Íslenski boltinn

Strembið tímabil framundan hjá Fjölni: „Þetta verður mjög erfitt“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ásmundur Arnarsson er kominn aftur í efstu deild. Hér er hann með Reyni sér á vinstri hönd en Reynir verður sérfræðingur Pepsi Max markanna í sumar.
Ásmundur Arnarsson er kominn aftur í efstu deild. Hér er hann með Reyni sér á vinstri hönd en Reynir verður sérfræðingur Pepsi Max markanna í sumar. Mynd/Stöð 2 Sport

Í upphitunarþætti Stöðvar 2 Sport fyrir Pepsi Max deild karla ræddu þeir Guðmundur Benediktsson, Reynir Leósson og Tómas Ingi Tómasson nýliða Fjölnis. Liðið er komið aftur upp í Pepsi Max deildina eftir að hafa lent í 2. sæti næst efstu deildar síðasta sumar.

Talið er að stoppið verði stutt en liðið hefur misst marga af sína bestu mönnum í vetur og erfitt að sjá liðið halda sér uppi eins og staðan er í dag.

„Held það segi allir að þetta verði erfitt fyrir Fjölni og þrátt fyrir reynslu Ása [Ásmundar Arnarssonar] held ég að þetta verði mjög erfitt. Ég ætla bara að segja það aftur,“ sagði Gummi Ben um komandi sumar í Grafarvoginum.

„Ég held það sé hárrétt,“ svaraði Tómas áður en Reynir greip fram í og sagði „ég held þetta verði erfitt,“ og hló.

„Það er gaman að sjá Ása fá tækifæri aftur í efstu deild. Hann bakkaði eiginlega úr þjálfun eftir langan tíma og fór upp með Fjölni á fyrsta tækifæri sem er auðvitað vel gert hjá honum,“ sagði Reynir en hann var aðstoðarþjálfari Ásmundar hjá Fylki á sínum tíma.

„Markahæsti leikmaðurinn er farinn, besti varnarmaðurinn þeirra á síðustu leiktíð í Rasmus og svo ákveður fyrirliðinn að hætta í síðustu viku. Þetta er ekki eitthvað sem þú bjargar með því að leita í rassvasanum,“ sagði Gummi um leikmannahópinn sem er þynnri og eflaust slakari en á síðustu leiktíð.

„Bara ef við tökum Albert, hann er ekki bara skorarinn í liðinu. Hann lagði töluvert upp, hann er maður inn í klefanum. Hann er svo miklu meira en bara sá sem skoraði níu mörk. Rasmus er og verður einn af betri varnarmönnum deildarinnar, mér finnst hann frábær,“ sagði Tómas Ingi um þau skörð sem Fjölnir þarf að fylla.

Umræðan færðist svo yfir í ákvörðun Bergsveins Ólafssonar, fyrirliða liðsins, og að hann hafi óvænt hætt skömmu fyrir mót.

„Lið eins og Fjölnir þarf alla „all-in“ og þá er þetta líklega heiðarlegasta nálgunin en þetta setur auðvitað Fjölni í bobba,“ sagði Reynir að lokum.

Umræðuna í heild sinni má sjá í spilarnum hér að neðan.

Klippa: Umræða um nýliða Fjölnis

Tengdar fréttir

„Átti erfitt með að trúa þessu“

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis í Pepsi Max-deild karla, segist hafa verið hissa þegar Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði liðsins, ákvað að leggja skóna á hilluna fyrr í mánuðinum. Ásmundur hafði ekki séð neitt á Bergsveini að hugurinn væri kominn annað.

Bergsveinn: Erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma

Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti.

Bergsveinn hættur í fótbolta

Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann staðfesti þetta nú undir kvöld.

„Sorglegt“ að Albert Brynjar sé að fara spila í C-deildinni

Það var rætt um möguleika nýliða Fjölnis í Pepsi Max-deild karla á komandi tímabili í þættinum Sportinu í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sport í gærkvöldi. Guðmundur Benediktsson, Sigurvin Ólafsson fyrrum knattspyrnumaður og fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason fóru yfir stöðuna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.