Grikkir hafna því að þeir reki leynifangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2020 15:53 Grikkir eru sakaðir um að brjóta á mannréttindum flóttafólks sem reynir að komast til Evrópu frá Tyrklandi. Vísir/EPA Talsmaður grísku ríkisstjórnarinnar þvertekur fyrir að hún reki leynifangelsi þar sem flóttafólki er haldið og neitað um að leggja fram hælisumsókn eða ræða við lögfræðing. New York Times greindi frá leynifangelsinu sem er sagt nærri landamærum Grikklands og Tyrklands. Tugir þúsunda sýrlenskra flóttamanna hafa reynt að komast inn í Grikkland eftir að tyrknesk stjórnvöld ákváðu að halda þeim ekki lengur þar og byrjaði að flytja þá að landamærunum. Grikkir lokuðu landamærunum og hættu að taka við hælisumsóknum í kjölfarið. Lýsingar flóttamanna sem New York Times ræddi við voru á þá leið að þeir hefðu verið fluttir í fangageymslu þar sem þeir fengu hvorki að tala við lögfræðing né leggja fram umsókn um alþjóðlega vernd. Lögreglumenn hafi svo flutt þá aftur yfir til Tyrklands. Fyrrverandi sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna sagðist telja aðfarir Grikkja stríða gegn alþjóðalögum. Stelios Petsas, talsmaður grísku ríkisstjórnarinnar, svaraði fyrirspurn New York Times um leynifangelsið ekki beint. Nú fullyrðir hann að ekkert sé hæft í fréttinni. Algert gegnsæi ríki um landamæraeftirlit og öryggi þar. Stjórnarskrá Grikklands sé virt. „Það eru engin leynifangelsi í Grikklandi,“ segir Petsas sem færði einnig rök fyrir því að ef alþjóðlegt dagblað vissi um fangelsið væri það ekki leynilegt, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þá hafnaði Petsas því að grískir her- eða lögreglumenn hefðu drepið flóttamenn á landamærunum. New York Times vísaði í myndbandsupptökur og framburð vitna um að í það minnsta einn sýrlensku flóttamaður hefði verið skotinn til bana í síðustu viku. „Við höfum hafnað afdráttarlaust að slíkt hafi verið á ferðinni, að minnsta kosti af hálfu Grikklands…Þetta er skipulagður tyrkneskur áróður og dreifing falsfrétta,“ sagði Petsas. Grikkland Tyrkland Flóttamenn Tengdar fréttir Grikkir sagðir halda flóttafólki í leynifangelsi Fyrrverandi sendifulltrúi SÞ vegna mannréttinda flóttafólks telur grísk stjórnvöld brjóta réttindi flóttafólks með leynifangelsi nærri landamærunum að Tyrklandi. New York Times segir að sýrlensku flóttafólki sé haldið þar áður en því sé vísað úr landi án þess að vera gefið tækifæri til að sækja um hæli eða ræða við lögmann. 11. mars 2020 10:55 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Talsmaður grísku ríkisstjórnarinnar þvertekur fyrir að hún reki leynifangelsi þar sem flóttafólki er haldið og neitað um að leggja fram hælisumsókn eða ræða við lögfræðing. New York Times greindi frá leynifangelsinu sem er sagt nærri landamærum Grikklands og Tyrklands. Tugir þúsunda sýrlenskra flóttamanna hafa reynt að komast inn í Grikkland eftir að tyrknesk stjórnvöld ákváðu að halda þeim ekki lengur þar og byrjaði að flytja þá að landamærunum. Grikkir lokuðu landamærunum og hættu að taka við hælisumsóknum í kjölfarið. Lýsingar flóttamanna sem New York Times ræddi við voru á þá leið að þeir hefðu verið fluttir í fangageymslu þar sem þeir fengu hvorki að tala við lögfræðing né leggja fram umsókn um alþjóðlega vernd. Lögreglumenn hafi svo flutt þá aftur yfir til Tyrklands. Fyrrverandi sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna sagðist telja aðfarir Grikkja stríða gegn alþjóðalögum. Stelios Petsas, talsmaður grísku ríkisstjórnarinnar, svaraði fyrirspurn New York Times um leynifangelsið ekki beint. Nú fullyrðir hann að ekkert sé hæft í fréttinni. Algert gegnsæi ríki um landamæraeftirlit og öryggi þar. Stjórnarskrá Grikklands sé virt. „Það eru engin leynifangelsi í Grikklandi,“ segir Petsas sem færði einnig rök fyrir því að ef alþjóðlegt dagblað vissi um fangelsið væri það ekki leynilegt, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þá hafnaði Petsas því að grískir her- eða lögreglumenn hefðu drepið flóttamenn á landamærunum. New York Times vísaði í myndbandsupptökur og framburð vitna um að í það minnsta einn sýrlensku flóttamaður hefði verið skotinn til bana í síðustu viku. „Við höfum hafnað afdráttarlaust að slíkt hafi verið á ferðinni, að minnsta kosti af hálfu Grikklands…Þetta er skipulagður tyrkneskur áróður og dreifing falsfrétta,“ sagði Petsas.
Grikkland Tyrkland Flóttamenn Tengdar fréttir Grikkir sagðir halda flóttafólki í leynifangelsi Fyrrverandi sendifulltrúi SÞ vegna mannréttinda flóttafólks telur grísk stjórnvöld brjóta réttindi flóttafólks með leynifangelsi nærri landamærunum að Tyrklandi. New York Times segir að sýrlensku flóttafólki sé haldið þar áður en því sé vísað úr landi án þess að vera gefið tækifæri til að sækja um hæli eða ræða við lögmann. 11. mars 2020 10:55 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Grikkir sagðir halda flóttafólki í leynifangelsi Fyrrverandi sendifulltrúi SÞ vegna mannréttinda flóttafólks telur grísk stjórnvöld brjóta réttindi flóttafólks með leynifangelsi nærri landamærunum að Tyrklandi. New York Times segir að sýrlensku flóttafólki sé haldið þar áður en því sé vísað úr landi án þess að vera gefið tækifæri til að sækja um hæli eða ræða við lögmann. 11. mars 2020 10:55
Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13