Fleiri sögð látin í Rússlandi en gefið er upp Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2020 14:17 Verkamenn að störfum í Moskvu í dag. EPA/YURI KOCHETKOV Rússland er nú í öðru sæti ríkja heimsins yfir fjölda smitaðra sem hafa verið greind. Alls hafa 232.243 greinst með nýju kórónuveirunnar í Rússlandi. Smituðum hefur fjölgað hratt í Rússlandi að undanförnu eða um um það bil tíu til ellefu þúsund á dag frá þar síðustu helgi. Spánn er í þriðja sæti með minnst 227.436 sem hafa smitast, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins. Sé litið til meðaltals smitaðra hafa 158 af hverjum hundrað þúsund íbúum smitast. Á Spáni er sú tala 487. Á Bretlandi 337 og 364 á Ítalíu, samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Dmitry Peskov, fjölmiðlafulltrúi Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, tilkynnti í dag að hann hefði verið lagður inn á sjúkrahús vegna Covid-19. Samkvæmt frétt Moscow Times hefur Tatyana Navka einnig verið lögð inn á sjúkrahús. Í samtali við TASS segist Peskov síðast hafa hitt Pútín fyrir rúmum mánuði. Auk hans hafa Olga Lyubimova, menningarráðherra, Vladimir Yakushev, framkvæmdaráðherra, og Mikhail Mishustin, forsætisráðherra, einnig smitast af veirunni. Þar að auki hefur aðstoðarstarfsmannastjóri Pútín einnig smitast. Ósammræmi í fjölda smitaðra og látinna Töluvert ósamræmi er á milli fjölda greindra smitaðra og þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Rússlandi, sé það borið saman við ríki þar sem sambærilegur fjöldi smita hafa greinst. Samkvæmt opinberum tölum hafa 2.116 af þeim 232.243 sem hafa smitast dáið í Rússlandi. Á Spáni hafa 2278.436 smitast, svo vitað sé, og 26.744 dáið. Á Bretlandi hafa 224.332 smitast og 32.141 dáið. Á Ítalíu hafa svo 219.814 smitast og 30.739 dáið. Yfirvöld Moskvu birtu þó á föstudaginn gögn sem þykja til marks um að ríkisstjórn Rússlands hafi ekki gefið upp réttar upplýsingar um dauðsföll. Blaðamenn New York Times hafa farið yfir þessi gögn og segja þau sýna fram á að dauðsföll í Moskvu í apríl sé rúmlega 1.700 fleiri en meðaltal síðustu fimm ára. Þrátt fyrir það sögðu yfirvöld Rússlands að einungis 642 hafi dáið vegna Covid-19 í Moskvu í apríl. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, ávarpaði þjóðina í gær og sagði tíma til kominn að byrja að létta á takmörkunum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar.EPA/ALEXEI NIKOLSKY/Kremlin Fyrsta dauðsfallið vegna Covid-19 var tilkynnt þann 19. mars. Þá dó 70 ára kona í Moskvu. Dauði hennar var svo endurskilgreindur vegna blóðtappa seinna meir og tekinn af listanum. Sjá einnig: Hafa verið meðvituð um blóðtappahættuna vegna Covid í tvo mánuði Yfirvöld landsins hafa ítrekað stært sig af því hve lág dánartíðnin er í Rússlandi og á ríkissjónvarpsstöðvum Rússlands hefur því sömuleiðis verið flaggað til marks um það hve betri ríkisstjórn Pútín sé gegn kórónuveirunni en ríkisstjórnir vestrænna ríkja. Pútín hélt sjónvarpsávarp í gær þar sem hann sagði að búið væri að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar en sigurinn væri þó ekki unninn. Tilkynnti hann að byrja ætti að draga úr takmörkunum á ferðafrelsi og atvinnulífinu vegna faraldursins. Lagði forsetinn verkið, og ábyrgðina, í hendur ríkisstjóra Rússlands. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Rússland er nú í öðru sæti ríkja heimsins yfir fjölda smitaðra sem hafa verið greind. Alls hafa 232.243 greinst með nýju kórónuveirunnar í Rússlandi. Smituðum hefur fjölgað hratt í Rússlandi að undanförnu eða um um það bil tíu til ellefu þúsund á dag frá þar síðustu helgi. Spánn er í þriðja sæti með minnst 227.436 sem hafa smitast, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins. Sé litið til meðaltals smitaðra hafa 158 af hverjum hundrað þúsund íbúum smitast. Á Spáni er sú tala 487. Á Bretlandi 337 og 364 á Ítalíu, samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Dmitry Peskov, fjölmiðlafulltrúi Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, tilkynnti í dag að hann hefði verið lagður inn á sjúkrahús vegna Covid-19. Samkvæmt frétt Moscow Times hefur Tatyana Navka einnig verið lögð inn á sjúkrahús. Í samtali við TASS segist Peskov síðast hafa hitt Pútín fyrir rúmum mánuði. Auk hans hafa Olga Lyubimova, menningarráðherra, Vladimir Yakushev, framkvæmdaráðherra, og Mikhail Mishustin, forsætisráðherra, einnig smitast af veirunni. Þar að auki hefur aðstoðarstarfsmannastjóri Pútín einnig smitast. Ósammræmi í fjölda smitaðra og látinna Töluvert ósamræmi er á milli fjölda greindra smitaðra og þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Rússlandi, sé það borið saman við ríki þar sem sambærilegur fjöldi smita hafa greinst. Samkvæmt opinberum tölum hafa 2.116 af þeim 232.243 sem hafa smitast dáið í Rússlandi. Á Spáni hafa 2278.436 smitast, svo vitað sé, og 26.744 dáið. Á Bretlandi hafa 224.332 smitast og 32.141 dáið. Á Ítalíu hafa svo 219.814 smitast og 30.739 dáið. Yfirvöld Moskvu birtu þó á föstudaginn gögn sem þykja til marks um að ríkisstjórn Rússlands hafi ekki gefið upp réttar upplýsingar um dauðsföll. Blaðamenn New York Times hafa farið yfir þessi gögn og segja þau sýna fram á að dauðsföll í Moskvu í apríl sé rúmlega 1.700 fleiri en meðaltal síðustu fimm ára. Þrátt fyrir það sögðu yfirvöld Rússlands að einungis 642 hafi dáið vegna Covid-19 í Moskvu í apríl. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, ávarpaði þjóðina í gær og sagði tíma til kominn að byrja að létta á takmörkunum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar.EPA/ALEXEI NIKOLSKY/Kremlin Fyrsta dauðsfallið vegna Covid-19 var tilkynnt þann 19. mars. Þá dó 70 ára kona í Moskvu. Dauði hennar var svo endurskilgreindur vegna blóðtappa seinna meir og tekinn af listanum. Sjá einnig: Hafa verið meðvituð um blóðtappahættuna vegna Covid í tvo mánuði Yfirvöld landsins hafa ítrekað stært sig af því hve lág dánartíðnin er í Rússlandi og á ríkissjónvarpsstöðvum Rússlands hefur því sömuleiðis verið flaggað til marks um það hve betri ríkisstjórn Pútín sé gegn kórónuveirunni en ríkisstjórnir vestrænna ríkja. Pútín hélt sjónvarpsávarp í gær þar sem hann sagði að búið væri að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar en sigurinn væri þó ekki unninn. Tilkynnti hann að byrja ætti að draga úr takmörkunum á ferðafrelsi og atvinnulífinu vegna faraldursins. Lagði forsetinn verkið, og ábyrgðina, í hendur ríkisstjóra Rússlands.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira