Enski boltinn

Varnarmaður Watford með veiruna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Adrian Mariappa hefur leikið fimmtán leiki fyrir Watford í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Adrian Mariappa hefur leikið fimmtán leiki fyrir Watford í ensku úrvalsdeildinni í vetur. getty/nick potts

Adrian Mariappa, varnarmaður Watford, hefur stigið fram og staðfest að hann sé með kórónuveiruna.

Sex jákvæðar niðurstöður komu úr fyrstu prófunum fyrir kórónuveirunni meðal leikmanna og starfsfólks liðanna í ensku úrvalsdeildinni.

Þrjú smit greindust í herbúðum Watford. Tveir úr starfsliðinu voru með veiruna sem og Mariappa. Einnig hefur verið greint frá því að Ian Woan, aðstoðarþjálfari Burnley, sé með veiruna.

Mariappa hafði ekki sýnt nein einkenni veirunnar og því kom það honum á óvart að hann væri smitaður.

„Það er hálf óhugnanlegt að þér geti liðið vel, varla farið út úr húsi en samt fengið veiruna. Ef ég hefði ekki farið á æfingar og í próf hefði þetta aldrei uppgötvast. Það er hálf skrítið,“ sagði Mariappa. Hann kveðst smeykur um að smita aðra í fjölskyldunni.

„Ég bý með eiginkonu minni og þremur börnum sem eru fimm, níu og ellefu ára og auðvitað hef ég áhyggjur. Þau hafa það gott og hafa ekki sýnt nein einkenni en það er erfitt að hugsa ekki um þetta og halda fjarlægð þegar þú hefur fengið greininguna.“

Fyrirliði Watford, Troy Deeney, mætti ekki aftur til æfinga í gær af ótta við að smita son sinn sem er fimm mánaða. Deeney hefur einnig lýst yfir áhyggjum af því að leikmenn úr minnihlutahópum verði ekki prófaðir almennilega.


Tengdar fréttir

Sex af 748 með kórónuveiruna

Niðurstöður eru komnar úr fyrsta hluta prófana fyrir kórónuveirunni í ensku úrvalsdeildinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.