Eiður Smári skaut fast á sparkspeking Dr. Football en eyddi svo færslunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2020 09:30 Eiður Smári Guðjohnsen er aðstoðarþjálfari íslenska 21 árs landsliðsins. Hér er hann í því starfi í leik á móti Englandi. Getty/Mike Egerton Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og núverandi aðstoðarþjálfari íslenska 21 árs landsliðsins, blandaði sér í gær í umræðuna um þau orð sem Mikael Nikulásson, þjálfari karlaliðs Njarðvíkur og sparkspekingur í Dr. Football, lét falla á dögunum. Mikael Nikulásson talaði um það í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að Anna Björk Kristjánsdóttir, nýr leikmaður Selfoss í Pepsi Max deild kvenna, væri á hærri launum en konur í fótbolta ættu að fá. Laun hennar væru hærri en margra í Pepsi Max-deild karla. Landsliðskonur eru afar ósáttar við ummæli sem féllu í hlaðvarpinu Dr. Football.https://t.co/eqG7rLiPCq— Sportið á Vísi (@VisirSport) May 20, 2020 Ummælin féllu í mjög grýttan jarðveg ekki síst hjá íslenskum landsliðskonum sem hafa gagnrýnt Mikael mikið á samfélagsmiðlum. Eiður Smári sagði svo sína skoðun á Twitter í gærkvöldi. Eiður Smári er með rúmlega 51 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Eiður Smári um Mækarann: Sérfræðingur í fótbolta sem allt þykist vita https://t.co/loK9XPRS21— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 21, 2020 Vefsíðan Fótbolti.net sagði frá því að Eiður Smári ákvað að koma með orðagrín eða einhvers konar rímu á Twitter í gærkvöldi en hann eyddi síðar færslunni. Menn á Twitter misstu hins vegar ekki af henni og mynd af henni má sjá hér fyrir neðan. „Sérfræðingur í fótbolta sem allt þykist vita...talaði með rassgatinu og úr því kom skita #drfootball #dontwannabelikemike" skrifaði Eiður en færsla hans fékk þó ekki að lifa mjög lengi. Eiður Smári virðist hafa ætlað að ná til Mikaels og Hjörvars Hafliðasonar, umsjónarmanns hlaðvarpsþáttarins Dr. Football, því hann setti líka myllumerkið #drfootball og #dontwannabelikemike þar sem hann vitnar þar í lagið Be Like Mike sem kom fyrst fram í Gatorade auglýsingu með Michael Jordan. Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Furðulegasta hlaup ársins innihélt skyldustopp á Taco Bell Sport Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og núverandi aðstoðarþjálfari íslenska 21 árs landsliðsins, blandaði sér í gær í umræðuna um þau orð sem Mikael Nikulásson, þjálfari karlaliðs Njarðvíkur og sparkspekingur í Dr. Football, lét falla á dögunum. Mikael Nikulásson talaði um það í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að Anna Björk Kristjánsdóttir, nýr leikmaður Selfoss í Pepsi Max deild kvenna, væri á hærri launum en konur í fótbolta ættu að fá. Laun hennar væru hærri en margra í Pepsi Max-deild karla. Landsliðskonur eru afar ósáttar við ummæli sem féllu í hlaðvarpinu Dr. Football.https://t.co/eqG7rLiPCq— Sportið á Vísi (@VisirSport) May 20, 2020 Ummælin féllu í mjög grýttan jarðveg ekki síst hjá íslenskum landsliðskonum sem hafa gagnrýnt Mikael mikið á samfélagsmiðlum. Eiður Smári sagði svo sína skoðun á Twitter í gærkvöldi. Eiður Smári er með rúmlega 51 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Eiður Smári um Mækarann: Sérfræðingur í fótbolta sem allt þykist vita https://t.co/loK9XPRS21— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 21, 2020 Vefsíðan Fótbolti.net sagði frá því að Eiður Smári ákvað að koma með orðagrín eða einhvers konar rímu á Twitter í gærkvöldi en hann eyddi síðar færslunni. Menn á Twitter misstu hins vegar ekki af henni og mynd af henni má sjá hér fyrir neðan. „Sérfræðingur í fótbolta sem allt þykist vita...talaði með rassgatinu og úr því kom skita #drfootball #dontwannabelikemike" skrifaði Eiður en færsla hans fékk þó ekki að lifa mjög lengi. Eiður Smári virðist hafa ætlað að ná til Mikaels og Hjörvars Hafliðasonar, umsjónarmanns hlaðvarpsþáttarins Dr. Football, því hann setti líka myllumerkið #drfootball og #dontwannabelikemike þar sem hann vitnar þar í lagið Be Like Mike sem kom fyrst fram í Gatorade auglýsingu með Michael Jordan.
Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Furðulegasta hlaup ársins innihélt skyldustopp á Taco Bell Sport Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Sjá meira