Íslenski boltinn

Gummi Ben og félagar byrja að hita upp fyrir Pepsi Max-deild karla | Sjáðu þáttinn í heild sinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gummi og félagar byrjuðu upphitunina í kvöld.
Gummi og félagar byrjuðu upphitunina í kvöld.

Upphitun Stöðvar 2 Sports fyrir Pepsi Max-deild karla hófst formlega í kvöld. Þá var á dagskrá fyrsti upphitunarþátturinn af fjórum sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og á Vísi. Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Í fyrsta þættinum fór Guðmundur Benediktsson yfir lið Breiðabliks, FH og Fjölnis með hjálp sérfræðinga sinna.

Upphitunarþættirnir verða á dagskrá næstu fjögur miðvikudagskvöld og kvöldið fyrir fyrsta leik í Pepsi Max-deildinni, 12. júní, verður svo veglegur þáttur þar sem spá Gumma Ben og félaga verður opinberuð.

Keppni í Pepsi Max-deild karla hefst laugardaginn 13. júní með leik Vals og Íslandsmeistara KR á Origo-vellinum á Hlíðarenda.

Klippa: Pepsi Max-upphitun


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.