Vildi kynlíf á klósettinu í flugvél og réðst á áhöfnina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2020 19:31 Konan var á ferðalagi með flugfélaginu Etihad. Vísir/Getty Tvítug bresk kona hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir drykkjulæti sín og ofbeldi í flugi frá Abu Dhabi til Manchester í maí á síðasta ári. Konan var á heimleið eftir þriggja mánaða ferðalag um Ástralíu. Þetta kemur fram á vef New York Post. Hin tvítuga Demi Burton, fór um borð í vél flugfélagsins Etihad þann 9. maí 2019, og var þegar nokkuð kennd. Hún hélt áfram að neyta áfengis í fluginu uns áhöfnin tjáði henni að hún gæti ekki keypt meira áfengi. Þegar þar var komið við sögu var hún þó þegar orðin ofurölvi og hafði beðið þó nokkra karlkyns farþega um að stunda með sér kynlíf inni á snyrtingu flugvélarinnar, svo hún kæmist í hinn svokallaða „mile-high klúbb.“ Þegar Burton var neitað um meira áfengi reiddist hún og er henni gefið að sök að hafa sparkað í, bitið og skallað meðlimi áhafnarinnar. Að lokum tókst þó sex áhafnarmeðlimum að binda Burton niður við sæti sitt, með hjálp farþega. Verjandi Burton, Martin Callery, segir hana skammast sín mikið fyrir athæfi sitt. Hún hafi drukkið mikið fyrir flugið og meðan á því stóð til þess að berjast við flughræðslu. Saksóknarinn í málinu, Claire Brocklebank, segir Burton hafa verið drukkna frá því áður en flugferðin örlagaríka hófst. „Hún lét mörg óviðeigandi og kynferðisleg ummæli falla í garð nokkurra karlkyns farþega vélarinnar,“ sagði hún. Dómarinn sem kvað upp dóminn yfir Burton sagði hana hafa sett farþega og áhöfn vélarinnar í hættu með athæfi sínu. Hann sagðist einnig vona að sex mánaða dómurinn sem Burton hlaut myndi vera öðrum víti til varnaðar. Bretland England Fréttir af flugi Kynlíf Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Tvítug bresk kona hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir drykkjulæti sín og ofbeldi í flugi frá Abu Dhabi til Manchester í maí á síðasta ári. Konan var á heimleið eftir þriggja mánaða ferðalag um Ástralíu. Þetta kemur fram á vef New York Post. Hin tvítuga Demi Burton, fór um borð í vél flugfélagsins Etihad þann 9. maí 2019, og var þegar nokkuð kennd. Hún hélt áfram að neyta áfengis í fluginu uns áhöfnin tjáði henni að hún gæti ekki keypt meira áfengi. Þegar þar var komið við sögu var hún þó þegar orðin ofurölvi og hafði beðið þó nokkra karlkyns farþega um að stunda með sér kynlíf inni á snyrtingu flugvélarinnar, svo hún kæmist í hinn svokallaða „mile-high klúbb.“ Þegar Burton var neitað um meira áfengi reiddist hún og er henni gefið að sök að hafa sparkað í, bitið og skallað meðlimi áhafnarinnar. Að lokum tókst þó sex áhafnarmeðlimum að binda Burton niður við sæti sitt, með hjálp farþega. Verjandi Burton, Martin Callery, segir hana skammast sín mikið fyrir athæfi sitt. Hún hafi drukkið mikið fyrir flugið og meðan á því stóð til þess að berjast við flughræðslu. Saksóknarinn í málinu, Claire Brocklebank, segir Burton hafa verið drukkna frá því áður en flugferðin örlagaríka hófst. „Hún lét mörg óviðeigandi og kynferðisleg ummæli falla í garð nokkurra karlkyns farþega vélarinnar,“ sagði hún. Dómarinn sem kvað upp dóminn yfir Burton sagði hana hafa sett farþega og áhöfn vélarinnar í hættu með athæfi sínu. Hann sagðist einnig vona að sex mánaða dómurinn sem Burton hlaut myndi vera öðrum víti til varnaðar.
Bretland England Fréttir af flugi Kynlíf Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira