Bergsveinn: Erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2020 19:39 Bergsveinn í baráttu við Thomas Mikkelsen sumarið 2018. vísir/bára Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. Það kom mörgum í opna skjöldu að Bergsveinn hafi lagt skóna á hilluna enda einungis 27 ára. Hann segir að áhuginn einfaldlega liggi annars staðar en segir að þetta hafi verið erfitt, sér í lagi þegar margir skilgreina hann sem fótboltamann. „Tilfinningin hefur blundað lengi en ég hef ekkert hugsað almennilega um þetta,“ sagði Bergsveinn í samtali við Vísi í kvöld. „Þetta er erfitt þegar maður skilgreindur sem fótboltamaður. Vísbendingarnar gáfu til kynna að ástríðan var farin úr fótboltanum. Áhuginn liggur annars staðar. Ég hef áhuga á sálfræðinni og hjálpa öðru fólki.“ Hann segir að hann hafi kallað þjálfarateymið og stjórn félagsins á fund í gær og tilkynnt leikmönnum ákvörðunina í dag. „Ég hóaði á fund í gær. Ása, Gunna aðstoðarþjálfara og Gunna markmannsþjálfara og stjórnina. Ég ræddi við þá í gær og leikmenn áðan.“ „Ég sagði þeim bara hvernig mér leið og þetta er það erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma. Þeir eru svekktir og mega vera svekktir og reyndu að snúa mér en ég hef tekið þessa ákvörðun.“ Hann segir að það sé ekki bara titlar og velgengi innan vallar sem standi upp úr. „Það er hægt að ræða titla. Það var gaman að vera Íslandsmeistari 2016 og fara fara tvisvar upp með Fjölni en það sem stendur upp úr er allt þetta góða fólk í kringum félögin. Öll tengslin sem maður myndar og öll vináttan. Allt þetta sem fótboltinn kenndi manni. Öll mistökin og allir erfiðu tímarnir, dugnaðurinn og vinnusemin sem hjálpa manni í lífinu.“ Nánar verður rætt við Bergsvein í Sportpakkanum annað kvöld. Pepsi Max-deild karla Fjölnir Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. Það kom mörgum í opna skjöldu að Bergsveinn hafi lagt skóna á hilluna enda einungis 27 ára. Hann segir að áhuginn einfaldlega liggi annars staðar en segir að þetta hafi verið erfitt, sér í lagi þegar margir skilgreina hann sem fótboltamann. „Tilfinningin hefur blundað lengi en ég hef ekkert hugsað almennilega um þetta,“ sagði Bergsveinn í samtali við Vísi í kvöld. „Þetta er erfitt þegar maður skilgreindur sem fótboltamaður. Vísbendingarnar gáfu til kynna að ástríðan var farin úr fótboltanum. Áhuginn liggur annars staðar. Ég hef áhuga á sálfræðinni og hjálpa öðru fólki.“ Hann segir að hann hafi kallað þjálfarateymið og stjórn félagsins á fund í gær og tilkynnt leikmönnum ákvörðunina í dag. „Ég hóaði á fund í gær. Ása, Gunna aðstoðarþjálfara og Gunna markmannsþjálfara og stjórnina. Ég ræddi við þá í gær og leikmenn áðan.“ „Ég sagði þeim bara hvernig mér leið og þetta er það erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma. Þeir eru svekktir og mega vera svekktir og reyndu að snúa mér en ég hef tekið þessa ákvörðun.“ Hann segir að það sé ekki bara titlar og velgengi innan vallar sem standi upp úr. „Það er hægt að ræða titla. Það var gaman að vera Íslandsmeistari 2016 og fara fara tvisvar upp með Fjölni en það sem stendur upp úr er allt þetta góða fólk í kringum félögin. Öll tengslin sem maður myndar og öll vináttan. Allt þetta sem fótboltinn kenndi manni. Öll mistökin og allir erfiðu tímarnir, dugnaðurinn og vinnusemin sem hjálpa manni í lífinu.“ Nánar verður rætt við Bergsvein í Sportpakkanum annað kvöld.
Pepsi Max-deild karla Fjölnir Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira