Veður

Einn „besti dagur ársins“ á Norð­austur- og Austur­landi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Frá Seyðisfirði.
Frá Seyðisfirði. Vísir/Vilhelm

Íbúar Norðaustur- og Austurlands mega búast við að fá „einn besta dag ársins“ hingað til í dag ef spár ganga eftir. Þokkalegt veður verður á landinu öllu en hitastig nær mestum hæðum á Norðausturlandi þar sem sólin mun skína glatt líkt og fram kemur á vef Veðurstofunnar.

Á öðrum landshlutum má búast við stöku skúrum og fremur skýjuðu á landinu sunnan- og vestanverðu. Búast má við suðlægri átt, 5-13 m/s og skúraleiðingum. Hiti verður á bilinu 7 til 16 gráður í dag og hlýjast Norðaustanlands.

Á morgun má búast við lægð sem fer austur fyrir landið og að vindur snúist til norðaustanáttar gangi spár eftir. Þá mun hvessa einna mest austast á landinu og kólna talsvert en ekki er talið líklegt að lægðin nái nema lítið inn á Austurland. Aðrir landshlutar sleppa að mestu leiti við úrkomu en hitatölur munu lækka með deginum, þó minna sunnan- og vestan til.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×