Erlent

Óttast að spítalar Sao Paulo verði yfirfullir innan tveggja vikna

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Veiran hefur verið sérstaklega skæð í Sao Paulo þar sem um 3000 manns hafa þegar látið lífið.
Veiran hefur verið sérstaklega skæð í Sao Paulo þar sem um 3000 manns hafa þegar látið lífið. Getty/Fabio Vieira

Bruno Covas, borgarstjóri Sao Paulo stærstu borgar Brasilíu og einnar stærstu borgar heims, segir að heilbrigðiskerfi borgarinnar sé á barmi þrots en kórónuveiran herjar nú á borgarbúa af miklum móð. Covas segist óttast að innan tveggja vikna verði allir spítalar orðnir yfirfullir.

Veiran hefur verið sérstaklega skæð í Sao Paulo þar sem um 3000 manns hafa þegar látið lífið en á laugardaginn fór Brasilía fram úr Spáni og Ítalíu og er nú í fjórða sæti yfir lönd sem eru með flest staðfest smit, á eftir Bandaríkjunum, Rússlandi og Bretlandi.

Heilbrigðisyfirvöld hafa þó lengi varað við því að smit séu enn fleiri í Brasilíu, í ljósi þess hve lítið hafi verið prófað fyrir veirunni.

Í Sao Paulo virðist fólk almennt ekki fara eftir reglum um fjarlægðartakmörk og Covas borgarstjóri kallar nú eftir útgöngubanni.

Til þess þarf hann stuðning ríkisstjóra Sao Paulo og Bolsonaros forseta, sem hingað til hefur gert lítið úr vandamálinu og gagnrýnt fjarlægðarreglur og samkomubann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×