Veður

Einn „besti dagur ársins“ á Norð­austur- og Austur­landi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Frá Seyðisfirði.
Frá Seyðisfirði. Vísir/Vilhelm

Íbúar Norðaustur- og Austurlands mega búast við að fá „einn besta dag ársins“ hingað til í dag ef spár ganga eftir. Þokkalegt veður verður á landinu öllu en hitastig nær mestum hæðum á Norðausturlandi þar sem sólin mun skína glatt líkt og fram kemur á vef Veðurstofunnar.

Á öðrum landshlutum má búast við stöku skúrum og fremur skýjuðu á landinu sunnan- og vestanverðu. Búast má við suðlægri átt, 5-13 m/s og skúraleiðingum. Hiti verður á bilinu 7 til 16 gráður í dag og hlýjast Norðaustanlands.

Á morgun má búast við lægð sem fer austur fyrir landið og að vindur snúist til norðaustanáttar gangi spár eftir. Þá mun hvessa einna mest austast á landinu og kólna talsvert en ekki er talið líklegt að lægðin nái nema lítið inn á Austurland. Aðrir landshlutar sleppa að mestu leiti við úrkomu en hitatölur munu lækka með deginum, þó minna sunnan- og vestan til.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.