfarna mánuði vegna efnahagsástandsins þar í landi. Í dag brutust mótmælendur inn á heimili og skrifstofu forseta landsins. Þingið kom þá saman og forsætisráðherrann samþykkti að segja af sér þegar flokkar koma sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar.

Erlent
Fréttamynd

Setja veru­legar hömlur á sölu elds­neytis

Yfirvöld á Sri Lanka hafa ákveðið að banna alla sölu eldsneytis í landinu nema til farartækja sem teljast nauðsynleg samfélaginu. Ástæðan er mikill eldsneytisskortur en gríðarlegar efnahagsþrengingar hafa gengið yfir landsmenn undanfarin misseri.

Erlent
Fréttamynd

Boða rann­sóknir vegna Pan­dóru­skjalanna

Yfir­völd í að minnsta kosti átta löndum víða um heim hafa til­kynnt að þau muni koma til með hefja rann­sókn vegna upp­lýsinga í Pan­dóru­skjölunum svo­kölluðu sem birt voru í gær.

Erlent
Fréttamynd

Mrs World handtekin eftir uppákomuna

Lögreglan í Srí Lanka hefur handtekið Caroline Jurie, handhafa titilsins Mrs World, eftir atburð sem kom upp við krýningu Mrs Sri Lanka síðastliðinn sunnudag. Atvikið hefur vakið mikla athygli en keppninni var sjónvarpað á Srí Lanka.

Lífið
Fréttamynd

Óttast stærðarinnar umhverfisslys í Indlandshafi

Verið er að draga olíuflutningaskips sem stendur í ljósum logum frá ströndum Srí Lanka. Óttast er að um 270 þúsund tonn af hráolíu muni enda í Indlandshafi, sem yrði stærðarinnar umhverfisslys. Sjóher Srí Lanka og strandgæsla Indlands reyna að slökkva eldinn.

Erlent
Fréttamynd

Brúðhjónum bannað að kyssast

Yfirvöld í eyríkinu Sri Lanka hafa aflétt takmörkunum sem settar voru til að berjast gegn faraldri kórónuveirunnar, á meðal afléttinga verður leyft að halda brúðkaup, þó verður kossaflens brúðhjóna bannað í athöfnum.

Erlent