Carragher segir að Ndombele sé „YouTube leikmaður“ sem gangi um eins og gamalmenni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2020 13:00 Tanguy Ndombele hefur ekki fundið sig hjá Tottenham. vísir/getty Jamie Carragher segir að Tanguy Ndombele, dýrasti leikmaður í sögu Tottenham, sé „YouTube leikmaður“ sem gangi um völlinn eins og gamalmenni. Ndombele var tekinn af velli í hálfleik þegar Tottenham gerði 1-1 jafntefli við Burnley í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Eftir leikinn gagnrýndi José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, Ndombele nokkuð harkalega. Carragher tók undir gagnrýni Mourinhos. „Það er munur á því að vera með frábæra hæfileika og vera frábær leikmaður. Hann er eins og YouTube leikmaður,“ sagði Carragher í Monday Night Football á Sky Sports í gær. „Hann getur heillað fólk á YouTube en þegar þú horfir á hann spila gerir hann ekki nóg til að réttlæta verðmiðann.“ Carragher segir að Ndombele sé einfaldlega of latur og það fari greinilega í taugarnar á Mourinho. „Hann er mjög góður með boltann. Hann kemur boltanum vel frá sér og tapar honum mjög sjaldan. En á þessum 45 mínútum tók hann ekki einn sprett. Hann labbar bara um og hreyfist ekki þangað til boltinn kemur til hans,“ sagði Carragher um 65 milljóna punda manninn Ndombele. „Annað hvort getur hann ekki eða vill ekki hlaupa. Líkamstjáningin minnir mann svolítið á Yaya Touré. Hann skokkar um, labbar eins og gamalmenni. Mourinho hafði rétt fyrir sér. Hann er ekki hrifinn af honum. Hann hlýtur að vera mjög latur á æfingum og Mourinho missti þolinmæðina.“ Ndombele sló í gegn hjá Lyon á síðasta tímabili. Hann hefur leikið sex leiki fyrir franska landsliðið. Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni í dag: Meiðslahrjáðir Tottenham og stórskemmtilegt lið Atalanta Meistaradeildin snýr aftur á skjá landsmanna í kvöld er síðari leikirnir í 16-liða úrslitunum fara að rúlla. 10. mars 2020 06:00 Enn eitt áfallið fyrir Mourinho: Bergwijn gæti verið frá út leiktíðina Ökklameiðsli Steven Bergwijn, vængmanns Tottenham, gera það að verkum að ólíklegt er að hann spili aftur á leiktíðinni. Þetta staðfestir Jose Mourinho, stjóri liðsins. 9. mars 2020 18:38 Burnley og Tottenham skildu jöfn á Turf Moor Burnley og Tottenham sættust á skiptan hlut í ensku úrvalsdeildinni í dag. 7. mars 2020 19:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira
Jamie Carragher segir að Tanguy Ndombele, dýrasti leikmaður í sögu Tottenham, sé „YouTube leikmaður“ sem gangi um völlinn eins og gamalmenni. Ndombele var tekinn af velli í hálfleik þegar Tottenham gerði 1-1 jafntefli við Burnley í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Eftir leikinn gagnrýndi José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, Ndombele nokkuð harkalega. Carragher tók undir gagnrýni Mourinhos. „Það er munur á því að vera með frábæra hæfileika og vera frábær leikmaður. Hann er eins og YouTube leikmaður,“ sagði Carragher í Monday Night Football á Sky Sports í gær. „Hann getur heillað fólk á YouTube en þegar þú horfir á hann spila gerir hann ekki nóg til að réttlæta verðmiðann.“ Carragher segir að Ndombele sé einfaldlega of latur og það fari greinilega í taugarnar á Mourinho. „Hann er mjög góður með boltann. Hann kemur boltanum vel frá sér og tapar honum mjög sjaldan. En á þessum 45 mínútum tók hann ekki einn sprett. Hann labbar bara um og hreyfist ekki þangað til boltinn kemur til hans,“ sagði Carragher um 65 milljóna punda manninn Ndombele. „Annað hvort getur hann ekki eða vill ekki hlaupa. Líkamstjáningin minnir mann svolítið á Yaya Touré. Hann skokkar um, labbar eins og gamalmenni. Mourinho hafði rétt fyrir sér. Hann er ekki hrifinn af honum. Hann hlýtur að vera mjög latur á æfingum og Mourinho missti þolinmæðina.“ Ndombele sló í gegn hjá Lyon á síðasta tímabili. Hann hefur leikið sex leiki fyrir franska landsliðið.
Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni í dag: Meiðslahrjáðir Tottenham og stórskemmtilegt lið Atalanta Meistaradeildin snýr aftur á skjá landsmanna í kvöld er síðari leikirnir í 16-liða úrslitunum fara að rúlla. 10. mars 2020 06:00 Enn eitt áfallið fyrir Mourinho: Bergwijn gæti verið frá út leiktíðina Ökklameiðsli Steven Bergwijn, vængmanns Tottenham, gera það að verkum að ólíklegt er að hann spili aftur á leiktíðinni. Þetta staðfestir Jose Mourinho, stjóri liðsins. 9. mars 2020 18:38 Burnley og Tottenham skildu jöfn á Turf Moor Burnley og Tottenham sættust á skiptan hlut í ensku úrvalsdeildinni í dag. 7. mars 2020 19:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira
Í beinni í dag: Meiðslahrjáðir Tottenham og stórskemmtilegt lið Atalanta Meistaradeildin snýr aftur á skjá landsmanna í kvöld er síðari leikirnir í 16-liða úrslitunum fara að rúlla. 10. mars 2020 06:00
Enn eitt áfallið fyrir Mourinho: Bergwijn gæti verið frá út leiktíðina Ökklameiðsli Steven Bergwijn, vængmanns Tottenham, gera það að verkum að ólíklegt er að hann spili aftur á leiktíðinni. Þetta staðfestir Jose Mourinho, stjóri liðsins. 9. mars 2020 18:38
Burnley og Tottenham skildu jöfn á Turf Moor Burnley og Tottenham sættust á skiptan hlut í ensku úrvalsdeildinni í dag. 7. mars 2020 19:30