Rúnar sér ekki eftir því að hafa sagt nei við Dalglish og Liverpool á sínum tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 10:00 Kenny Dalglish á 1989-90 tímabilinu og Rúnar Kristinsson. Getty/Samsett Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, er gestur í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf og ræddi þar meðal annars tilboðið sem hann fékk frá Liverpool í lok níunda áratugsins. Rúnar heimsótti þá Huga Halldórsson og Ingimar Helgi Finnsson og ræddu þeir bæði leikmannaferilinn, þjálfaraferilinn og titilvörnina í Pepsi Max deildinni í sumar. Rúnar er Liverpool maður og þetta tímabil er búið að vera draumi líkast. „Þetta er búið að vera geggjað tímabil og kannski áframhald á endinum á tímabilinu í fyrra. Bæði Liverpool og Manchester City unnu fjórtán til fimmtán leiki í röð þegar þau voru að berjast um sigurinn þar. Svo byrjar þetta tímabil hjá Liverpool eins og hitt endaði,“ sagði Rúnar. „Það er ofboðslega flottur stígandi í leik Liverpool en á sama tíma er City búið að byrja illa. Ég held að vegna þess að þeir eru búnir að vinna tvö ár í röð þá kemur smá þreyta. Það þarf endurnýjun og það þarf eitthvað nýtt. Menn eru smá saddir þótt að maður sjái að Pep Guardiola er alltaf brjálaður á hliðarlínunni að reka þá áfram. Það er mjög erfitt að vinna tvö ár í röð hvað þá þrjú ár í röð. Það kom smá hik á City í byrjun,“ sagði Rúnar en á Liverpool eftir að tapa? „Jú þeir eiga eftir að tapa. Það er erfitt að fara í gegnum heilt tímabil án þess að tapa, Ég held að þetta snúist um City leikinn á útivelli,“ sagði Rúnar. Talið barst líka að því þegar Rúnari var boðið að æfa með Liverpool í í október 1989 en þá var Liverpool með besta lið ensku deildarinnar og Rúnar stuðningsmaður félagsins. Rúnar var spurður hvort að hann sjá eftir þeirri stóru ákvörðun fyrir þrjátíu árum að segja nei við Liverpool „Nei ég sé ekkert eftir þvi. Það er svo langt síðan. Fótboltinn í Englandi þá var allt annar en hann er í dag og hentaði mér ekki. Ég stæði sennilega ekki í lappirnar í dag hefði ég farið þangað,“ sagði Rúnar. Jú tæklingarnar flugu vissulega í enska boltanum á þessum árum og léttir og teknískir menn kannski í stórhættu á að vera sparkaðir ítrekað niður. Kenny Dalglish var þarna stóri Liverpool og hann vildi fá Rúnar eftir að KR-ingurinn hafði æft með liðinu og spilað varaliðsleik. Rúnar tók hins vegar þá ákvörðun að taka ekki tilboði Liverpool. Þetta tímabil vann Liverpool enska titilinn um vorið en hefur ekki unnið hann síðan. Rúnar segist að Liverpool þá og Liverpool í dag spili allt öðruvísi fótbolta og leikstíll liðsins og fótboltinn í ensku úrvalsdeildinni í dag myndi henta honum miklu betur en sá var spilaður á níunda og tíunda áratugnum í Englandi. Rúnar fór síðan ekki út fyrr en eftir 1994 tímabilið sem hann telur sjálfur vera það slakasta hjá sér með KR. „Auðvitað átti ég að fara fyrr því ég var búinn að vera í tvö til þrjú ár. Ég var búinn að ná toppnum á Íslandi sumarið 1990 þegar við töpum bikarúrslitaleiknum í vítakeppni á móti Val og svo Íslandsmeistaratitlinum á markatölu. Það var geggjað tímabil hjá liðinu og mér líka. Ég spilað fjögur tímabil í viðbót eftir það og þá var ég með betri mönnum í deildinni. Þegar þú ert kominn á þann stall þá er erfitt að bæta sig mikið,“ rifjaði Rúnar upp. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, er gestur í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf og ræddi þar meðal annars tilboðið sem hann fékk frá Liverpool í lok níunda áratugsins. Rúnar heimsótti þá Huga Halldórsson og Ingimar Helgi Finnsson og ræddu þeir bæði leikmannaferilinn, þjálfaraferilinn og titilvörnina í Pepsi Max deildinni í sumar. Rúnar er Liverpool maður og þetta tímabil er búið að vera draumi líkast. „Þetta er búið að vera geggjað tímabil og kannski áframhald á endinum á tímabilinu í fyrra. Bæði Liverpool og Manchester City unnu fjórtán til fimmtán leiki í röð þegar þau voru að berjast um sigurinn þar. Svo byrjar þetta tímabil hjá Liverpool eins og hitt endaði,“ sagði Rúnar. „Það er ofboðslega flottur stígandi í leik Liverpool en á sama tíma er City búið að byrja illa. Ég held að vegna þess að þeir eru búnir að vinna tvö ár í röð þá kemur smá þreyta. Það þarf endurnýjun og það þarf eitthvað nýtt. Menn eru smá saddir þótt að maður sjái að Pep Guardiola er alltaf brjálaður á hliðarlínunni að reka þá áfram. Það er mjög erfitt að vinna tvö ár í röð hvað þá þrjú ár í röð. Það kom smá hik á City í byrjun,“ sagði Rúnar en á Liverpool eftir að tapa? „Jú þeir eiga eftir að tapa. Það er erfitt að fara í gegnum heilt tímabil án þess að tapa, Ég held að þetta snúist um City leikinn á útivelli,“ sagði Rúnar. Talið barst líka að því þegar Rúnari var boðið að æfa með Liverpool í í október 1989 en þá var Liverpool með besta lið ensku deildarinnar og Rúnar stuðningsmaður félagsins. Rúnar var spurður hvort að hann sjá eftir þeirri stóru ákvörðun fyrir þrjátíu árum að segja nei við Liverpool „Nei ég sé ekkert eftir þvi. Það er svo langt síðan. Fótboltinn í Englandi þá var allt annar en hann er í dag og hentaði mér ekki. Ég stæði sennilega ekki í lappirnar í dag hefði ég farið þangað,“ sagði Rúnar. Jú tæklingarnar flugu vissulega í enska boltanum á þessum árum og léttir og teknískir menn kannski í stórhættu á að vera sparkaðir ítrekað niður. Kenny Dalglish var þarna stóri Liverpool og hann vildi fá Rúnar eftir að KR-ingurinn hafði æft með liðinu og spilað varaliðsleik. Rúnar tók hins vegar þá ákvörðun að taka ekki tilboði Liverpool. Þetta tímabil vann Liverpool enska titilinn um vorið en hefur ekki unnið hann síðan. Rúnar segist að Liverpool þá og Liverpool í dag spili allt öðruvísi fótbolta og leikstíll liðsins og fótboltinn í ensku úrvalsdeildinni í dag myndi henta honum miklu betur en sá var spilaður á níunda og tíunda áratugnum í Englandi. Rúnar fór síðan ekki út fyrr en eftir 1994 tímabilið sem hann telur sjálfur vera það slakasta hjá sér með KR. „Auðvitað átti ég að fara fyrr því ég var búinn að vera í tvö til þrjú ár. Ég var búinn að ná toppnum á Íslandi sumarið 1990 þegar við töpum bikarúrslitaleiknum í vítakeppni á móti Val og svo Íslandsmeistaratitlinum á markatölu. Það var geggjað tímabil hjá liðinu og mér líka. Ég spilað fjögur tímabil í viðbót eftir það og þá var ég með betri mönnum í deildinni. Þegar þú ert kominn á þann stall þá er erfitt að bæta sig mikið,“ rifjaði Rúnar upp.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Sjá meira