Grindavík gerir Liverpool freistandi tilboð Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2020 09:00 Er þetta ekki ágæt hugmynd? Liverpool byrjar vonandi brátt liðsæfingar að nýju og hvar væri betra að gera það en í Grindavík? VÍSIR/GETTY Vonir standa til þess að hægt verði að hefja keppni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta að nýju þann 12. júní, eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Grindvíkingar hafa boðið Liverpool aðstoð við undirbúninginn. Ekki er enn ljóst hvenær ensku liðin geta hafið hefðbundnar liðsæfingar að nýju en hefðbundnar æfingar meistaraflokka á Íslandi ættu að verða leyfilegar 25. maí. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins á fimmtudag hafa einhverjar óformlegar þreifingar átt sér stað um komu enskra úrvalsdeildarliða til æfinga hér á landi, en haft var eftir Guðna Bergssyni formanni KSÍ á mbl.is í kjölfarið að slíkt væri ólíklegt. Vilji Liverpool-menn, sem eru langefstir í ensku úrvalsdeildinni og afar nærri því að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn, koma til Íslands gætu þeir horft til Suðurnesja eftir tilboð frá Grindvíkingum í gegnum Twitter. Þar benda Grindvíkingar á að þeir séu með þrjá fótboltavelli í boði og svo sé hið fimm stjörnu hótel Bláa lónsins í næsta nágrenni. Það verður þó vissulega að teljast ólíklegt að Salah, Mané og félagar mæti til Grindavíkur en hafa ber í huga að um fordæmalausa tíma er að ræða. If you need a place to practice over the next few weeks we would love to host you @LFC. In Grindavik, Iceland we've got 3 pitches with the 5 star Blue Lagoon Hotel next door. Top facilities.You could not restart the season in a better way! pic.twitter.com/L2ReAIa9pq— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) May 15, 2020 UMF Grindavík Enski boltinn Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira
Vonir standa til þess að hægt verði að hefja keppni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta að nýju þann 12. júní, eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Grindvíkingar hafa boðið Liverpool aðstoð við undirbúninginn. Ekki er enn ljóst hvenær ensku liðin geta hafið hefðbundnar liðsæfingar að nýju en hefðbundnar æfingar meistaraflokka á Íslandi ættu að verða leyfilegar 25. maí. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins á fimmtudag hafa einhverjar óformlegar þreifingar átt sér stað um komu enskra úrvalsdeildarliða til æfinga hér á landi, en haft var eftir Guðna Bergssyni formanni KSÍ á mbl.is í kjölfarið að slíkt væri ólíklegt. Vilji Liverpool-menn, sem eru langefstir í ensku úrvalsdeildinni og afar nærri því að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn, koma til Íslands gætu þeir horft til Suðurnesja eftir tilboð frá Grindvíkingum í gegnum Twitter. Þar benda Grindvíkingar á að þeir séu með þrjá fótboltavelli í boði og svo sé hið fimm stjörnu hótel Bláa lónsins í næsta nágrenni. Það verður þó vissulega að teljast ólíklegt að Salah, Mané og félagar mæti til Grindavíkur en hafa ber í huga að um fordæmalausa tíma er að ræða. If you need a place to practice over the next few weeks we would love to host you @LFC. In Grindavik, Iceland we've got 3 pitches with the 5 star Blue Lagoon Hotel next door. Top facilities.You could not restart the season in a better way! pic.twitter.com/L2ReAIa9pq— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) May 15, 2020
UMF Grindavík Enski boltinn Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira