Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2020 11:13 Flóttamenn standa við landamæri Grikklands. Komið hefur til átaka við landamærin og mun einn flóttamaður hafa verið skotinn til bana. AP/Giannis Papanikos Yfirvöld Grikklands hafa lokað á frekari hælisumsóknir eftir að Tyrkir byrjuðu að hleypa flóttafólki til Grikklands. Fregnir hafa borist af því að landamæraverðir í Grikklandi hafi skotið flóttamann til bana í morgun. Um það bil 3,7 milljónir flóttafólks hafa haldið til í Tyrklandi um árabil, auk flóttafólks frá öðrum ríkjum svæðisins. Ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan ,forseta Tyrklands, hafði gert samkomulag við Evrópusambandið um að fólkinu yrði ekki leyft að fara lengra en til Tyrklands og staðinn fengu Tyrkir fjárstyrki frá ESB. Nú segjast Tyrkir hins vegar ekki ráða við þennan fjölda flóttafólks og hafa opnað dyrnar að Evrópu, ef svo má að orði komast. Yfirvöld Grikklands hafa hins vegar aukið viðbúnaðinn við landamæri ríkjanna til muna og hafa hermenn verið sendir á svæðið. Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, tilkynnti aðgerðirnar í gærkvöldi. Sagði hann sömuleiðis að landamæri Grikklands væru landamæri Evrópu og að þau yrðu varin. Ríkisstjórn hans hefur leitað til ESB eftir aðstoð. ESB segir að aðstoð verði veitt til Grikklands og Búlgaríu, sem deilir einnig landamærum með Tyrklandi. „Einu sinni enn. Ekki reyna að komast til Grikklands ólöglega. Ykkur verður vísað á brott,“ skrifaði Mitsotakis á Twtitter. The borders of Greece are the external borders of Europe. We will protect them. I will be visiting the #Evros land border with Turkey along with Charles Michel @eucopresident on Tuesday.Once more, do not attempt to enter Greece illegally - you will be turned back. — Prime Minister GR (@PrimeministerGR) March 1, 2020 Grikkir segja að minnst tíu þúsund manns hafi verið vísað frá landamærunum á laugardaginn og 5.500 manns í gær. Óstaðfestar fregnir herma að flóttafólki í Tyrklandi hafi verið keyrt að landamærum Grikklands í ómerktum rútum og hafa myndbandsupptökur stutt þær fregnir. Alkiviadis Stefanis, aðstoðarvarnarmálaráðherra Grikklands, hefur sakaði yfirvöld Tyrklands um að hvetja flóttafólk til að leggja land undir fót og fara til Evrópu. „Þeir eru ekki bara hættir að stöðva þau, heldur eru þeir að hjálpa þeim,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali, samkvæmt BBC. Komið hefur til átaka á milli flóttafólksins og landamæravarða. Táragasi hefur verið beitt gegn flóttafólkinu sem hefur kastað grjóti og öðrum munum að landamæravörðunum. Mevlut Cavasoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, birti tíst á laugardaginn þar sem hann gagnrýndi Grikki harðlega. „Sjáið þá sem veita okkur kennslustundir í um alþjóðalög!“ skrifaði hann. „Þeir kasta táragasi að þúsundum saklausra sem hafa raðað sér upp við dyr þeirra“. Hann skrifaði einnig að Tyrkir væru ekki skuldbundnir til að halda fólkinu þar í landi en Grikkjum bæri að koma fram við þau eins og manneskjur. Bize uluslararas hukuk dersi verenlere bak n! Kap lar na y lm binlerce masum insan n üzerine utanmadan gaz bombalar at yorlar.Bizim ülkemizden giden insanlar zorla tutmak gibi bir yükümlülü ümüz yok. Ama Yunanistan n kap s na gelenlere insan gibi davranma yükümlülü ü var! https://t.co/Av0v5GIy5o pic.twitter.com/YhludAdRGg— Mevlüt Çavu o lu (@MevlutCavusoglu) February 29, 2020 Fólksflutningarnir tengjast Idlib-héraði í Sýrlandi og átökunum þar. Gífurlega margir eru á flótta þar og hafa flestir þeirra leitað til Tyrklands. Neyðarástand er á svæðinu. Sjá einnig: Hræðilegt ástand og mestu fólksflutningarnir í sögu stríðsins Embættismenn í Tyrklandi segjast vera að búa sig undir komu margra flóttamanna til viðbótar og því hafi ákvörðunin verið tekin að opna landamærin að Grikklandi. Ábyrgðin gæti ekki einungis verið á höndum Tyrkja. Nú í morgun bárust svo fregnir af því að grískir landamæraverðir hafi skotið mann til bana á landamærunum. This is the first reported death among migrants trying to cross from Turkey to Greece. One syrian man was shot dead by Greek border guards. Here is the video.@akhbar pic.twitter.com/LIM5L8d03h— Jenan Moussa (@jenanmoussa) March 2, 2020 Flóttamenn Tyrkland Sýrland Grikkland Tengdar fréttir Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Sjá meira
Yfirvöld Grikklands hafa lokað á frekari hælisumsóknir eftir að Tyrkir byrjuðu að hleypa flóttafólki til Grikklands. Fregnir hafa borist af því að landamæraverðir í Grikklandi hafi skotið flóttamann til bana í morgun. Um það bil 3,7 milljónir flóttafólks hafa haldið til í Tyrklandi um árabil, auk flóttafólks frá öðrum ríkjum svæðisins. Ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan ,forseta Tyrklands, hafði gert samkomulag við Evrópusambandið um að fólkinu yrði ekki leyft að fara lengra en til Tyrklands og staðinn fengu Tyrkir fjárstyrki frá ESB. Nú segjast Tyrkir hins vegar ekki ráða við þennan fjölda flóttafólks og hafa opnað dyrnar að Evrópu, ef svo má að orði komast. Yfirvöld Grikklands hafa hins vegar aukið viðbúnaðinn við landamæri ríkjanna til muna og hafa hermenn verið sendir á svæðið. Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, tilkynnti aðgerðirnar í gærkvöldi. Sagði hann sömuleiðis að landamæri Grikklands væru landamæri Evrópu og að þau yrðu varin. Ríkisstjórn hans hefur leitað til ESB eftir aðstoð. ESB segir að aðstoð verði veitt til Grikklands og Búlgaríu, sem deilir einnig landamærum með Tyrklandi. „Einu sinni enn. Ekki reyna að komast til Grikklands ólöglega. Ykkur verður vísað á brott,“ skrifaði Mitsotakis á Twtitter. The borders of Greece are the external borders of Europe. We will protect them. I will be visiting the #Evros land border with Turkey along with Charles Michel @eucopresident on Tuesday.Once more, do not attempt to enter Greece illegally - you will be turned back. — Prime Minister GR (@PrimeministerGR) March 1, 2020 Grikkir segja að minnst tíu þúsund manns hafi verið vísað frá landamærunum á laugardaginn og 5.500 manns í gær. Óstaðfestar fregnir herma að flóttafólki í Tyrklandi hafi verið keyrt að landamærum Grikklands í ómerktum rútum og hafa myndbandsupptökur stutt þær fregnir. Alkiviadis Stefanis, aðstoðarvarnarmálaráðherra Grikklands, hefur sakaði yfirvöld Tyrklands um að hvetja flóttafólk til að leggja land undir fót og fara til Evrópu. „Þeir eru ekki bara hættir að stöðva þau, heldur eru þeir að hjálpa þeim,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali, samkvæmt BBC. Komið hefur til átaka á milli flóttafólksins og landamæravarða. Táragasi hefur verið beitt gegn flóttafólkinu sem hefur kastað grjóti og öðrum munum að landamæravörðunum. Mevlut Cavasoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, birti tíst á laugardaginn þar sem hann gagnrýndi Grikki harðlega. „Sjáið þá sem veita okkur kennslustundir í um alþjóðalög!“ skrifaði hann. „Þeir kasta táragasi að þúsundum saklausra sem hafa raðað sér upp við dyr þeirra“. Hann skrifaði einnig að Tyrkir væru ekki skuldbundnir til að halda fólkinu þar í landi en Grikkjum bæri að koma fram við þau eins og manneskjur. Bize uluslararas hukuk dersi verenlere bak n! Kap lar na y lm binlerce masum insan n üzerine utanmadan gaz bombalar at yorlar.Bizim ülkemizden giden insanlar zorla tutmak gibi bir yükümlülü ümüz yok. Ama Yunanistan n kap s na gelenlere insan gibi davranma yükümlülü ü var! https://t.co/Av0v5GIy5o pic.twitter.com/YhludAdRGg— Mevlüt Çavu o lu (@MevlutCavusoglu) February 29, 2020 Fólksflutningarnir tengjast Idlib-héraði í Sýrlandi og átökunum þar. Gífurlega margir eru á flótta þar og hafa flestir þeirra leitað til Tyrklands. Neyðarástand er á svæðinu. Sjá einnig: Hræðilegt ástand og mestu fólksflutningarnir í sögu stríðsins Embættismenn í Tyrklandi segjast vera að búa sig undir komu margra flóttamanna til viðbótar og því hafi ákvörðunin verið tekin að opna landamærin að Grikklandi. Ábyrgðin gæti ekki einungis verið á höndum Tyrkja. Nú í morgun bárust svo fregnir af því að grískir landamæraverðir hafi skotið mann til bana á landamærunum. This is the first reported death among migrants trying to cross from Turkey to Greece. One syrian man was shot dead by Greek border guards. Here is the video.@akhbar pic.twitter.com/LIM5L8d03h— Jenan Moussa (@jenanmoussa) March 2, 2020
Flóttamenn Tyrkland Sýrland Grikkland Tengdar fréttir Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Sjá meira
Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21
Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45