Fótbolti

Í beinni í dag: Meiðsla­hrjáðir Totten­ham og stór­skemmti­legt lið Atalanta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr fyrri leik Tottenham og Leipzig.
Úr fyrri leik Tottenham og Leipzig. vísir/getty
Meistaradeildin snýr aftur á skjá landsmanna í kvöld er síðari leikirnir í 16-liða úrslitunum fara að rúlla.

Atalanta, sem hefur skorað 70 mörk í úrvalsdeildinni á Ítalíu í vetur, er í góðri stöðu gegn Valencia eftir fyrri leikinn sem Ítalarnir unnu 4-1.

Þeir spænsku þurfa að vinna með þriggja marka mun til þess að koma leiknum í framlengingu eða komast áfram er liðin mætast á Estadio Mestalla í kvöld.







Leipzig er 1-0 yfir gegn Tottenham eftir fyrri leikinn en síðari leikurinn fer fram í Þýskalandi í kvöld. Leipzig er í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum frá Bayern, eftir markalaust jafntefli um helgina.

Jose Mourinho berst við mikil meiðsli í leikmannahóp sínum. Í gær bárust fréttir af enn einum meiðslunum en Hollendingurinn Steven Bergwijn var sá síðasti til að bætast á meiðslalistann. Fyrir á honum voru sóknarmennirnir Harry Kane og Son Heung-min.







Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 en að leikjunum loknum verða þeir gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum en allar beinu útsendingar næstu daga má sjá á vef Stöðvar 2.

Í beinni í dag:

19.15 Meistaradeildin - upphitun 2020 (Stöð 2 Sport)

19.50 Valencia - Atalanta (Stöð 2 Sport 2)

19.55 Leipzig - Tottenham (Stöð 2 Sport)

22.00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×