Biden bætir annarri stuðningsyfirlýsingu í safnið fyrir mikilvægt forval Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2020 13:28 Framboð Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, virtist í miklum kröggum í upphafi forvalsins. Hann hefur nú fylkt hófsamari hluta Demókrataflokksins að baki sér og tryggt sér stuðningsyfirlýsinga margra fyrrverandi keppinauta úr forvalinu. AP/Rogelio V. Solis Tveir fyrrverandi mótframbjóðendur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafa lýst yfir stuðningi við hann í forvali Demókrataflokksins síðasta sólarhringinn. Forvalið heldur áfram í sex ríkjum á morgun, þar á meðal í Michigan sem er talið geta ráðið miklu um úrslit forsetakosninganna í nóvember. Cory Booker, öldungadeildarþingmaður frá New Jersey, hét Biden stuðningi sínum í morgun. Sólarhring áður lýsti Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, yfirstuðningi við varaforsetann fyrrverandi. Þau voru bæði á meðal frambjóðenda í forvalinu en heltust snemma úr lestinni. New York Times segir að þau ætli bæði að koma fram á kosningafundi með Biden í Detroit í Michigan í kvöld. The answer to hatred & division is to reignite our spirit of common purpose.@JoeBiden won t only win - he ll show there's more that unites us than divides us.He ll restore honor to the Oval Office and tackle our most pressing challenges.That s why I m proud to endorse Joe. pic.twitter.com/RcsnZs5mfQ— Cory Booker (@CoryBooker) March 9, 2020 Verulegur viðsnúningur hefur orðið á gengi Biden í forvalinu undanfarnar vikur. Byrjað var að spá framboði hans dauða eftir dapurt gengi í fyrstu ríkjunum sem kusu í forvalinu. Afgerandi sigur hans í Suður-Karólína fyrir rúmri viku lagði þó grunninn að óvæntri sigurgöngu á svonefndum ofurþriðjudegi þegar fjórtán ríki greiddu atkvæði í síðustu viku. Nú standa Biden og Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, eftir sem einu raunhæfu frambjóðendurnir í forvalinu. Sanders virtist sigurstranglegastur eftir að fyrstu ríkin kusu í forvalinu en hófsamari hluti Demókrataflokksins virðist nú hafa fylkt sér nær allur að baki Biden. Áður höfðu Pete Buttigieg, sem vegnaði vel í upphafi forvalsins, og Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður frá Minnesota, dregið framboð sín til baka og lýst yfir stuðningi við Biden. Stuðningsmenn Bernie Sanders dreifa spjöldum fyrir kosningafund hans í Grand Rapids í Michigan í gær. Ríkið er það fjölmennasta sem greiðir atkvæði í forvalinu á morgun og er talið skipta sköpum í forsetakosningunum í haust.AP/Anntaninna Biondo/The Grand Rapids Press Biden talinn líklegri í Michigan Sex ríki greiða atkvæði í forvalinu á morgun. Stærst þeirra er Michigan en það var eitt þeirra ríkja sem Donald Trump vann með sáralitlum mun í forsetakosningunum árið 2016. Talið er að úrslit þar geti skipt sköpum í forsetakosningunum í haust. Af þeim sökum fylgjast stjórnmálaskýrendur með niðurstöðunum í Michigan af ákafa. Sanders höfðar til róttækari hluta flokksins og ætlar sér að vinna sigur með því að fá ungt fólk til að kjósa í ríkari mæli en til þessa. Biden höfðar til hófsamari kjósenda og heldur því fram að hann geti unnið aftur hvíta verkamannastétt í ríkjum eins og Michigan, Wisconsin og Pennsylvaníu sem hallaði sér að Trump fyrir fjórum árum. Sanders hafði sigur gegn Hillary Clinton í forvali demókrata í Michigan árið 2016. Takist honum ekki að endurtaka leikinn gæti verið út um möguleika hans á að tryggja sér útnefninguna sem forsetaframbjóðandi demókrata. Bæði Sanders og Biden halda viðburði í Michigan í kvöld Horfur Sanders virðast þó ekki góðar. Kosningalíkan Five Thirty Eight gefur Biden 91% líkur á að fá flest atkvæði í Michigan, að meðaltali með um 55% atkvæða. Auk Michigan ganga demókratar í Washington-ríki, Missouri, Mississippi, Idaho og Norður-Dakóta að kjörborðinu á morgun. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kamala Harris lýsir yfir stuðningi við Biden Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, Kamala Harris, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden í forvali flokksins. 8. mars 2020 14:46 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Fleiri fréttir Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepnir í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Sjá meira
Tveir fyrrverandi mótframbjóðendur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafa lýst yfir stuðningi við hann í forvali Demókrataflokksins síðasta sólarhringinn. Forvalið heldur áfram í sex ríkjum á morgun, þar á meðal í Michigan sem er talið geta ráðið miklu um úrslit forsetakosninganna í nóvember. Cory Booker, öldungadeildarþingmaður frá New Jersey, hét Biden stuðningi sínum í morgun. Sólarhring áður lýsti Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, yfirstuðningi við varaforsetann fyrrverandi. Þau voru bæði á meðal frambjóðenda í forvalinu en heltust snemma úr lestinni. New York Times segir að þau ætli bæði að koma fram á kosningafundi með Biden í Detroit í Michigan í kvöld. The answer to hatred & division is to reignite our spirit of common purpose.@JoeBiden won t only win - he ll show there's more that unites us than divides us.He ll restore honor to the Oval Office and tackle our most pressing challenges.That s why I m proud to endorse Joe. pic.twitter.com/RcsnZs5mfQ— Cory Booker (@CoryBooker) March 9, 2020 Verulegur viðsnúningur hefur orðið á gengi Biden í forvalinu undanfarnar vikur. Byrjað var að spá framboði hans dauða eftir dapurt gengi í fyrstu ríkjunum sem kusu í forvalinu. Afgerandi sigur hans í Suður-Karólína fyrir rúmri viku lagði þó grunninn að óvæntri sigurgöngu á svonefndum ofurþriðjudegi þegar fjórtán ríki greiddu atkvæði í síðustu viku. Nú standa Biden og Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, eftir sem einu raunhæfu frambjóðendurnir í forvalinu. Sanders virtist sigurstranglegastur eftir að fyrstu ríkin kusu í forvalinu en hófsamari hluti Demókrataflokksins virðist nú hafa fylkt sér nær allur að baki Biden. Áður höfðu Pete Buttigieg, sem vegnaði vel í upphafi forvalsins, og Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður frá Minnesota, dregið framboð sín til baka og lýst yfir stuðningi við Biden. Stuðningsmenn Bernie Sanders dreifa spjöldum fyrir kosningafund hans í Grand Rapids í Michigan í gær. Ríkið er það fjölmennasta sem greiðir atkvæði í forvalinu á morgun og er talið skipta sköpum í forsetakosningunum í haust.AP/Anntaninna Biondo/The Grand Rapids Press Biden talinn líklegri í Michigan Sex ríki greiða atkvæði í forvalinu á morgun. Stærst þeirra er Michigan en það var eitt þeirra ríkja sem Donald Trump vann með sáralitlum mun í forsetakosningunum árið 2016. Talið er að úrslit þar geti skipt sköpum í forsetakosningunum í haust. Af þeim sökum fylgjast stjórnmálaskýrendur með niðurstöðunum í Michigan af ákafa. Sanders höfðar til róttækari hluta flokksins og ætlar sér að vinna sigur með því að fá ungt fólk til að kjósa í ríkari mæli en til þessa. Biden höfðar til hófsamari kjósenda og heldur því fram að hann geti unnið aftur hvíta verkamannastétt í ríkjum eins og Michigan, Wisconsin og Pennsylvaníu sem hallaði sér að Trump fyrir fjórum árum. Sanders hafði sigur gegn Hillary Clinton í forvali demókrata í Michigan árið 2016. Takist honum ekki að endurtaka leikinn gæti verið út um möguleika hans á að tryggja sér útnefninguna sem forsetaframbjóðandi demókrata. Bæði Sanders og Biden halda viðburði í Michigan í kvöld Horfur Sanders virðast þó ekki góðar. Kosningalíkan Five Thirty Eight gefur Biden 91% líkur á að fá flest atkvæði í Michigan, að meðaltali með um 55% atkvæða. Auk Michigan ganga demókratar í Washington-ríki, Missouri, Mississippi, Idaho og Norður-Dakóta að kjörborðinu á morgun.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kamala Harris lýsir yfir stuðningi við Biden Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, Kamala Harris, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden í forvali flokksins. 8. mars 2020 14:46 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Fleiri fréttir Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepnir í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Sjá meira
Kamala Harris lýsir yfir stuðningi við Biden Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, Kamala Harris, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden í forvali flokksins. 8. mars 2020 14:46