Rússar reiðir yfir fréttum af ótilgreindum dauðsföllum Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2020 11:49 Maður gengur hjá minnisvarða um heilbrigðisstarfsmenn sem hafa dáið vegna Covid-19. AP/Dmitri Lovetsky Yfirvöld Rússlands eru reið yfir fréttum erlendra fjölmiðla yfir því að mun fleiri hafi dáið þar í landi vegna Covdid-19 en opinberar tölur segja til um. Anatoly Antonov, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, sendi nýverið bréf á ritstjórnir New York Times og Financial Times þar sem þess var krafist að fregnir af dauðsföllum í Rússlandi yrðu dregnar til baka. Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands, sagði í vikunni að kvartanir yrðu einnig sendar til Harlem Desir, erindreka varðandi frelsi fjölmiðla hjá Mannréttinda- og lýðræðisstofnunar Örygis- og samvinnustofnunar Evrópu, og til Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóra UNESCO. Rússland er það land þar sem næst flestir smitaðir hafa greinst en yfirvöld landsins hafa gefið verulega í varðandi skimun fyrir nýju kórónuveirunni. Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands.AP/Alexander Zemlianichenko Opinberar tölur Rússlands segja minnst 252.245 hafa smitast af veirunni, sem veldur Covid-19, þar í landi og 2.305 hafa dáið. Það er mun minna en í öðrum ríkjum þar sem sambærilega margir hafa smitast. Á Bretlandi hefur til að mynda minnst 234.441 smitast og þar eru 33.693 dánir. Á Spáni hafa 229.540 smitast og 27.231 dáið. Á Ítalíu hafa 223.096 smitast og 31.368 dáið, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans, sem unnar eru úr opinberum gögnum. Í greinum NYT og FT var því haldið fram að með því að bera saman opinberar tölur um hve margir hefðu dáið í Moskvu og St. Pétursborg í apríl og bera það saman við sömu tölur nokkur ár aftur í tímann hafi komið í ljós að mun fleiri hafi dáið vegna Covid-19 en gefið hefur verið upp. FT sagði gögnin benda til þess að dauðsföll vegna Covid-19 gætu verið 70 prósentum fleiri en gefið hefur verið upp. Zakharova sagði þetta vera falsfréttir og hefur minnst einn þingmaður lagt til að blaðamönnum miðlanna verði meinaður aðgangur að Rússlandi. Zakharova sagði að aðgerðir gegn miðlunum tækju mið af því hvort fréttirnar yrðu dregnar til baka. Þá hafa yfirvöld Rússlands farið fram á að Google loki á þá grein Financial Times sem um ræðir. Russia’s media regulator has asked Google to block news article about FT’s news article on underreporting of Covid death rate. Authorities haven’t gone after FT itself in significant way — yet. But this a stark indication of sensitivity to any hint they are massaging real numbers https://t.co/u1dMaMmKqH— Oliver Carroll (@olliecarroll) May 15, 2020 Í samtali við AP fréttaveituna segir talsmaður NYT að fréttin byggi á opinberum gögnum frá Moskvu. Moscow Times sagði frá því á dögunum að embættismenn í Moskvu hafi sagt fjölmiðlum að rúmlega 60 prósent dauðsfalla vegna Covid-19 í borginni kæmu ekki fram í opinberum tölum. Þó fólk væri smitað af veirunni hefðu dauðsföll þeirra verið sögð af öðrum orsökum. Þungamiðja faraldursins er í Moskvu og á miðvikudaginn höfðu minnst 126.004 smitast og samkvæmt talningu ríkisins höfðu 1.232 dáið. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Yfirvöld Rússlands eru reið yfir fréttum erlendra fjölmiðla yfir því að mun fleiri hafi dáið þar í landi vegna Covdid-19 en opinberar tölur segja til um. Anatoly Antonov, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, sendi nýverið bréf á ritstjórnir New York Times og Financial Times þar sem þess var krafist að fregnir af dauðsföllum í Rússlandi yrðu dregnar til baka. Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands, sagði í vikunni að kvartanir yrðu einnig sendar til Harlem Desir, erindreka varðandi frelsi fjölmiðla hjá Mannréttinda- og lýðræðisstofnunar Örygis- og samvinnustofnunar Evrópu, og til Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóra UNESCO. Rússland er það land þar sem næst flestir smitaðir hafa greinst en yfirvöld landsins hafa gefið verulega í varðandi skimun fyrir nýju kórónuveirunni. Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands.AP/Alexander Zemlianichenko Opinberar tölur Rússlands segja minnst 252.245 hafa smitast af veirunni, sem veldur Covid-19, þar í landi og 2.305 hafa dáið. Það er mun minna en í öðrum ríkjum þar sem sambærilega margir hafa smitast. Á Bretlandi hefur til að mynda minnst 234.441 smitast og þar eru 33.693 dánir. Á Spáni hafa 229.540 smitast og 27.231 dáið. Á Ítalíu hafa 223.096 smitast og 31.368 dáið, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans, sem unnar eru úr opinberum gögnum. Í greinum NYT og FT var því haldið fram að með því að bera saman opinberar tölur um hve margir hefðu dáið í Moskvu og St. Pétursborg í apríl og bera það saman við sömu tölur nokkur ár aftur í tímann hafi komið í ljós að mun fleiri hafi dáið vegna Covid-19 en gefið hefur verið upp. FT sagði gögnin benda til þess að dauðsföll vegna Covid-19 gætu verið 70 prósentum fleiri en gefið hefur verið upp. Zakharova sagði þetta vera falsfréttir og hefur minnst einn þingmaður lagt til að blaðamönnum miðlanna verði meinaður aðgangur að Rússlandi. Zakharova sagði að aðgerðir gegn miðlunum tækju mið af því hvort fréttirnar yrðu dregnar til baka. Þá hafa yfirvöld Rússlands farið fram á að Google loki á þá grein Financial Times sem um ræðir. Russia’s media regulator has asked Google to block news article about FT’s news article on underreporting of Covid death rate. Authorities haven’t gone after FT itself in significant way — yet. But this a stark indication of sensitivity to any hint they are massaging real numbers https://t.co/u1dMaMmKqH— Oliver Carroll (@olliecarroll) May 15, 2020 Í samtali við AP fréttaveituna segir talsmaður NYT að fréttin byggi á opinberum gögnum frá Moskvu. Moscow Times sagði frá því á dögunum að embættismenn í Moskvu hafi sagt fjölmiðlum að rúmlega 60 prósent dauðsfalla vegna Covid-19 í borginni kæmu ekki fram í opinberum tölum. Þó fólk væri smitað af veirunni hefðu dauðsföll þeirra verið sögð af öðrum orsökum. Þungamiðja faraldursins er í Moskvu og á miðvikudaginn höfðu minnst 126.004 smitast og samkvæmt talningu ríkisins höfðu 1.232 dáið.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira