Biden bætir annarri stuðningsyfirlýsingu í safnið fyrir mikilvægt forval Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2020 13:28 Framboð Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, virtist í miklum kröggum í upphafi forvalsins. Hann hefur nú fylkt hófsamari hluta Demókrataflokksins að baki sér og tryggt sér stuðningsyfirlýsinga margra fyrrverandi keppinauta úr forvalinu. AP/Rogelio V. Solis Tveir fyrrverandi mótframbjóðendur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafa lýst yfir stuðningi við hann í forvali Demókrataflokksins síðasta sólarhringinn. Forvalið heldur áfram í sex ríkjum á morgun, þar á meðal í Michigan sem er talið geta ráðið miklu um úrslit forsetakosninganna í nóvember. Cory Booker, öldungadeildarþingmaður frá New Jersey, hét Biden stuðningi sínum í morgun. Sólarhring áður lýsti Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, yfirstuðningi við varaforsetann fyrrverandi. Þau voru bæði á meðal frambjóðenda í forvalinu en heltust snemma úr lestinni. New York Times segir að þau ætli bæði að koma fram á kosningafundi með Biden í Detroit í Michigan í kvöld. The answer to hatred & division is to reignite our spirit of common purpose.@JoeBiden won t only win - he ll show there's more that unites us than divides us.He ll restore honor to the Oval Office and tackle our most pressing challenges.That s why I m proud to endorse Joe. pic.twitter.com/RcsnZs5mfQ— Cory Booker (@CoryBooker) March 9, 2020 Verulegur viðsnúningur hefur orðið á gengi Biden í forvalinu undanfarnar vikur. Byrjað var að spá framboði hans dauða eftir dapurt gengi í fyrstu ríkjunum sem kusu í forvalinu. Afgerandi sigur hans í Suður-Karólína fyrir rúmri viku lagði þó grunninn að óvæntri sigurgöngu á svonefndum ofurþriðjudegi þegar fjórtán ríki greiddu atkvæði í síðustu viku. Nú standa Biden og Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, eftir sem einu raunhæfu frambjóðendurnir í forvalinu. Sanders virtist sigurstranglegastur eftir að fyrstu ríkin kusu í forvalinu en hófsamari hluti Demókrataflokksins virðist nú hafa fylkt sér nær allur að baki Biden. Áður höfðu Pete Buttigieg, sem vegnaði vel í upphafi forvalsins, og Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður frá Minnesota, dregið framboð sín til baka og lýst yfir stuðningi við Biden. Stuðningsmenn Bernie Sanders dreifa spjöldum fyrir kosningafund hans í Grand Rapids í Michigan í gær. Ríkið er það fjölmennasta sem greiðir atkvæði í forvalinu á morgun og er talið skipta sköpum í forsetakosningunum í haust.AP/Anntaninna Biondo/The Grand Rapids Press Biden talinn líklegri í Michigan Sex ríki greiða atkvæði í forvalinu á morgun. Stærst þeirra er Michigan en það var eitt þeirra ríkja sem Donald Trump vann með sáralitlum mun í forsetakosningunum árið 2016. Talið er að úrslit þar geti skipt sköpum í forsetakosningunum í haust. Af þeim sökum fylgjast stjórnmálaskýrendur með niðurstöðunum í Michigan af ákafa. Sanders höfðar til róttækari hluta flokksins og ætlar sér að vinna sigur með því að fá ungt fólk til að kjósa í ríkari mæli en til þessa. Biden höfðar til hófsamari kjósenda og heldur því fram að hann geti unnið aftur hvíta verkamannastétt í ríkjum eins og Michigan, Wisconsin og Pennsylvaníu sem hallaði sér að Trump fyrir fjórum árum. Sanders hafði sigur gegn Hillary Clinton í forvali demókrata í Michigan árið 2016. Takist honum ekki að endurtaka leikinn gæti verið út um möguleika hans á að tryggja sér útnefninguna sem forsetaframbjóðandi demókrata. Bæði Sanders og Biden halda viðburði í Michigan í kvöld Horfur Sanders virðast þó ekki góðar. Kosningalíkan Five Thirty Eight gefur Biden 91% líkur á að fá flest atkvæði í Michigan, að meðaltali með um 55% atkvæða. Auk Michigan ganga demókratar í Washington-ríki, Missouri, Mississippi, Idaho og Norður-Dakóta að kjörborðinu á morgun. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kamala Harris lýsir yfir stuðningi við Biden Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, Kamala Harris, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden í forvali flokksins. 8. mars 2020 14:46 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Tveir fyrrverandi mótframbjóðendur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafa lýst yfir stuðningi við hann í forvali Demókrataflokksins síðasta sólarhringinn. Forvalið heldur áfram í sex ríkjum á morgun, þar á meðal í Michigan sem er talið geta ráðið miklu um úrslit forsetakosninganna í nóvember. Cory Booker, öldungadeildarþingmaður frá New Jersey, hét Biden stuðningi sínum í morgun. Sólarhring áður lýsti Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, yfirstuðningi við varaforsetann fyrrverandi. Þau voru bæði á meðal frambjóðenda í forvalinu en heltust snemma úr lestinni. New York Times segir að þau ætli bæði að koma fram á kosningafundi með Biden í Detroit í Michigan í kvöld. The answer to hatred & division is to reignite our spirit of common purpose.@JoeBiden won t only win - he ll show there's more that unites us than divides us.He ll restore honor to the Oval Office and tackle our most pressing challenges.That s why I m proud to endorse Joe. pic.twitter.com/RcsnZs5mfQ— Cory Booker (@CoryBooker) March 9, 2020 Verulegur viðsnúningur hefur orðið á gengi Biden í forvalinu undanfarnar vikur. Byrjað var að spá framboði hans dauða eftir dapurt gengi í fyrstu ríkjunum sem kusu í forvalinu. Afgerandi sigur hans í Suður-Karólína fyrir rúmri viku lagði þó grunninn að óvæntri sigurgöngu á svonefndum ofurþriðjudegi þegar fjórtán ríki greiddu atkvæði í síðustu viku. Nú standa Biden og Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, eftir sem einu raunhæfu frambjóðendurnir í forvalinu. Sanders virtist sigurstranglegastur eftir að fyrstu ríkin kusu í forvalinu en hófsamari hluti Demókrataflokksins virðist nú hafa fylkt sér nær allur að baki Biden. Áður höfðu Pete Buttigieg, sem vegnaði vel í upphafi forvalsins, og Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður frá Minnesota, dregið framboð sín til baka og lýst yfir stuðningi við Biden. Stuðningsmenn Bernie Sanders dreifa spjöldum fyrir kosningafund hans í Grand Rapids í Michigan í gær. Ríkið er það fjölmennasta sem greiðir atkvæði í forvalinu á morgun og er talið skipta sköpum í forsetakosningunum í haust.AP/Anntaninna Biondo/The Grand Rapids Press Biden talinn líklegri í Michigan Sex ríki greiða atkvæði í forvalinu á morgun. Stærst þeirra er Michigan en það var eitt þeirra ríkja sem Donald Trump vann með sáralitlum mun í forsetakosningunum árið 2016. Talið er að úrslit þar geti skipt sköpum í forsetakosningunum í haust. Af þeim sökum fylgjast stjórnmálaskýrendur með niðurstöðunum í Michigan af ákafa. Sanders höfðar til róttækari hluta flokksins og ætlar sér að vinna sigur með því að fá ungt fólk til að kjósa í ríkari mæli en til þessa. Biden höfðar til hófsamari kjósenda og heldur því fram að hann geti unnið aftur hvíta verkamannastétt í ríkjum eins og Michigan, Wisconsin og Pennsylvaníu sem hallaði sér að Trump fyrir fjórum árum. Sanders hafði sigur gegn Hillary Clinton í forvali demókrata í Michigan árið 2016. Takist honum ekki að endurtaka leikinn gæti verið út um möguleika hans á að tryggja sér útnefninguna sem forsetaframbjóðandi demókrata. Bæði Sanders og Biden halda viðburði í Michigan í kvöld Horfur Sanders virðast þó ekki góðar. Kosningalíkan Five Thirty Eight gefur Biden 91% líkur á að fá flest atkvæði í Michigan, að meðaltali með um 55% atkvæða. Auk Michigan ganga demókratar í Washington-ríki, Missouri, Mississippi, Idaho og Norður-Dakóta að kjörborðinu á morgun.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kamala Harris lýsir yfir stuðningi við Biden Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, Kamala Harris, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden í forvali flokksins. 8. mars 2020 14:46 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Kamala Harris lýsir yfir stuðningi við Biden Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, Kamala Harris, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden í forvali flokksins. 8. mars 2020 14:46