Carragher segir að Ndombele sé „YouTube leikmaður“ sem gangi um eins og gamalmenni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2020 13:00 Tanguy Ndombele hefur ekki fundið sig hjá Tottenham. vísir/getty Jamie Carragher segir að Tanguy Ndombele, dýrasti leikmaður í sögu Tottenham, sé „YouTube leikmaður“ sem gangi um völlinn eins og gamalmenni. Ndombele var tekinn af velli í hálfleik þegar Tottenham gerði 1-1 jafntefli við Burnley í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Eftir leikinn gagnrýndi José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, Ndombele nokkuð harkalega. Carragher tók undir gagnrýni Mourinhos. „Það er munur á því að vera með frábæra hæfileika og vera frábær leikmaður. Hann er eins og YouTube leikmaður,“ sagði Carragher í Monday Night Football á Sky Sports í gær. „Hann getur heillað fólk á YouTube en þegar þú horfir á hann spila gerir hann ekki nóg til að réttlæta verðmiðann.“ Carragher segir að Ndombele sé einfaldlega of latur og það fari greinilega í taugarnar á Mourinho. „Hann er mjög góður með boltann. Hann kemur boltanum vel frá sér og tapar honum mjög sjaldan. En á þessum 45 mínútum tók hann ekki einn sprett. Hann labbar bara um og hreyfist ekki þangað til boltinn kemur til hans,“ sagði Carragher um 65 milljóna punda manninn Ndombele. „Annað hvort getur hann ekki eða vill ekki hlaupa. Líkamstjáningin minnir mann svolítið á Yaya Touré. Hann skokkar um, labbar eins og gamalmenni. Mourinho hafði rétt fyrir sér. Hann er ekki hrifinn af honum. Hann hlýtur að vera mjög latur á æfingum og Mourinho missti þolinmæðina.“ Ndombele sló í gegn hjá Lyon á síðasta tímabili. Hann hefur leikið sex leiki fyrir franska landsliðið. Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni í dag: Meiðslahrjáðir Tottenham og stórskemmtilegt lið Atalanta Meistaradeildin snýr aftur á skjá landsmanna í kvöld er síðari leikirnir í 16-liða úrslitunum fara að rúlla. 10. mars 2020 06:00 Enn eitt áfallið fyrir Mourinho: Bergwijn gæti verið frá út leiktíðina Ökklameiðsli Steven Bergwijn, vængmanns Tottenham, gera það að verkum að ólíklegt er að hann spili aftur á leiktíðinni. Þetta staðfestir Jose Mourinho, stjóri liðsins. 9. mars 2020 18:38 Burnley og Tottenham skildu jöfn á Turf Moor Burnley og Tottenham sættust á skiptan hlut í ensku úrvalsdeildinni í dag. 7. mars 2020 19:30 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Jamie Carragher segir að Tanguy Ndombele, dýrasti leikmaður í sögu Tottenham, sé „YouTube leikmaður“ sem gangi um völlinn eins og gamalmenni. Ndombele var tekinn af velli í hálfleik þegar Tottenham gerði 1-1 jafntefli við Burnley í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Eftir leikinn gagnrýndi José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, Ndombele nokkuð harkalega. Carragher tók undir gagnrýni Mourinhos. „Það er munur á því að vera með frábæra hæfileika og vera frábær leikmaður. Hann er eins og YouTube leikmaður,“ sagði Carragher í Monday Night Football á Sky Sports í gær. „Hann getur heillað fólk á YouTube en þegar þú horfir á hann spila gerir hann ekki nóg til að réttlæta verðmiðann.“ Carragher segir að Ndombele sé einfaldlega of latur og það fari greinilega í taugarnar á Mourinho. „Hann er mjög góður með boltann. Hann kemur boltanum vel frá sér og tapar honum mjög sjaldan. En á þessum 45 mínútum tók hann ekki einn sprett. Hann labbar bara um og hreyfist ekki þangað til boltinn kemur til hans,“ sagði Carragher um 65 milljóna punda manninn Ndombele. „Annað hvort getur hann ekki eða vill ekki hlaupa. Líkamstjáningin minnir mann svolítið á Yaya Touré. Hann skokkar um, labbar eins og gamalmenni. Mourinho hafði rétt fyrir sér. Hann er ekki hrifinn af honum. Hann hlýtur að vera mjög latur á æfingum og Mourinho missti þolinmæðina.“ Ndombele sló í gegn hjá Lyon á síðasta tímabili. Hann hefur leikið sex leiki fyrir franska landsliðið.
Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni í dag: Meiðslahrjáðir Tottenham og stórskemmtilegt lið Atalanta Meistaradeildin snýr aftur á skjá landsmanna í kvöld er síðari leikirnir í 16-liða úrslitunum fara að rúlla. 10. mars 2020 06:00 Enn eitt áfallið fyrir Mourinho: Bergwijn gæti verið frá út leiktíðina Ökklameiðsli Steven Bergwijn, vængmanns Tottenham, gera það að verkum að ólíklegt er að hann spili aftur á leiktíðinni. Þetta staðfestir Jose Mourinho, stjóri liðsins. 9. mars 2020 18:38 Burnley og Tottenham skildu jöfn á Turf Moor Burnley og Tottenham sættust á skiptan hlut í ensku úrvalsdeildinni í dag. 7. mars 2020 19:30 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Í beinni í dag: Meiðslahrjáðir Tottenham og stórskemmtilegt lið Atalanta Meistaradeildin snýr aftur á skjá landsmanna í kvöld er síðari leikirnir í 16-liða úrslitunum fara að rúlla. 10. mars 2020 06:00
Enn eitt áfallið fyrir Mourinho: Bergwijn gæti verið frá út leiktíðina Ökklameiðsli Steven Bergwijn, vængmanns Tottenham, gera það að verkum að ólíklegt er að hann spili aftur á leiktíðinni. Þetta staðfestir Jose Mourinho, stjóri liðsins. 9. mars 2020 18:38
Burnley og Tottenham skildu jöfn á Turf Moor Burnley og Tottenham sættust á skiptan hlut í ensku úrvalsdeildinni í dag. 7. mars 2020 19:30