Upphitun Stöðvar 2 Sports fyrir Pepsi Max-deild karla hófst formlega í kvöld. Þá var á dagskrá fyrsti upphitunarþátturinn af fjórum sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og á Vísi. Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Í fyrsta þættinum fór Guðmundur Benediktsson yfir lið Breiðabliks, FH og Fjölnis með hjálp sérfræðinga sinna.
Upphitunarþættirnir verða á dagskrá næstu fjögur miðvikudagskvöld og kvöldið fyrir fyrsta leik í Pepsi Max-deildinni, 12. júní, verður svo veglegur þáttur þar sem spá Gumma Ben og félaga verður opinberuð.
Keppni í Pepsi Max-deild karla hefst laugardaginn 13. júní með leik Vals og Íslandsmeistara KR á Origo-vellinum á Hlíðarenda.